Norðurland - 10.12.1976, Page 4

Norðurland - 10.12.1976, Page 4
NORÐURLAND Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Böðvar Guðmundsson, Helgi Guðmundsson, Soffía Guð- mundsdóttir, Þórir Steingrímsson, Þröstur Ásmundsson. Ritstjóri: Vilborg Harðardóttir (ábm.) Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Eiðsvallagata 18, sími 21875 Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins l\leð hvaða vopnum Nýafstaðið ASl þing er boði þess að vænta megi betri tíma í málum launafólks á íslandi. Ályktun þingsins xun lág- launamál, þess eðlis að enginn skuli hafa lægri mánaðar- laun en næmi eitthundrað þúsund krónurn miðað við núverandi kaupgjald, sýnir kannski betur en margt annað að skilningur íslensks verkafólks er ekki lengur bundinn við það að semja um krónur og aura á kostnað annars starfshóps, heldur að djarfa fyrir nýrri heildarsýn, nýrri samstöðu og stéttlægri vitund fólks sem hefur nógu lengi slitið sérnit til arðráns á sultarkjörum. Tilraunir íhalds- ins til að sundra verkafólki í innbyrðis fjandsamlega hópa verða líka æ örvæntingarfyllri, og meira í ætt við fasisma en áður hefur verið. Það gæti ært óstööugan að fara að telja upp allt þeirra gal og hjal um verkalýðsmál undan- farið, allt frá fyrirlitningarorðum Péturs Sigurðssonar um „maóstráka með kventöskur“ til skörulegrar framgöngu Halldórs Blöndals á nýafstöðnu þingi ASÍ. Enda skal það ekki tíundað frekar. En án alls gamans væri unnt að velta því fyrir sér hvað gerðist ef krafan um hundrað þúsund króna lágmarkslaun yrði sett fram af fullum Irrafti nú innan skamms. Hvaða þjóðfélagshópar myndu þar með jafna með sér lífskjörum, hver yrði gagnráð- stöfun afturhaldsins og hver eru vopn verkalýðsins. Það er deginum ljósara að þessi ríkisstjórn hefur ekki hlaðið undir launþega af neinu tagi. Að vísu eru enn til nokkrir launþegahópar sem hafa bærileg, jafnvel góð, mánaðarlaun, td. lælcnar, bankastjórar, flugmenn og ráðu- neytisstjórar. Það mætti kannsld finna nokkra fleiri, en samanlagt er þetta þó svo lítill hluti launþega að hann breytir svo til engu af heildarmyndinni. — Hins vegar hafa verslunareigendur og heildsalar verið verndaðir sér- staklega síðan 1974. Allt hefur verið gert til að vernda þá, sömuleiðis hvers konar smákónga í liði íhaldsins, brask- ara, skattsvikara og þjófa. Það er þessi félegi hópur sem yrði að láta eitthvað af hendi svo að krafan um hundrað þúsund króna lágmarkslaun yrði að veruleika. Jafnvel þótt kaup alha lækna væri fært ofan í þetta lág- mark myndi það ekki duga til að hækka kaup allra dag- Iaunamanna eða barnakennara upp að markinu. Það virðist því liggja í augum uppi að á bak við þessa kröfu sé samstæður og sterkur vilji um róttæka breytingu á þjóðfélaginu, breytingu sem raskaði valdahlutfalli veru- lega, jafnvel snéru því við. Hvaða vopn eiga verkafólk og launþegar sem duga til slíkrar breytingar? Verkfall hefur löngum verið hin eina friðsamlega leið verkalýðs til að ná fram settum kröfum. Auðvitað yrði að beita því enn einu sinni, þvinga þessa andstyggðar ríkisstjórn til undanhalds og uppgjaf- ar. Þetta óttast líka ríkisstjórnarliðið og hefur sér til bjargar á elleftu stundu sett fram vinnumálafrumvarp til að geta nú í laganna nafni sigað lögreglu og dómurum á verkfallsfólk. Það þarf engan stórspeking til að sjá að þetta frumvarp stjórnarliðsins er sett fram í þeirri von að lengja enn um skeið eymdarástand launafólks og auka þannig í sjóði bröskurum og glæpmönnum. Og ef frumvarpið verður nú ekki að lögum í tæka tíð, — og ef krafan um Iágmarkslaunin verður sett fram með voldugri verkfallshótun, — hvað þá? Rætist þá kannski sú gamla stjórnhyggja Bjarna Benediktssonar að gott sé að hafa bandarískan her í landinu ef íslendingar hyggja á ótímabært brölt og skaðlegt? B. G. Snær. Jólasvipur á Húsavík, 9. des. Jólasvipur er að færast yfir Húsavík. Jörð er alhvít, en færð allgóð, bæði fyrir gangandi og akandi. Verslanir eru búnar að birgja sig upp af jólavörum og greini legt, að fól(k er farið að gera jólainnkaup. Nóg er á boðstólum, mest ber auðvi'tað á ýmsum gjafa- vörum, svosem leikföngum með lágu álagningunni og fleira glingri og svo auðvitað öll'um jólabókunum. Gæftir hafa verið mjög stirðar að undanförnu og lítill afli borist á