Norðurland - 18.03.1977, Síða 6
OAGBÓk VlkliNNAR ...
• Umhelgina
Hátíðamessa í lok kirkjuviku
í Akureyrarkirkju sunnudag-
inn 20. mars kl. 2 eh. Biskup-
inn yfir íslandi, herra Sigur-
björn Einarsson prédikar.
Sunnudagaskóli Akureyrar-
kirkju 20. mars kl. 11 fh.
Sálarrannsóknafélagið: Fund-
ur í litla salnum, Varðborg,
kl. 9 sunnudagskvöld 20. þm.
Kvenfélagið Framtíðin: Árleg
merkjasala laugardaginn 19.
mars. Ágóði rennur í Elliheim
ilissjóð félagsins.
IOGT-bingó á Hótel Varðborg
föstudag 18. mars kl. 20.30.
Sjálfsbjörg: Spilakvöld í Al-
þýðuhúsinu sunnudag 20.
mars kl. 8.30 eh.
Köku- og munabasar kvenna-
deildar Styrktarfélags vangef
inna að Hótel Varðborg laug-
ardag 19. mars kl. 15.
Geðverndarfélag Akureyrar:
Köku- og munabasar á Varð-
borg sunnudag 20. mars kl.
3 eh.
• Næsta vika
Opið hús fyrir aldraða mið-
vikudag kl. 3 á Hótel Varð-
borg.
IOGT St. Brynja nr. 99: Fund
ur mánudag 21. mars kl. 9 sd.
í Félagsheimili templara,
Varðborg.
Föstumessa í Akureyrarkirkju
miðvikudagskvöld 23. mars
kl. 8.30.
• Ferðalög
Ferðafélag Akureyrar: Gler-
ár dalur -Kerling. Lagt upp
laugardaginn 19. mars kl. 14.
Gist í Lamlba, gengið á Kerl-
ingu á sunnudag. Um næstu
helgi, laugardag 26. mars,
verður skíðagönguferð. Þátt-
taka tilkynnist kvöldið fyrir
ferðir í síma 23692 kl. 19—21.
Ath. Þeir sem hafa hug á snjó
bílsferðinni um páskana láti
skrá sig sem fyrst.
• Sýningar
Gallery Háhóll: Grafiksýning
ophuð kl. 15 laugardag. Opið
virka daga kl. 18—22, helgar
kl. 14—22.
• Leikhús
Leikfélag Akureyrar: „Sölu-
maður deyr“ sýnt á föstudag
og á sunnudag kl. 20.30.
Leikfélag M.A. frumsýnir „Ó
þetta er indælt stríð“ fimmtu-
daginn 24. mars kl. 8.30 sd. í
Samkomuhúsinu.
• Kvikmyndir
Sýningum fer senn að ljúka á
myndinni „Logandi víti“ 1
Borgarbíó, en uppselt hefur
verið á allar sýningar til þessa.
Þess má geta, að í anddyri
hússins sýnir Slökkvilið Ak-
ureyrar slökkvidælu módel
1906 í tilefni kvikmyndsaýn-
ingarinnar, en myndin fjallar,
einsog áður hefur verið sagt
frá, um ævintýralegan flótta
undan eldsvoða í skýjakljúf.
Næsta mynd Borgarbíós
verður Marathon Man, sem
ekki er síður spennandi þótt á
annan veg sé, en hún var jóla
mynd Háskólabíós og sýnd
vikum saman. Leikstjóri er
John Schlesinger og aðalhlut-
verkin í höndum frábærra
leikara, Dustin Hoffmans og
Laurence Oliviers, sem fékk
óskarsverðlaunin fyrir leik
sinn í þessari mynd.
Á sunnudag kl. 3 er á dag-
skrá fyrir börnin Lína lang-
sokkur fer á flakk.
Að lokum má geta þess, að
mynd Reynis Oddssonar,
Morðsaga, verður sýnd mjög
bráðlega í Borgarbíói.
