Norðurland - 12.11.1976, Qupperneq 5
Húsvíkingar tryggja hráefni með nýjum togara
Vinna í frystihúsinu
liefur farið niður í 5
hálfum mán.
daga í
Húsvíkingar hafa nú eignast
sinn fyrsta skuttogara, sem
hlaut nafnið Júlíus Hafsteen
eftir fyrrverandi sýslumanni
og bæjarfógeta húsvíkinga
um árabil. Mun hann væntan-
lega tryggja vinnu í frystihús
inu, en Fiskiðjuverið hefur
lítið hráefni fengið frá ágúst-
lokum og vinna hefur farið
niður í að vera 5 dagar á hálf-
um mánuði.
Skuttogarinn kom til Húsa-
víkur í lok október. Júlíus
heitinn Hafsteen, sem hann
heitir eftir, var mikill áhuga-
maður um hafnarmál Húsa-
víkur og kunnur af áhuga sin
um á landhelgismálum íslend
inga. Þótti því vel við hæfi að
gefa hinu nýja skipi nafn
hans.
Togarinn fór í siglingu á
flóanum með unga húsvíkinga
og höfðu þau gaman af. Var
það táknrænn vináttuvottur,
þar sem nafni hans Júlíus
heitinn og eiginkona hans,
Þórunn Hafsteen, voru á sín-
um tíma ætíð miklir vinir
ungra húsvíkinga.
Stærð þessa nýja skips er
284 lestir. Skipið er útbúið til
að geta stundað flestar veið-
ar, botn- og flottroll, nót, linu
og net. Skipstjóri er Benjamín
Antonsson, 1. vélstjóri Stein-
grímur Árnason og 1. stýri-
maður Hermann Ragnarsson.
Áhöfnin er öll frá Húsavík
nema 3 menn.
Á heimleið frá Akranesi til
Húsavíkur hreppti skipið
slæmt veður fyrir Vestfjörð-
um og reyndist það vera hið
besta sjóskip.
Eigandi og útgerðarfyrir-
tæki Júlíusar Hafsteens er
Höfði hf. á Húsavík. Stjórnar
formaður félagsins er Tryggvi
Finnsson framkvæmdastjóri
Fiskiðjuvers Húsavíkur. Fram
kvæmdastjóri Höfða hf. er
Kristján Ásgeirsson. Eignar-
aðilar að Höfða hf. eru Fisk-
iðjuver Húsavíkur, Húsavíkur
bær, Kaupfélag Þingeyinga og
önnur félög og einstaklingar á
Húsavík.
Fleiri ný skip
Auk skuttogarans var ný-
lega keyptur til Húsavíkur 12
lesta þilfarsbátur og í smíðum
hjá Guðlaugi og Trausta á Ak-
ureyri er 35 lesta bátur og er
hann væntanlegur hingað um
áramót.
Nýlega var seldur burt frá
bænum Grímur ÞH til Stóru-
Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd
og verður hann gerður út frá
Júlíus Hafsteen á siglingu við heimahöfnina rétt eftir kornuna
Vogum í Gullbringusýslu.
Fyrri eigendur hans hafa gert
út frá Húsavík í 23 ár sam-
fleytt og hefur útgerðin verið
mjög happasæl og fengsæl eig
endum sínum og atvinnulífi á
staðnum.
Hættu vegna seiða
Tíðarff.r hefur verið fremur
óhagstætt til sjósóknar í októ
ber og það sem af er nóvem-
bermánaðar, einkum er varð-
ar línu- og rækjuveiðar.
Rækjuvinnsla stöðvaðist um
tíma vegna of mikils magns
ýsu- og þorskseiða í aflanum.
Tóku sjómenn það upp hjá
sjálfum sér að stöðva veiðarn
ar. Þá hefur veður einnig
hamlað mjög veiðum. Rækju-
miðin eru í Öxarfirði. í Rækju
vinnslunni er unnið á tveim
vöktum, 30 manns á hvorri
vakt.
Fiskiðjuverið hefur lítið hrá
efni fengið frá ágústlokum og
hefur vinna farið niður í að
vera 5 dagar á hálfum mán-
uði.
í sumar voru gerðir út frá
bænum 25—30 opnir bátar, en
útgerð þeirra lýkur oftast um
miðjan eða í lok september
eftir tíðarfari og aflabrögðum.
Þessir bátar setja skemmtileg
an svip á Húsavík sem útgerð-
arbæ. Þá eru einnig gerðir út
allmargir þilfarsbátar. - Snær.
Iðja á móti breytingum á vinnulóggjöfinni
SNdtlUST TiL VARIMAR VERK-
FALLS- OG SAIUIMIIMGSRÉTTI
Gróf aðför ríkisstjórnarinnar að verkfallsréttinum og samnings
rétti einstakra verkalýðsfélaga, sem felst í tillögum hennar um
breytingar á vinnulöggjöfinni, hefur hhlotið almenna fordæm-
ingu verkafólks.
Verkalýðsfélögin um allt land eru nú sem óðast að draga
sínar ályktanir af þessu nýja lagafrumvarpi „um stéttarfélög
og vinnudeilur“, sem ríkisstjórnin hefur sent Alþýðusambandi
íslands til umsagnar og hafa mörg félög þegar mótmælt því
opinberlega. Önnur hafa sent ASÍ álitsgerðir sínar, en vinnu-
löggjöfin er meðal þess sem fjallað verður um á þingi ASÍ í
lok þessa mánaðar.