land. Atvinna hef Saumastofan Prýði hf. á Húsa vík hefur ákveðið að greiða starfsfólki sínu sem svarar ein um mánaðarlaunum í uppbót eftir árið. Var þetta samþykkt á síðasta aðalfundi hlutafé- lagsins. — Við höfum verið mjög heppnir með starfsfólk, sagði framkvæmdastjórinn Guð- mundur Hákonarson í viðtali við fréttaritara Norðurlands. Þetta geta fyrirtæki gert, sem búa við traust og gott starfsfólk, en kannski er þetta 'líka spurning um vilja og manneskjulegheit við það fólk, sem vinnur á einhverju l'élegasta kaupi, sem greitt er á íslandi í dag. Gengur vel Hlutafélagið um saumastof- una Prýði var stofnað 1971 og eru hluthafar margir, en þeir stærstu Húsavíkurbær og Verkalýðsfélag Húsavíkur. Guðmundur framkvæmdastj. sagði reksturinn ganga vel, einkum 2 síðustu árin. Upp- haflega var framleiddur í saumastofunni fatnaður fyrir Hagkaup, en nú er svotil ein- göngu framleitt til útflutnings í samvinnu við SÍS, sem sér um mest af hönnun þess fatn- aðar, sem stofan saumar. Prýði er í samtökum norð- lenskra sauma- og prjóna- stofa, en sérstakur fram- kvæmdastjóri samtakanna sér um ýmis sameiginleg innkaup, sölusamninga og önnur sam- Snær Karlsson segir fréttir frá bænum ur þyí verið mjög lítil hjá þeim sem byggja afkomu sina á vinnu við sjávarafla. Er hætt við að þröngt sé í búi hjá mörgu því fólki, enda vinna hjá því verið stopul í áldt haust. Ríkisstjórnin reynir þó að gleðja þetta fólk og aðra sem hún getur og er byrjuð að senda jólapakkana. í þessari viku fengum við hækkun á landbúnaðarvörum og er ekki að efa að hún reynir að sjá til þes-s, að landslýður fari ékki sameiginleg vélakaup. Sauma stofan er í leiguhúsnæði í eigu Kaupfélags Þingeyinga og er húsnæðið sæmilega góður sal- ur og tvö herbergi. Guðmund- ur segir, að kaupfélagið hafi reynst mjög liðlegt við sauma stofuna þótt það eigi þar ekki neinna beinna hagsmuna að gæta. Og svo fyrir rússann — Sem stendur erum við að sauma fyrir Evrópumarkað, sagði Guðmundur, en eftir ára mót förum við að framleiða fyrir rússana. Viðskiptin við þá hafa tryggt okkur mikla vinnu hér. Mikil óánægja er ríkjandi með al húsvíkinga vegna lélegra móttökuskilyrða þar fyrir hljóðvarps- og sjónvarpssend- ingar og samþykkti bæjar- stjórn Húsavíkur eftirfarandi ályktun á fundi sínum 2. des. sl.: „Bæjarstj. Húsavíkur fagnar endurbótum á dreifingu sjón- varps til íbúa á Vestur og NorS urlandi, vestan Vaðlaheiðar með tilkomu örbylgjusend- inga. Jafnframt minnir bæjar- stjórnin á, að þessar endur- bætur koma sjónvarpsnotend- Frá Húsavik — séð yfir hæinn Míklai Fiskiðj Brýnasta verkefnið framund- an hjá Fiskiðjuveri Húsavík- ur er að byggja sérstakan sal fyrir vinnsluvélarnar, draga úr hávaða og bæta vinnuað- stöðu verkafólksins að dómi framkvæmdastj., Tryggva Finnssonar. -— Næsti áfangi í bygginga- málunum, sagði Tryggvi í við tali við fréttamann Norður- lands, — er að byggja þennan sál norðan við Fiskiðjuverið og flytja vél-arnar úr vinnu- salnum. Það er orðið mjög að- kallandi að þetta geti orðið sem fyr-st, því hávaðinn frá vélunum er mikill og þreyt- andi, þar sem oft vill verða langur vin-nudagur þegar miki-11 afli berst að. Við höf- um gert töluvert í að bæta að stöðuna fyrir fólkið, sagði hann, en þurfum að gera enn betur. í hau-st keyptum við frá Sví þjóð verksmiðju til að fram- leiða svokalláðan röraís, sem þykir mun betri en sá sem við getum fram'leitt nú og er þar að auki ódýrari í framleiðslu. Ka-upverðið á ísverksmiðjunni var mjög ha-gstætt, hún er að vísu notuð, en þarfnast ekki annarra viðgerða og endur- nýju-nar en þeirra sem starfs- menn okkar geta framkvæ-mt. um á Húsavík og þar í grennd, að takmörkuðu gagni meðan örbylgjukerfið nær aðeins til Vaðlaheiðar og því eru mót- tökuskilyrði fyrir sjónvarp á Húsavík ennþá léleg, t. d. er texti tvöfaldur. Á fundi bæjarstjórnar Húsa víkur í desember 1973 var samþykkt harðorð ályktun vegna ófremdarástands á út- sendingum hljóðvarps frá end urvarpsstöðinni á Húsavík. Nú að þrem árum liðnum er ennþá notast við sama send- inn, sem er venjulegur talstöðv í jóla-köttinn. „Prýði64 starfar af prýðis Fá mánaðarlaun í uppbót á kauplð eiginleg hagsmunamál, þám. Öánægja með /é/e{ — Vilja fá sendi fyrir hljóðvarp

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.