• Nöfnin rugluðust
Línubrengl varð til að rugla
nöfnum stjórnarmanna í Sjó-
mannafélagi Eyjafjarðar í
frétt í síðasta tölublaði NORÐ
URLANDS. Eru viðkomandi
beðnir afsökunar á þessum
mistökum, en rétt er stjórnin
þannig skipuð: Formaður Guð
jón Jónsson, varaformaður
Ragnar Árnason, ritari Ár-
mann Sveinsson, gjaldkeri
Matthías Eiðsson og meðstjórn
andi Jón Hjaltason.
• Leiðrétting
í „Pistli vikunnar“ 4. þm.
féll niður ein lína, þannig að
merking öll brenglaðist.
Minnst var á þann mun sem
er á afstöðu hinna tveggja
meginfylkinga í alþj. verka-
lýðshreyfingu til „leikreglna“
borgaralegs samfélags. Rétt
hljóðar málsgreinin svona:
„M. ö. o.: kratar vilja fylgja
í einu og öllu leikreglum borg-
aralegs þjóðfélags og stuðla
þannig í raun og veru að því
að viðhalda arðráni manns á
manni um alla eilífð.“
Af setningunni eins og hún
var mátti ráða, að höf. væri
haldinn þeirri meinloku
margra vinstri sirma að telja
okkar góðviljuðu krata svo
slæma, að þeir vildu bókstaf-
lega „arðrán manns á manni
um alla eilífð“. Svo er ekki.
Það getur hinsvegar verið tals
verður munur á því sem menn
vilja og því sem þeir koma
hlutlægt til leiðar.
• Gerningar í útvarpi
Fjenda stígur flokkurinn
fram í ljósi skæru,
til að sýna tófuskinn
teygt í sauðargæru.
S.
Virðingarleysi eða hvað?
t>annig hljóðar fyrirsögn for-
-rstugreinar síðasta heftis tíma
vitsins „Heimili og skóli“, sem
blaðinu hefur nýlega borist, en
það er gefið út af Kennara-
sambandi Norðurlands eystra.
í greininni er bent á hve
lengi starf kennarans hafi ver
ið lítils metið og nánast ætlast
til, að hann fengi launað með
himnaríkisyist að loknu ævi-
starfi, — „en þótt guðsbless-
unin sé vissulega góð, er ekki
víst að til lengdar verði lifað
á henni einni,“ segir blaðið:
„Kennarastéttin hefir sýnt
það á liðnum árum að hún
er seinþreytt til vandræða, en
svo lengi má brýna deigt járn
að bíti um síðir.
Um nokkurt árabil mátti
kennarastéttin horfa upp á
það, að kennaramenntuninni
væri beinlínis ýtt til hliðar af
stjórnvöldum og Kennarahá-
skólinn gerður að einum af
menntaskólum landsins með
þeim árangri að á undanförn-
um árum hefir gengið afar
illa að ráða kennaralært fólk
að skyldunámsskólunum.
Nú þegar byrjar að rofa til
og nemendum við Kennarahá-
skólann fjölgar, er aftur veist
að stéttinni og á þann veg að
kennaramenntunin er mis-
jafnt metin til launa eftir því
'hvenær kennaraprófið er tek-
ið. Hvenær hefur slíkt þekkst
um embættispróf annarra
starfsstétta þjóðfélagsins? Eða
er það kannski virðingarleysi
fyrir kennarastéttinni sem því
veldur?“
Ráðist á samþættingu
í tímaritinu er að venju
margt áhugavert efni varð-
andi uppeldis- og skólamál,
ma. skrifar Jónas Pálsson 4.
og síðustu grein sína um kenn
aramenntun, Valgarður Har-
aldsson skrifar um Hárjedal í
Svíþjóð og ráðstefnu um skóla
mál í dreifbýli sem þar var
haldin og Bernharð Haralds-
son B.A. fjallar um stöðu les-
greinanna í skólakerfinu með
hliðsjón af þeirri endurskoðun
sem nú fer fram. Má ætla, að
þar um eigi ýmsir eftir að láta
heyra frá sér með og móti,
því hann ræðst óvægilega að
þeirri samþættingu náms-
greina sem nú er boðuð og
markmiðum endurskoðunar
námsefnis í samfélagsfræði.
