Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 13.11.1931, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 13.11.1931, Blaðsíða 8
-8- DQNS KUKENS L AN. í’etta er ekki í fyrsta sinn, sem danskan og donskukenslan eru rædd hjer í Skólablað- inu. Það er heldur engin furða Þótt neraend- um verói nokkuð tíórætt um Þetts efni* Ástæðan er í stuttu máli sú, að Það er f/rir löngu cróið flestum nemendum ljóst,að svona ofur-mikil kensla í dönsku - eins og hún hefur verið að undanförnu og er enn - er alls ekki Þörf og eyðir dýrrrBgtum tíma í of' auóviröilegt efni. Við skulum r.ú athuga li fcillega ,hvernig kenslu er háttað í Þessari grein hjer í skólanum. KunnáttU i dönsku er krafist tii inntökuprófs í I. hekk, hún er lærð í allri gagnfragðadeildinni, til muna j í máladeild- inni er hún kend x öllum bekkjum og höfð til stúdentsprófs, en í stærðfræðideildinni er hún kend aðeins einn vetur (í 4. bekk). Erxnfremur má. telja sem óbeina kenslu í dönsku allar Þær kenslubælcur, sem eru á vessu máli og kendar eru við skólann. Það má. kveða svo að orði, að í gagnfræða- deildinni sje danska kend svo, að viðunan- legt sje og sæmilegt, Því að Þar er aða.1- lega miðað við Þau hagrænu not, sem menn geti ha.ft af henni. En í lærdómsdeildinni - cg Þai’ á jeg aðallega við máladeildina - fer undir eins að bera á. Því, að Þar er danskan ekki kend með Þörfina fyrir augum, heldur miðuð meira. viö bókmentalega Þekkingu, svo sem kenslubækurnar bera ljóst með sjer, "Dansk Litteratur" og "Dansk Litteratur- historie". Þess má geta jafnframt, að Þessi kensla i dönskum'bókmentum er kák eitt og aðeins til að sýnsst. Þvi aö viö lesum altof litið eftir hvern höfund-til Þess að kynnast honum tii nokkurra muna. Og gagn Það, sem við ætturn að hafa af bókmenta.sögunni,hverf- ur alveg’fyrir Því, hve mikið Þululærdóms- snið og yf'irborðs-bragur er á kenslunni i henni. Við erum aö visu látin lesa og læra utanbókar um fá.eina. höfunda frá 19. öldinni og nokkra fleiri. En hvaó hefur Þaó að segja Okkur hundleióist bókin, eins og eðlilegt er og enginn lærir neitt að gagni úr henni. Það, sem minnisstæðast kann áð vera. úr Þess- ari bókmentasögu, er ef til vill Þa.ð, hve ótrúlega margir af höfundunum, sem i henni eru nefndir,.eru "Præstesönne fra Jylland" - og eitthvað meira. ------ Það er sannx næst, að dönskunni er skipað-. \xr of veglegur sess með öðrurn námsgreinum skólans. Þvi Þa.ð er ekkert smáiæði, að læra hana. i sex vetur. Og mönnum verður á a.ð spyrja. sjálfa sig, hvernig geti a Þvi stað- ið, að lögö er svona mikil áhersla. 5 náms- grein, sem ekki er erfiðari og Þarfari en danskan er. Helst verður fyrir Það svarið, að a.ða.l-áherslan liggi i Þvi, að dönsku- kenslan sje orðin nokkurskonar hefð í skól- anum, að hún sje arfur frá fornum txmum, Þegar dansklunduð yfirráð rjeðu kenslumálum hjer á landi. En Þó ska.1 Það viðurkent, að við meg’jm ekki allskostar ,án dönskukunná'c tu vera, eða a.m.k. einhvers Korðurlandamáls. Þvx að svo mikið er til af bókmcntum á. Þéssum tungu- málum, að ósæmilegt væri, ef við n^etum ekki haft gagn af Þeim. Og ennfremur höfum við töluverð viðskifti vr'.ð Þessi lönd - og Þó sjerstakiega Ðanmörku. En til Þess að gefca haft not af dönskum bókmentum, nægir okkur fyllilega Það, sem við lærum i dönsku til gagnfiæcaprófs - svo sem sjá. má af Þvi, sém okkur er ætlá.ð að lesa af kenslubókum é Þessu máli. Þvi áreið- anlega er hægt að gera. ráð fyrir Þvx, að venjulegar beekur, sem f jalla um skáldskap cg Þess háttar, sjeu ekki á Þyngra. máli en fræðibækur, sem viö lesum, i sögu og ixátt- úrufræði (liffræði, lifeðlisfiæði, stjörnu- fiæði)- og stærðfiæði. Og hvers vegna. erum við Þá aó burða.st með alla. Þessa dönskukenslu, sem ekki kemur að tilætluðum notum? Okkur kæmi betur að fé. hana. minkaða., en fá eitthvað i stað hennar, sem uppbótar-námsgrein. tTr nógu er að velja. Jeg vil i Þessu sambandi benda t.d. á. Þýsk- una.. Þó að við lærum mikið 1 Þýsku og fáum góða tilsögn, er langt frá Þvi, að við sjeum færir um að skrifa. ha-na til nokkiu’rar hlitar. enda er engin áhersla lögð á Þá hlið málsins. Okkur væri betur borgið en ella, ef við fengjum i stað dönskunnar i lærdómsdeild lækilega. tilsögn i skriflegri Þýsku, Þvi ao viðskifti okkar og afskifti af Þjóöverjum vaxa stöðugt. ? Jeg hefi nefnt Þýskuna aðeins sem öæmi, > til að sýna fram á: Það, áð Þó að við 'fengj- um dönskukensluna takmarkaða, yröum við enganveginn i vandræðurn meó að fá eitthvað, sem horföi til bóta, i staðinn, annaðhvort sem nýjar námsgreinxr, eða endurtœttar. Jóh. Q. Saiberg. .

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.