Norðurland


Norðurland - 18.03.1977, Qupperneq 8

Norðurland - 18.03.1977, Qupperneq 8
NORÐURLAND Föstudagur 18. mars 1977 MÁLGAGN SÓSÍALISTA í NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA Bústólpi með fyrsta húsið við framtíðarhöfn Akureyrar Bústólpi h£. hefur reist fyrstu bygginguna við framtíðarhöfn Akureyrar, fóðurgeymslu og afgreiðsluhús með öllum ný- tísku búnaði, þám. geymum fyrir 600 tonn af lausu fóðri og aðstöðu til að blása fóðr- inu beint úr skipi í húsið. Forráðamenn Bústólpa hf., sem stofnað var 1968 af nokkr um bændum í og við Eyja- fjörð, héldu uppá þennan áfanga sl. laugardag og buðu þá ma. blaðamönnum að skoða húsið, sem er að flatarmáli 700 fermetrar og 4200 rúm- metrar. Auk lausfóðurgeym- anna er 400 fermetra pláss fyr ir sekkjað fóður og aðstaða til blöndunar og sekkjunar. Hús- ið tekur alls 1500 tonn af fóðri. Þegar lausa fóðrinu hefur ver ið blásið inní húsið tekur snig- ill við og flytur í geymana og sniglar verða einnig notaðir við hleðslu á fóðurbíla og í sekkjunar- og blöndunarvél- ar. Húsið er teiknað af Birgi Ágústssyni, yfirverktaki var Sveinn Jónsson húsasmíðam. Ytra-Kálfsskinni, verkstjóri Jósavin Gunnarsson, múrara- meistari Sigurður Hannesson, Raftákn hf. teiknaði raflagnii og Raforka sá um þær. Keppa við KEA Jónas Halldórsson, Eiríkur Sigfússon og Guðmundur Þórisson stjórnarmenn Bú- stólpa og Jón Heiðar Kristins- son framkvæmdastj. sýndu húsið og röktu þá, að frá stofn un hefði aðaltilgangurinn ver- ið innflutningur og sala á kjarnfóðri og hafa frá upp- hafi verið höfð hagstæð við- skipti við Korn- og Foderstof Compagniet í Danmörku. Töldu þeir sig hafa getað selt fóðurvöru á lægra verði en aðrir innflytjendur. Guðmund ur sagði, að ætlunin hefði enn fremur verið að rjúfa einok- un kaupfélagsins, sem hann taldi hafa fjarlægst upphaf- legt markmið sitt. Bústólpi bryddaði fljótlega uppá ýmsum nýjungum í fóð- urblöndun í samráði við ráðu nauta og fóðurfræðinga, kom td. fyrst með á markaðinn fitu bætta blöndu og C-blöndu. Fljótlega var stefnt að hús- byggingu og í ágúst 1972 fékk fyrirtækið lóðina, sem húsið er nú risið á, hið fyrsta við framtíðarhöfnina. Úr sýningu Leikfélags Húsavíkur á leikriti Millers „í deiglunni“. Frá vinstri: Kristján Jón- asson, Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Anna Ásmundsdóttir og Ingimundur Jónsson. (Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík) í deigluimi“ á Húsavík 11 Heilsteyptri sýningu geysi vel tekið af áhorfendum Leikfélag Húsavíkur frum- sýndi leikrit Arthurs Millers „í deiglunni“ á þriðjudags- kvöld við geysi góðar undir- tektir áhorfenda sem fögnuðu Ieikurum og leikstjóra með langvarandi lófataki og blóm- um. Haukur J. Gunnarsson leik- stjóri setti leikinn á svið og gerði leikmynd ásamt Svein- birni Magnússyni, einnig teikn aði Haukur búningana. Har- aldur Bárðarson er sýningar- stjóri og ljósameistari Grímur Leifsson. Fjölmargir leikarar koma fram í leiknum: Ingi- mundur Jónsson, Anna Ás- mundsdóttir, Anna Jeppesen, Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Val gerður Kristjánsdóttir, Bene- dikt Sigurðsson, Árnína Dúa- Ó þetta er indælt frumsýnt í næstu síðan haldið til Ísaf jarðar og sýnt þar stríð viku Nk. fimmtudagskvöld frum- sýnir Leikfélag Menntaskól- ans á Akureyri leikritið „Ó, þetta er indælt stríð“ undir stjórn Þórhildar Þorleifsdótt- ur. Milli 40—50 manns taka þátt í sýningunni sem leikarar eða aðstoðarfólk. Að sögn Önnu Sigurjóns- dóttur formanns Leikfélags- ins er hér um að ræða mjög fjörugt og skemmtilegt stykki með miklu af dönsum og söngvum og ætti að falla 1 geð jáffit eldra og yngra-fólki. Æfingar hafa staðið yfir síð an í byrjun febr'úar og hefur ríkt mikill áhugi meðal leik- ara og velvilji meðal kennara, sem hafa verið jákvæðir, og skólameistara, sem hefur gert allt til að greiða götu okkar, sagði Anna. „Ó, þetta er indælt stríð“ var sýnt á sínum tíma í Þjóð- leikhúsinu við miklar vinsæld ir, en upphaflega hjá Theatre Workshop í London og er eft- ir stjórnanda þess Joan Litle- wood og Charles Hilton. Auk Þórhildar kom norður sem áður segir á