Þá er birtur í ísl. þýðingu
fyrirlestur sænska myndlist-
arkennarans Theodors Pauck-
stadts um listfræðslu, og grein
frá UNESCO um Opna háskól
ann svokallaða.
Bridgefélag Akureyrar:
Lokið firma- og
einmermingskeppni
Sparisjóður Glæsibæjarhrepps
sigraði í firmakeppni Bridge
félags Akureyrar, en fyrir
hann spilaði Alfreð Pálsson.
Sigurvegari í einmennings-
keppninni, sem spiluð var
jafnhliða, varð Soffía Guð-
mundsdóttir.
í firmakeppninni voru spil-
uð alls 30 spil fyrir hvert fyrir
tæki og var meðalárangur 90
stig. Röð fimm efstu fyrirtækj
anna er þessi (nafn spilara
innan sviga):
1. Sparisjóður Glæsibæjar-
hrepps 124 stig, (Alfreð Páls-
son).
2. Gufupressa Akureyrar 123
(Soffía Guðmundsdóttir).
3. Vör hf., skipasmíðastöð 121
stig (Ármann Helgason).
4. Læknamiðstöðin 117 stig
(Guðmundur Svavarsson).
5. Útgerðarfélag KEA 116 stig
(Gunnlaugur Guðmundsson).
í einmenningskeppninni
réði samanlagður árangur í
þremur fyrstu umferðunum.
Einmenningsmeistari Bridge
félags Akureyrar 1977 varð
Soffía Guðmundsdóttir, en
hún var eina 'konan sem spil
aði í keppni þessari. Meðalár
angur var 270 stig.
Röð estu manna var þessi:
1. Soffía Guðmundsd. 314 stig.
2. Alfreð Pálsson 313 stig.
3. -4. Ármann Helgason og Jó
hann Gauti 308 stig.
5. Þcirmóður Einarsson 307 st.
6. Gunnl. Guðm.son 306 stig.
7. Guðm. Svavarsson 301 stig.
8. Ólafur Ágústsson 300 stig.
9. Stefán Ragnarsson 287 stig.
10. Sveinn Sigurgeirss. 286 st.
11. Hörður Steinbergss. 285 st.
12. Arnald Reykdal 282 stig.
Keppnisstjóri var Albert-
Sigurðsson.
Stuðningsyfirlýsing;
við Alþýðuleikhúsið
Stjórn íslendingafélagsins í
Lundi hefur beðið um birt-
ingu eftirfarandi stuðnings-
yfirlýsingar:
„Alþýðuleikhúsið kom í
heimsókn til Lundar 6. desem
ber sl. og sýndi leikritið
Krummagull við mjög góðar
undirtektir. Hefur það vakið
athygli hér í Svíþjóð, að ís-
lenskur leikhópur treystir sér
til að kynna á þennan hátt ís-
lenska menningu, án þess að
njóta nokkurra opinberra
styrkja, en opinberir styrkir
til hliðstæðra leikhúsa hafa
nýlega verið hækkaðir mikið
í Svíþjóð.
Bæði í þakklætisskyni fyxir
heimsóknina og til þess að
styðja hið gagnmerka framtak
Alþýðuleikhússins samþykkti
aðalfundur íslendingafélags-
ins í Lundi 20. febrúar sl. að
kaupa tvö styrktarkort Al-
þýðuleikhússins. Einnig býðst
félagið til að greiða götu leik
hússins eftir bestu getu, ef
það á nýjan leik vill ferðast
um Norðurlönd og kynna
þannig íslenska leiklist.“
Leikfélag
Akureyrar
Sölumaður
deyr
eftir Arthur Miller
Sýning föstud. kl. 20.30
Sýning sunnud. kl. 20.30
Miðasala kl. 5 —7 daginn
fyrir sýningardag og kl.
5 — 8.30 sýningardaginn
Sími11073
6 — NORÐURLAND