Norðurland - 10.12.1976, Síða 1
NORÐURIAND
5. tölublað
Föstudagur 10. des. 1976
1. árgangur
Dagvístunarmál á Dalvík
Tekjur af útsvari mæðr-
anna nálgast framlagið
Vinsælt
blað
Við lauslegan útreikning sem
félagsmálaráð Dalvíkur lét
gera á tekjum bæjarfélagsins
af útsvari kvenna, sem eiga
börn á dagheimili bæjarins,
kom í ljós að þær slaga hátt í
þá upphæð sem bærinn ætlar
til dagvistunarmála á fjár-
hagsáætlun sinni.
Rétt rúmar tvær milljónir
eru á fjárhagsáætlun bæjar-
ins til dagvistunarmála, en
tekjum af útsvörum mæðr-
anna, miðað við atvinnutekj-
ur þeirra í októbermánuði sl.
X Ý
t
I
x
X
I
Nýja biaðinu okkar, Norðf
urlandi, hefur verið feykif
vel tekið síðan það hóff
, V
göngu sma fyrir manuði.v
v
Margir hafa hringt og látf
ið í ljós ánægju sína meðf
stækkun, breytt útlit ogf
umfram allt meira ogf
v
betra efni og heillaóskirf
hafa borist víða að, ma.f
alla leið frá Svíþjóð. Enf
það sem segir kannskif
mest um móttökurnar erf
aukin áskrifendatala ogf
hefur vart liðið svo dagurj*
að ekki hafi komið nýr‘|
áskrifandi. f
♦:♦
Þetta er að sjálfsögðuf
hvatning fyrir okkur sem|*
að blaðinu stöndum. Enf
betur má ef duga skal.v
Því er ekki að leyna, að;|;
það er fjárhagslega erfitt*
að koma út slíku mál-f
gagni og því heitum viðf
á þá félaga og stuðnings-*|*
menn Alþýðubandalags-f
ins í kjördæminu, semf
ekki hafa enn gerst áskriff
endur að láta verða af þvíf
hið fyrsta. - vh f
4 mættu
hjá Lárusi
Sem kunnugt er hélt Stefán
Jónsson alþingismaður þrumu
fund með hjalteyringum í
haust, þar sem flestir þorps-
búar mættu.
Síðan þetta gerðist hafa
íhaldsmenn setið heldur gneyp
ir og þar kom, að ákveðið var
að bæta úr betur og boðaði
Lárus Jónsson alþm. til ann-
ars fundar á Hjalteyri fyrir
nkömmu.
Þann fund sóttu fjórir!
mundu verða 1.7—1.8 millj.
króna yfir árið, sem aftur töp
uðust bænum ef konurnar
ynnu ekki úti vegna vöntunar
á dagheimili.
Sem sjá má er hér aðeins
reiknað með tekjum mæðr-
anna, en útsvör feðranna ekki
te'kin með í reikninginn né
hverjar tekjur töpuðust bæn-
um ef þeir hættu að vinna og
sætu heima yfir börnunum.
25 þegar flest er
Rekstur dagheimilis allt ár-
ið hófst í fyrrahaust, en áður
hafði verið rekið dagheimili í
skólanum á sumrin. Nú er
skátaheimilið leigt til þessara
nota. Það er nokkuð stórt hús,
en fremur óheppilegt, sérstak-
lega lóðin, sem er eitt forar-
svað þegar rignir auk þess
sem ekki hefur fengist heim-
ild til að reisa nógu háa girð-
ingu kringum hana.
Samkvæmt normi mennta-
málaráðuneytisins ættu börn-
in á heimilinu að vera 17, en
þau eru þar nú 25 þegar flest
er í einu, eftir hádegið, en að-
eins 8—10 eru allan daginn,
hin annaðhvort á morgnana
eða síðdegis. Á biðlista eru að
eins 8 sem stendur, en væru
líklega fleiri ef fólk teldi
nokkra möguleika á að koma
börnum að.
Forstöðukona heimilisins er
Margrét Vallý Jóhannesdóttir
og gaf hún Norðurlandi þess-
ar upplýsingar. Hún sagði
erfitt að fá fóstrur til starfa
úti á landi vegna verri að-
stöðu og af því að þaðan væri
erfitt að fylgjast með nýjung-
Framhald á bls. 6.
Konur á Kópaskeri
á kafí í rækjunni
Mikil atvinna hefur verið á
Kópaskeri síðan rækjuveiðar
voru hafnar í haust, en þaðan
eru nú gerðir út 3 bátar, Þing
ey, Frosti og Kópur og hafa
aflað uppundir 100 tonn síðan
í byrjun október.
Ásókn er geysimikil á þessi
nýju rækjumið, sem eru inn-
arlega í Öxarfirðinum, að
heita má alveg uppundir land-
steinum, og sækja þangað
bæði húsvíkingar og akureyr-
ingar auk heimamanna. Rækj -
an er sérstaklega stór og góð
og það svo, að hún mun notuð
í auglýsingaskyni til að afla
markaða erlendis. Gæðin má
þakka því, að miðin eru ný-
fundin, þá er rækjan venju-
lega best.
