Norðurland


Norðurland - 29.09.1977, Page 6

Norðurland - 29.09.1977, Page 6
Úr sögu Hjalteyrar Framhald af opnu var byggð fyrir erlent lánsfé. Verksmiðjan var öll hin full- komnasta, sérstaklega hvað vélakost snerti. Afköstin voru mjög mikil, meðalafköst 1943- 1946 voru 200.000 hl. Margir Kveldúlfstogarar veiddu fyrir verksmiðjuna auk smærri báta. Thor, Haukur og Kjartan Thors dvöldu á Hjalteyri á sumrum og sáu um reksturinn. Sveinn S. Einarsson var verksmiðjustjóri 1944-1948 en þá tók Vésteinn Guðmundsson við og hafði starfið með hendi til 1966. Það var mikið áfall fyrir Arnarneshrepp þegar verksmiðj an hætti starfsemi 1966. íbúar á Hjalteyri voru ca. 120 þegar það gerðist, og höfðu flestir at- vinnu hjá Kveldúlfi. Fluttu flest ir burt á næstu árum og hefir þorpið síðan verið í niður- níðslu. Vélar voru seldar úr verksmiðjunni, en Landsbank- inn yfirtók allar eignir Kveld- úlfs á Hjalteyri. Augljóst er, að á Hjalteyri eru ýmsir möguleikar fyrir hendi. Vel mætti endurreisa verksmiðj una og bræða í henni loðnu. Verksmiðjuhúsin eru lítið sem ekkert skemmd, aðeins þyrfti að kaupa nýjar vélar.“ Húsin á Hjalteyri í lok ritgerðar sinnar gerir Egill grein fyrir helstu og merkustu húsum sem standa eða staðið hafa á Hjalteyri. „Knútshús 1 og II. Þessi hús eru með þeim elstu á eyrinni og byggð á árunum 1880-86, að öllum líkindum af Knut Herter- vig, norskum síldarútgerðar- manni. Möllershús, byggt af Óla P. Möller. Thor E. Thulinius & Co. keypti allar fasteignir Óla á eyrinni árið 1912. Friðrikshús, byggt 1880 af Friðrik Antonssyni. Kveldúlfur keypi húsið til niðurrifs árið 1933. Sigurðarhús 1 og II. Þau voru byggð árið 1907 af Sigurði Sigurðarsyni og Sæmundi Kristjánssyni og búa afkomend- ur þess fyrrnefnda enn í þeim. Oddahús 1 og II. Lítil hús, byggð árið 1884. Þýskuhús, þyggð á árunum 1907—10. Þýska útgerðarfélagið Nordsee byggði húsin ásamt með þremur bryggjum fyrir neðan þau. Ásgeirshús, hús Ásgeirs Pét- urssonar kaupmanns á Akur- eyri. Wallen, í daglegu tali nefnt Vallenshús. Það var byggt af sænsku fyrirtæki árið 1912 eða þarumbil. Húsiðvarlenginotað sem geymsla Kveldúlfs en fyrir- tækið keypti húsið til niðurrifs árið 1934. Það mun þó hafa staðið fram á sjötta áratuginn. „Dust“, byggt á árunum 1907-12.1 fasteignamati 1918 er eigandi talinn „Sænskt Qelag í Gautaborg“. Gamla hótel, byggt alda- mótaárið. Mjög stórt hús á sínum tíma. Sigtryggur Bene- diktsson rak lengi hótel í því en lengst af var það í eigu Snorra Jónssonar kaupmanns á Akur- eyri sem rak stóra verslun í húsinu. Loks ber að nefna stærsta húsið á Hjalteyri, hús Richard Thors sem hann lét reisa árið 1915. Richard lét reisa annað hús úr steinsteypu árið 1938 og var þá gamla húsinu breytt í hótel auk þess sem verslun var rekin í því. Húsið ertyærhæðir, fimm herbergi í risi, fjórar stofur niðri og stór kjallari.“ Greinargerð . . Framhald af 8. síðu væru þess ekki umkomnir að nýta allan aflann væri sjálfsagt að veita öðrum hlutdeild í hon- um. Var þessari skoðun ekki mótmælt. Rækjuveiðin hófst svo 1. október en í nóvember tilkynnir ráðuneytið að það neyðist til að skera niður aflakvótann um 150 tonn og viðraði að auki hug- myndir um að leyfa bátum frá Raufarhöfn veiðar í öxarfirði. Þessum 150 tonnum átti að aka til Akureyrar og vinna þar. Á Kópaskeri var haldinn fundur þar sem þessari ákvörð- un var harðlega mótmælt og á Húsavík var einnig fundað og því lýst yfir að aldrei kæmi til greina að leyfa flutning á rækju þaðan til Akureyrar. En í febrúar sl. frétta öxfirð- ingar að slíkir flutningar séu hafnir. Húsvíkingar komu af fjöllum er þeir voru spurðir um þessa flutninga og kváðu fyrri yfirlýsingar sínar standa óhagg- aðar. Var nú enn boðað til fundar á Kópaskeri og fyrri mót mæli ítrekuð. Einnig var þar vakin athygli ráðherra ofl. á því „alvarlega ástandi, sem skapast hefur á Kópaskeri og nágrenni vegna lokunar rækjumiðanna, en það hefur ma. leitt af sér alvarlegt atvinnuleysi, tvo af þrem bátum sem veiðar stunda er verið að selja vegna rekstrar- örðugleika og rækjuverksmiðj- an að komast í greiðsluþrot af sömu ástæðu." Var miðunum lokað vegna aukins seiðamagns í aflanum. Þann 5. júlí sl. er aftur fundað á Kópaskeri um málið og í álykt un þess fundarsegir ma.: „Fund urinn vekur athygli á þeim afleiðingum sem nefndar leyfis- veitingar hafa nú þegar haft í för með sér, en nú að lokinni ver- tíð tala starfsmenn Hafrann- sóknarstofnunar um að minnka beri kvótann um hvorki meira né minna en 40%. Hverjar sem lokaniðurstöður Hafrannsókn- arstofnunar kunna að verða krefst fundurinn þess að við út- hlutun veiðileyfa fyrir komandi vertíð, verði aðeins bátum við Öxarfjörð veitt veiðileyfi, og aflinn verði unninn á Kópa- skeri.