Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 13.11.1931, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 13.11.1931, Blaðsíða 10
-10- "C L A R T É" Dag nokkurn seint í ágúst 1931 kom hópur - manna saman í samkomusal Menntaskólans í Reykjavík. Tilgangurinn var sá, að stofnað yrði félag. Þetta. var undarlegt sambland af allskonar fólki, Þar voru rithöfundar, málar- ar, myndhöggvarar, verkfrseðingar, uppgjafa- prestar, læknar og lögfræðingar, háskóla- stúdentar og Menntaskólastrákar. Og Þrátt fyrir Þessa margbreytni, varð allt Þetta. fólk sæmilega samm<ála, og árangur fundarins var stofnun félags, sem gefið var nafnið "Clartéí* Hvað gat Það verið, sem Þetta fólk átti sameiginlegt, og var Því svo mikið áhugaefni, að Það taldi ekki eftir sér að stofna félag utan um? Þetta mikla áhugamál var Socialism- inn.- Sá kvistur, sem með Þessari félagsstofn un var gróðursettur i islenzkri mold, er af alÞjóðlegum stofni. Þessi ,rClarté"-félög,sem socialistiskir mennta- og listamenn hafa með sér i flestum menningarlöndum, er. upprunninn i Frakklandi, og hefur franska nafnið Clarte, sem Þýðir"bjarmi" viðast hvar verið látið halda sér. Aðalforgöngumaður Þessó. félags- skapar i Frakklandi hefur verið, og er, ■ heimsf xæga skáldið Henry Barbusse. - Frá Frakk landi hefur hreyfingin svo breiðst út. Aðaltilgangur Þessarar hreyfingar, samkv. lögum islenzku deildarinnar, er sá, að reka fræðslustarfsemi og málýtni fyrir socialism- ann og kynna hanii eins og hann kemur fram i kenningum Karls Marx, og annara brðutryðj- enda hans,- og i framkvsandum rússneska ör- eigalýðsins. Þessum tilgangi hyggst félagið a.ð ná með Þvi, að gangast fyrir fræðandi er- indum, bæði innan féiagsins og opinberum,og með útgáfustarfsemi. 1 flestum, ef ekki öllum, háskólaborgum Norðurlanda eru deildir úr "Clarte". Þser mynda svo landssambönd irman hvers lands,og gefa danska, norska. og sænska landssambandið út sitt mánaðarblaðið hver. Þar að auki sjá Þau um útgáfu ÞýcLdra og frumsamdra bóka um Þjóðfélagsmál, greiða götu rússneskra kvik- *ynda, og leggja allt kapp á aukna kynningu miili heimalandsins og hins nýja, vclduga verkalýðsríkis, sem nær yfir l/ð hlutann af Þurlendi jarðarinnar, og Þar sem öreigamir, i fyrsta sinn i sögunni, hafa farið með völd i um lengri tíma. Einn Þáttur í Þessari kynningu var Það, að i jjúlí 1928 bauð samband rússneskra stúd- enta 13 róttækum stúdentum frá Islandi, Dan- mörku, Noregi og SvíÞjóð í kynnisför um Ráð_ stjórnarrikin. Þetta boð var Þegið, og urðu tveir islenzkir stúdentar í förinni, Jakob Gislason og Davið Stefánsson, og hefur annar Þeirra (J. G. ) ritáð allitarlega ferðasögu i "Rétt" Þetta mun vera Það eina, sem Islend- ingar hafa af "Clarte" að segja,- Oslo-deildin sá um Þessa ferð,- Þar til nú i ágúst sl. að tslandsdeild var stofnuð. Enginn vafi getur á Þvi leikið, að slikt félag, Þar sem róttækir mennta- og listamenn safnast saman, á hér mikil skilyrði og stórt starf fyrir höndum. Enda hefur raunin orðið sú, að i Þetta félag hefur safnast úrvalið af islenzkum nútima rithöfundum, svo sem H. K. Laxness, Þórbergur Þórðarson, Gunnar Benedikts- son, Halldór Stefánsson, Magnús Asgeirsson o. m. fl. - Stjóm skipa H. K. Laxness (formaður), Giinnar Benediktsson, Einar Olgeirsson, Jónas -Sólmundsson og Sigurður Einarsson. Þetta félag,og boðskapur Þess, á mikið er- indi til Ménntaskólanemenda. I eftirfarandi hugleiðingum ætla ég að reyna að skýra Þetta.., Þótt ég komist með Þvi móti nokkuð frá upp- haflega efninu. Ef til vill er hvergi eins mikil ástæða til Þess, að sú æska, sem gengur "mennta- veginn", ýerði róttaalc, eins og hér á. Islandi. -A.m,k. sá hluti henna.r, sem af alÞýðufólki er kominn, og hefur alizt upp meðal alÞýðumanna, og sjálf stunda erfiðisvinnu. Þeir eru Þó nokkuð margir, sem brjótast Þessa erfiðu braut a.ð miklu leyti af sjálfsdáðum, Þræla i erfiðisvinnu á sumrin, og í kennslu með nám- inu á vetrimi. En Þótt einkennilegt megi virðast, er til hjá sumum Þessum ungu alÞýðumönnum sú hugsiui, að með Þvi að ganga i skóla, séu Þeir að kom- ast upp úr verkamannastéttinni, séu að verða of lærðir til að taka. lifandi Þátt i baráttu og kjörum alÞýðunnaf, finna ekki skýldleikann, bzæðrabandið, sem tengir Þá. samstéttingum sinum. Og Þótt svo sé, Þarf að gæta sín vel fyrir gildrnmi,' sem borgaralegi "menntavegurinn" geymir. Sá, sem tekur verulegan Þátt i verka- lýðshreyfingunni, eða baráttu ungra, róttækra manna, jgetur átt á hættu að vera hrint út af Þessari oftirsóttu braut Þá og Þegar. Borg- arastéttin islenzka er farin að Þekkja sinn vitjunartima, við sjáum hvernig Menntaskól- ■inn á Akureyri er gerður að útvigi hennar gergn róttækum imglingum, sem Þangað ætla að sækja menntun. Enn er ekki farið a.ð reka nem- endur héðan fyrir róttækar stjórnmciaskoðanir, en hamingjan má vi-ta, hvað sú dýrð stendur lengi. Það er Þvi oft og tiðum ógagn fyrir nemendur i menntastofnunum, sem Þessimi, að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.