Við liggur, að sumum þyki
atvinnan um of, húsmæður
kvarta yfir að komast varla
yfir verkin heima og kaupfé-
lagið hefur átt í erfiðleikum
með að fá kvenfólk í slátur-
gerðina, sem hefur verið mikil
undanfarna vetur. Flestar kon
urnar í rækjunni vinna hálfan
daginn, en sumar allan og
stundum er vinnan frá 8 að
morgninum til 11 á kvöldin,
því alltaf verður að vinna allt
upp þarsem rækjan þolir illa
geymslu.
8 hús í byggingu
Mikið hefur verið byggt
undanfarið ár og eru nú 8 hús
í byggingu á Kópaskeri og
reyndar flutt í sum, þótt þau
séu ekki fullkláruð.
Færð er leiðinleg um þess-
ar mundir og vegir slæmir í
námunda við Kópasker, enda
ékkert gert sl. ár þeim til við-
halds. Fyrir uþb. hálfum mán
uði hlóðst upp á veginum
bleytusnjór og honum hefur
ekki verið ýtt af. í sumar voru
byggðar 3 brýr í stað þeirra
sem eyðilögðust í jarðskjálft-
unum og þýkir víst þarmeð
nóg að gert í vegamálun-
um. — Ragnar.
Tímamót
Nýafstaðið ASÍ þing
markar tímamót í sögu
íslenskrar verkalýðshreyf
ingar. Með því var hafið
tímabil sóknarbaráttu í
stað varnar og það sem
meir er inn vert, hafið á
ný tímabil pólitískrar
kjarabaráttu.
Um ASÍ þingið er fjall-
að bæði í leiðara blaðsins
og pistli vikunnar í dag,
en hér að ofan er svip-
mynd frá þinginu: Magn-
ús L. Sveinsson kynnir
Eðvarði Sigurðssyni for-
seta þingsins og Birni
Jónssyni forseta ASÍ nið-
urstöður sögulegs mið-
stjórnarkjörs.
Æfa fyrir jólin
Ólafsfirði, 8. desember. —
Félagslíf glæðist þessar vik-
urnar og er nú Karlakór Ólafs
fjarðar farinn að æfa og ætlar
að halda konsert um jólin.
Frank Herlufsen stjórnar. Kon
ur undirbúa hnisvegar basar.
Þær hafa styrkt elliheimilis-
bygginguna og vinna nú að
fjáröflun fyrir Sólborg á Ak-
ureyri. — Björn Þór.
Skóladagheimili starfar
á Akureyri frá áramótum
Það fyrsta utan Reykjavíkur
Svo sem fram hefur komið í
fréttum undanfarið, festi Ak-
ureyrarbær fyrir nokkru
kaup á húseigninni Brekku-
götu 8 í því skyni að reka þar
skóladagheimili, og mun fé-
lagsmálaráð Akureyrar fara
með yfirstjórn þess.
Um þessar mundir eru dag-
vistunarmál nokkuð í brenni-
depli umræðna, og hefur ver-
ið gert myndarlegt átak af
hálfu starfshópa til þess að
kynna ahnenningi í landinu
ástand og horfur innan þess
málaflokks.
Skóladagheimili á Akur-
eyri er það fyrsta, sem tekur
til starfa utan Reykjavíkur,
og verður að teljast góður
áfangi í dagvistunarmálum
þessa bæjar, en þau hafa sem
kunnugt er verið fjarri því að
geta talizt í viðunandi horfi.
Forsaga þessa máls er sú, að
haustið 1975 urðu ýmsir for-
ystumenn skóla og heilbrigð-
ismála á Akureyri til þess að
vekja athygli á því, að brýn
þörf væri á skóladagheimili
hér í bænum.
Reyndist vel
Þá um áramót var hafinn
tilraunarekstur skól'adag-
heimilis í leiguhúsnæði að
Oddeyrargötu 32 og stóð til
vors. Starfræksla þess ama
reyndist vel og lofaði góðu, en
ekki var unnt að halda áfram
óslitið haustið 1976, þar eð
húsnæðið var einungis til
bráðabirgða.
Nú í júní 1976 fór Félags-
málaráð þess á leit við bæjar-
ráð Akureyrar, að kaup á hús
eigninni Brekkugötu 8 yrðu
könnuð, og síðar kom einnig
fr’am, af hálfu Menntamála-
ráðuneytisins, að það teldi
þetta húsnæði einkar heppi-
legt til þess að reka þar skóla-
dagheimili.
í lok október var svo geng-
ið frá kaupunum, og til stend-
ur, að skóladagheimili taki til
starfa upp úr áramótum, og
hefur Félagsmálastofnun aug-
lýst eftir starfsfólki.
Skól'adagheimili þetta er
ætlað börnum á skólaskyldu-
aldri, og er áætlað, að það
verði starfrækt fimm daga
vikunnar frá kl. 8.00 til kl.
17.00 þann tíma árs, sem skól-
ar eru starfandi.
Tilgangurinn
Tilgangur heimilisins er
fyrst og fremst sá að jafna
aðstöðu barna og unglinga til
náms, annarsvegar með því að
veita börnum athvarf og að-
hlynningu, sem ella væru ein
síns liðs að degi til vegna úti-
vinnu foreldra, en væntanlega
er öllum kunnugt, að ein fyrir
vinna nægir ekki til fram-
færslu meðalheimilis hvað þá
stærri á þessum síðustu og
verstu' tímum. Hins vegar er
Framhald á bls. 6.