fimmtudags- kvöld kl. 20.30, en síðan verð- ur haldið til ísafjarðar strax daginn eftir og sýnt þar tvisv ar og einu sinni á Bolungar- vík. Fellur sú ferð saman við íþróttaferð, sem nemendur M.A. fara til að keppa við nemendur menntaskól«ns á ísafirði. Að þeirri ferð lokinni hefjast aftur sýningar á Akur eyri og nágrannabyggðum. dóttir, María Axfjörð, Krist- ján Elís Jónasson, Kristjana Helgadóttir, Guðrún Kr. Jó- hannsdóttir, Bjarni Sigurjóns son, Herdís Birgisdóttir, Svav ar Jónsson, Einar Njálsson, Kenneth Páll Price, Úlfhildur Jónasdóttir og Hjörtur Sig- urðsson. r Sýningin er hnökralítil, vel uppfærð, sterk og heilsteypt og vitnar um vandaða vinnu af hendi leikstjóra og leikara. Fá 25-400 þús. ikr. á hektarann undir aðveituæð Bæjarstjórn Akureyrar stað- festi á síðasta fundi sínum samning við landeigendur þar sem aðveituæð hitaveitu fer yfir lönd. Greiðir bærinn sam kvæmt samningum fyrir 20 metra breiða ræmu gegnum landið og er grunnverð miðað við hagnýtingartap þannig, að greiddar eru 400 þús. kr. fyrir hektara af túni, 150 þús. kr. pr. ha á ræktunarhæfu og grónu landi og 25 þús. kr. pr. ha á ræktunarhæfu en ógrónu landi. Það kom fram, að búið er að semja við landeigendur í Öngulsstaðahreppi austan ár á þessum grundvelli og fá þeir um leið tengingarrétt við hita veituna, en munu síðan greiða afnot í samræmi við reglu- gerð Hitaveitu Akureyrar á hverjum tíma. Þórhildur Þorleifsdóttir. vegna sýningarinnar Messíana Tómasdóttir, sem hefur teikn- að leikmynd og búninga, en undirleikari á sýningum verð- ur Tom Jackman og ljósa- meistari Friðjón Axfjörð. 18 leikarar koma fram, en aðal- hlutverk eru engin, allir hafa ámóta mikið að gera. Þá hafa 20—30 manns aðstoðað við sýninguna á ýmsan hátt. Taldi Anna ómetanlegt fyrir nem- endurna að fá tækifæri til að starfa svona í hópvinnu. Sýningar verða í Samkomu húsinu á Akureyri, sú fyrsta móttökur, sem klúbbfélagar girni og óumburðarlyndi fyrir Framhald á bls. 7. Lionsmenn halda bingó til ágóða fyrir Sólborg Lionsklúbbur Akure'yrar efnir á sunnudaginn, 20. mars, til fjáröflunar með bingó í Sjálf- stæðishúsjnu fyrir börn og unglinga síðdegis og fullorðna um kvöldið. Ágóði á allur að renna til Vistheimilisins Sól- borgar, segir í fréttatilkynn- ingu klúbbsins og reynt verð ur að vanda til skemmtan- anna einsog frekast er unnt. Klúbburinn færir akureyr- ingum alúðarþakkir segir ennfremur, fyrir þær hlýju Vekur undrun manns og ánægju, hvað leikstjóranum hefur tekist að gera með þess um hópi áhugafólks, því þótt sumir leikaranna séu nokkuð reyndir og sviðsvanir er þarna líka nokkur hópur lítt reyndra og nýliða. Leikritið er áhrifamikið og vekur áhorfendur til umhugs unar, því einsog segir í grein leikstjórans um höfundinn í leikskrá, þá er að vísu „eng- inn lengur líflátinn fyrir iðk- un galdrakonsta og atburðir í salnum eru nú liðin tíð, — að- eins einn af mörgum svört- um blettum í sögu mannkyns- ins, sem e. t. v. væri þægilegt að gleym. En hvað um þröng- sýni, græðgi, fé og völd, hefni Framhald á bls. 7. Skoðanakönn- un um námsval Þessa dagana fer fram um allt land skoðanakönnun um náms val meðal nemenda 9. bekkja grunnskólans og þeirra sem nú ljúka gagnfræðanámi úr 4. bekk samkvæmt gamla kerf- inu. Að sögn Valgarðs Haralds sonar fræðslustjóra Norður- landskjördæmis eystra fá nem endur að velja um námsbraut irnar 8 sem gert er ráð fyrir í frv. að framhaldsskólalögum, sem sagt var frá 1 blaðinu ný- lega, auk fleiri valkosta og taldi hann um eina 14 mögu- leika að ræða. Er könnunin gerð ma. til að fræðsluyfirvöld geti gert sér greirt fyrir hve þörfin verður mikil á fræðslu í ýmsum greinum á næsta ári. Könnuninni hér nyrðra á að vera lokið um þessa helgi og verður væntanlega hægt að segja frá niðurstöðum hennar áður en langt um líður. Húshornið Laugardagur 19. mars: Fundur í starfshópi um bæj- armál að Eiðsvallagötu 18 kl. 15. Gestur fundarins verður Jón Björnsson félags málastjóri Akureyrar. Allir félagar sem láta sig bæjarmálin varða eru hvatt- ir til að mæta, því enn m: starfshópurinn stækka.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.