Ekkert stéttarfélag hefur
heyrst mæla fyrirhuguðum
breytingum ríkisstjórnarinnar
bót, en mikið liggur við, að
snúist sé hart til varnar þess-
um árásum ríkisvalds atvinnu
rekenda á verkfallsréttinn og
réttinn til sjálfstæðra samn-
inga einstakra félaga. Ættu
sem flest verklýðsfélög að láta
frá sér heyra á opinberum
vettvangi og blása þannig til
baráttu gegn aðförinni.
Alit IÐJU
Stjórn og trúnaðarmanna-
ráð Iðju, félags verksmiðju-
fólks á Akureyri, hefur fjallað
um frumvarpið og fer hér á
eftir álit félageins eins og það
kemur fram í bréfi til ASÍ og
„Norðurland“ hefur fengið til
birtingar:
„Breytingar á lagafrum-
varpi þessu miðað við eldri lög
sem nú gilda eru sýnilega gerð
ar eftir kröfu frá Vinnuveit-
endasambandi íslands, og
miða flestar að því að skerða
rétt verkalýðsfélaganna til að
vinna að framgangi mála
sinna á félagslegum grund-
velli. Hættulegasta breytingin
er í 1. grein frumvarpsins, þar
sem því er slegið föstu að stétt
arfélagasambönd, geti farið
með samningsrétt fyrir öll fé-
lög innan sambandsins ef sam
þykktir þess kveða svo á.
Eftir að svona orðalag er
orðið að lögum verður knúið
fast á um að stéttarfélagasam-
bönd nái fram samþykkt um
slíka samningsaðstöðu, en slík
staða ef upp kemur hefur ver-
ið áhugamál atvinnurekenda
yfirleitt um mörg undanfarin
ár.
Sú hætta sem hlýst af þeirri
skipan mála er sú, að verka-
lýðsfélögin í landinu, sérstak-
lega hin fámennari og dreifðu
um landið, missa að verulegu
leyti starfsgrundvöll sinn og
áhuga fyrir velferð stéttarinn-
ar í kjaramálum og einnig til
almennra mála.
Iðja, félag verksmiðjufólks,
er því mótfallin þessari breyt-
ingu.
Félagið er einnig mótfallið
breytingu á 10. gr., 12. gr., 18.
gr., 25. gr., 29. gr. og 32. gr.
Um breytingar á öðrum grein
um er lítið um að segja, sumar
er hægt að þola, en aðrar horfa
frekar til bóta, þótt lítið sé.
En yfirleitt er tilgangurinn
sá að draga úr aðstöðu og
mætti samtakanna í verkfalls-
baráttu með auknu valdi og
ákvörðunum sáttasemjara,
eins og 29. gr. og 32. gr. gefa
til kynna, en á hinn bóginn
verður þess hvergi vart að rétt
arstaða verkalýðsfélaganna sé
aukin eða þeim gert auðveld-
ara að ná fram rétti sínum,
umfram það, sem nú er ákveð-
ið í lögum og kjarasamning-
unum sjálfum."
Verkfalls-
rétturinn
Þær greinar sem Iðja vísar
til og er á móti breytingum á
fjalla annarsvegar um trúnað-
armenn (10.—12. gr.) og er
þar einkum um að ræða stað-
festingu á breytingum sem þeg
ar hafa orðið í raun með
ákvæðum kjarasamninga.
Hinsvegar varða þær verkfalls
r.éttinn eða öllu heldur skerð-
ingu hans (18., 25., 29. og 32.
gr.), þar sem gert er ráð fyrir
m.a., að félagsmálaráðherra
geti frestað í allt að 60 sólar-
hringa vinnustöðvun sem tek-
ur til 100 félagsbundinna laun
þega eða færri og ætla má að
stöðvi mikilvæga atvinnu-
grein. Einnig, að sáttasemjari
geti frestað vinnustöðvun í 5
sólarhringa til að bera fram
miðlunartillögu telji hann lík-
ur á að deilan sé að leysast.
í þessu sambandi er rétt að
benda á, að fáir vinnustaðir á
fslandi hafa fleiri en 100 starfs
menn og að það yrði háð póli-
tísku mati ráðherra hvort um
mikilvæga atvinnugrein er að
ræða. Að því er varðar 5 daga
frestun sáttasemjara hefur það
hingað til verið verkalýðs-
hreyfingin sjálf, en ekki annar
aðili, sem hefur metið stöðuna
og frestað verkfalli ef líkur
hafa verið til að samningar
væru að takast.
29. og 32. gr. eru um at-
kvæðagreiðslu um miðlunar-
tillögur og gert ráð fyrir sam-
eiginlegri atkvæðagreiðslu
óskyldra félaga hvort sem
samninganefndir þeirra eru
því sammála eður ei. Þetta hef
ur tíðkast sumsstaðar á Norð-
urlöndunum og verið gagn-
rýnt harðlega, enda vísust leið
til að sundra annars góðri sam
stöðu verkalýðshreyfingarinn-
ar. Þá er gert ráð fyrir breyt-
ingum á ákvæðum um þátt-
töku í atkvæðagreiðslu, sem
eru atvinnurekendum stórlega
i hag, td. skilyrði um helmings
þátttöku hið minnsta (áður
35%) og endanlegan úrskurð
sáttasemjara um vafaatriði
varðandi atkvæðagreiðslu.
NORÐUKLAND — 5