“ „Að lokum er haldinn fundur á Kópaskeri 28. ágúst sl. og var á þennan fund boðið sjávarút- vegsráðherra, alþingismönnum og fl. gestum. Á fundi þessum gerðum við grein fyrir okkar sjónarmiðum og kynntum fyrir gestum fundar ins gerðir okkar og skoðanir, en allt kom fyrir ekki. Sjávarútvegsráðherra sá sér ekki fært að mæta á fundi þessum en sendi í sinn stað full- trúa frá ráðuneytinu, og eftir hans skýrslu trúlega tók ráð- herra sína ákvörðun. Við teljum okkur í þessu máli hafa farið þær leiðir sem við teljum réttar. Við höfum gengið um framdyrnar ef svo má segja, en án nokkurs árangurs, og ráðherra hefur kosið að enda sitt kjörtímabil eins og hann byrjaði það með rækjustríði." Þannig lýkur greinargerð öx- firðinganna. Bautinn fjárfestir Ýmsar sögur virðast ganga meðal Akureyringa um aukin umsvif eigenda matstofunnar Bautans. Herma sögurnar að þeir hafi fest kaup á húsnæði Valgarðs Stefánssonar heild- sala gegnt Höffnersverslun og hyggist reka þar diskótek eða mötuneyti. Hallgrímur Arason, einn eig- enda Bautans, staðfesti í viðtali við NORÐURLAND að þeir hefðu keypt hús Valgarð6. Hins vegar kvað hann ekkert hæft í sögusögnum um veitingarekst- ur þeirra í húsinu. Húsið verður leigt út til nokkurra aðila sem munu starfrækja í því bíla- og sprautuverkstæði, bílasölu, skiltagerð og etv. eitthvað fleira. Haustlaukar Mikið úrval. - Gott verð. Kjörbúðir KEA N0RÐURLAND Viltu gerast áskrifandi? Þá skaltu senda þennan miða á Ritstjóm Norðurlands, Pósthólf 492, Akureyri. Árgjaldið er 2.000 kr. Ég undirrituð(aður) óska eftir að gerast áskrifandi að NORÐURLANDI Nafn .......... Heimilisfang ... • Um helgina • Akureyrarkirkja: Messa kl. 2 sd. sunnudaginn 2. okt. Sálmar 289, 367, 336, 420,470. Athugið breyttan messutíma. - P.S. • Fundir • Kvenfélag Akureyrarkirkju heldur fund í kirkjukapellunni sunnudaginn 2. október kl. 3 e.h. - Stjórnin. • Blöð og tímarit • Dýraverndarinn 1.-2. og 3.-4. tbl. 1977 hefur borist blaðinu og er nú fitjað upp á ýmsum nýjungum í efnisvali tímaritsins. Aðildarfélögum Sambands dýraverndunarfé- laga íslands hefur verið veittur fastur þáttur í blað- inu og er Dýraverndunar- félag Akureyrar fyrst til með sitt framlag, Ijóð og frá- sagnir af dýrum auk fréttar um aðalfund félagsins, en formaður þess er Maríus Helgason. Þá hefur verið tekin upp í ritinu þátturinn „Börnin skrifa“ og sem nafnið bendir til er börnum og unglingum boðin þátttaka í honum með frásagnir, myndir, vísur og teikningar. • Spil • Bridgefélag Akureyrar: Þriggja kvölda tvímenningur hefst þriðjudaginn 4. okt. kl. 20. í Gefjunarsal. Þátttaka tilkynnist stjórn B.A. fyrir sunnudag 2. okt., t.d. sími 2-24-68 (Stefán). • Gjöf til sjúkrahússins • Nýlega gáfu hjónin Halla Pálsdóttir og Tómas Bergmann Barnadeild sjúkrahússins lækn- ingatæki, - úðatæki til meðferð- ar við sjúkdóma í öndunarfær- um. - Stjórn sjúkrahússins þakkar þeim hjónum góða gjöf. Torfi Guðlaugsson. Borinn fluttur Framhald af 1. síðu finna þau 40% sem enn vantar. - Það er stöðugt verið að leita. Við Grísará var verið að leita uppi nýtt vatnskerfi sem mælingar hafa leitt í ljós að er þar til staðar en liggur miklu dýpra en það sem hingað til hefur verið sótt í. Síðasta holan sem boruð var við Laugaland (sú djúpa) tilheyrði reyndar líka því kerfi. Viðbótarmælingar sem gerðar voru í sumar sýndu hita vestan Grísarár en þessar mælingar náðu til svæðisins milli Hrafnagils og Kristness vestan árinnar og frá Lauga- landi norður fyrir Tjarnir að austanverðu, sagði Gunnar. Hann bætti því við að auk þess sem lausu jarðlögin gerðu boranir erfiðar væri mun dýrara að bora niður á þetta djúpstæða vatnskerfi. Muniö alþjóAiegt hjálparstarf RauAa krossins. Girónúm*r jtWMir ar 90000 RAUOI KROSS ISLANOS W® 6 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.