Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 13.11.1931, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 13.11.1931, Blaðsíða 11
(Viðbót við 10, fylgja róttækum framtiðarhugsjónum. En hve- nær hefur sú æska verið uppi, sem var svo gersnauð af göfugum eldmóð og Þrótti, aö . fyrsta hugsunin, Þegar mikilsvarðandi ákvarð- anir steðjuðu að, væri Þessi: Hef ég persónu- legt gagn af Því?' Slikt á sér tæpast stað. Og Það skýrir Þá stáðreynd, að Þrátt'fyrir ofsóknir Þær, sem alÞýðuæskan hefur orðið fyrir, í leit sinni að borgaralegum ménnt- unarmolum, vex hægt, en stöðugt, sá hópur i: ungra alÞýðumanna, bæði hér i Menntaskólan- um og öðrum skólum, sem skipar sér i flokk með frumherjum verkamanna, kommúnistum, og eru reiðubúnir að berjast ±ið hlið Þeirra. í baráttunni miklu, sem aðeins getur endað á einn veg, með valdanámi öreiganna. Enda kemur Það i ljós við athuguh, að fá- tækir nemendur, sem sækja Þennan skóla, hafa. i öllum aðalatriðum sömu hagsmuna að gæta og ungir verkamenn, sem vinna hérna. á eyrinná og jafnvel lika fátækir kennarar, t.d.stunda- kennarar m. a. hér við Menntaskólann, sem nú sjá fram á launalækkun og launabaráttu við harðsnúið ríkisvald. Og Þótt stéttvisir nem- endur séu vanir aö lita á Þessa menn, og með réttu, sem fulltrúa borgarastéttarinnar i skólanum, er ekki ómögulegt, ef stéttarsam- tök kennara. væru svo góð, og Þeir orðnir svo glöggskygnir á aðstöðu sina, að Þeir gerðu verkfall til Þess aö mótmæla launalækkun, að nemendur stæðu Þá við hlið Þeirra., gegn harð- stjórn og facistabrölti Jónasarstjórnarinnar Einmitt Þetta mál: Árás stjórnarinnar á la\an stundakennara, var eitt af fyrstu alva: legu máluhum, sem Clarte lét til sin taka. Það hélt fjmd með stundakennurum, ogvar Þetta mál Þá rætt mjög itarlega. Ráðgert var að halda fund með nemöndum um sama efni, en Það hefur farizt fyrir. ------- Ég ber svo góðar vonir i brjósti til Þeirrar alÞýðooæsku, sem Þennan skóla sækir, áð hún skilji, hvað er að gerast nú um all- an heim, sé vitandi um Þá voðabaráttu, sem nú fer allstaðar fram milli Þjóðskipulags, sem búið er að ganga sér til húðar, og öreiga, sem -ssekja fram undir merki nýrrar menningar, og'að hún Þurfi ekki lengi að- hugsa sig um, hvorumegin hún á. að berjast. Samt ætla ég að enda Þessar línur með hvöt til Þeirrar alÞýðúæsku, sem Þennan skóla sækir, um að taka virkan Þátt í baráttunni, ef ekki í verkalýðshreyfingunni sjálfri, Þá. í fræöslu- og menningarstarfi stofnana sem "Clantef!,, Þvi að aldrei hefúr verið meiri Þörf en nu á vakandi önd og vinnandi hönd, til að velta. í rústir og byggja. á ný. Sig. Guðmundsson,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.