Norðurland


Norðurland - 09.06.1978, Page 1

Norðurland - 09.06.1978, Page 1
NORÐURIAND Reitur til áskriftarmeFkingar 21. tölublað Föstudagur 9. júní 1978 3. árgangur Framboðsfundir í fulhun gangi Fimmtudaginn 1. júní hófust sameiginlegir framboðs fundir allra flokka sem bjóða fram til al- þingis í Norðurlandskjördæmi eystra. Var fyrsti fundurinn haldinn í Hrísey en næstu daga var þingað í Þelamerkurskóla og Laugaborg þar sem þessi mynd var tekin. Fundirnir ha fa verið bæri- lega sóttir og mælst vel fyrir. Á miðvikudag var fundur á Húsavík en næstu fundir verða sem hér segir: í kvöld, fimmtudag, að Laugum, föstudag á Grenivík, laugardag í Ólafsfirði, mánudag á Dalvík, þriðjudag á Kópskeri, miðvikudag á Raufarhöfn og næsta fimmtudag á Þórshöfn. Síðasti fundurinn verður svo á Akureyri en dagsetning hans hefur enn ekki verið ákveðin, sennilega verður hann í kringum 20. júní. Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar í Eiðsvallagötu 18, sími 96-21875 Frystihús Ú. A. skilaði 100 milj. en togararnir átu þœr upp Útgerðarfélag Akureyringa hélt aðalfund sinn á mánudaginn var. Þar kom fram aðhagnaður af rekstri félagsins nam á síðasta ári tæplega 6.9 milljón- um króna. Tap var á rekstri þriggja togara félagsins en hagnaður á tveimur. Mestur varð hagnaðurinn þó af frysti- húsinu, liðlega 100 milljónir króna. Heildartekjur og gjöld félags- ins voru uþb. fjórir miljarðar króna. Launagreiðslur félags- ins námu tæplega 1.2 miljörð- um króna á árinu og alls voru 799 landmenn og 315 sjómenn á launaskrá. Þeir togarar sem skiluðu hagnaði voru Harðbakur og Sólbakur og skilaði hvor um sig hátt á sjöundu miljón. Tapið á Svalbaki nam 14 miljónum króna, á Kaldbaki 24 miljónum og á Siéttbaki tæplega 49 miljónum. Þá er tapið á gamla Harðbaki sem liggur bundinn við bryggju metið á 1.5 miljónir Þá er tapið á saltfiskverkun félagsins tæplega 20. Á hinn bóginn skilaði skreið- arverkun tæplega 8.7 miljónum króna í hagnað. En eins og áður segir varð mestur hagnaður á rekstri hraðfrystihússins og nam hann 101 miljón króna. Stingur sú tala óneitanlega í stúf við hina háværu kveinstafi frystihúsaeigenda, sem hafa mest verið notaðir til réttlæt- ingar því kaupráni sem ríkis- stjórnin hefur stundað undan- farna mánuði. Því er svo við að bæta að þessi hagnaður af rekstri félagsins kemur fram eftir að eignir þess hafa verið afskrifaðar um 284 miljómr króna á árinu. Áætlað er að 2 miljónir króna renni í varasjóð en arður er áætlaður tæpar 6 miljónir króna. Akureyri Áfram vinstra sam- starf 1 bæjarstjóm Strax að loknum bæjarstjórnar- kosningum á Akureyri höfðu Framsóknarflokkurinn og Al- þýðubandalag frumkvæði að samræðum vinstri flokkanna um áframhaldandi meirihluta- samstarf í bæjarstjórn. Viðræð- ur hófust um miðja síðustu viku og var þeim lokið á laugardag en samkomulagið var undirrit- að á sunnudag. Fyrsti bæjarstjórnarfundur eftir kosningar var svo haldinn á þriðjudaginn. f upphafi las Helgi Bergs bæjarstjóri upp kjörbréf en aldursforseti bæjar- stjórnar, Sigurður Hannesson, stýrði fundi. Sigurður Óli Bryn- jólfsson kvaddi sér hljóðs og las upp málefnasamning meirihlut- ans. Er hann birtur í opnu blaðsins. Að því loknu var gengið til kosninga. Forseti bæjarstjórn- ar var kjörinn Sigurður Jó- hannesson, 1. varaforseti Soffía Guðmundsdóttir og 2. varafor- seti Ingólfur Árnason. Gildir þessi kosning til eins árs. í bæjarráð voru kjörin: Sig- urður Óli Brynjólfsson, Freyr Ófeigsson, Soffía Guðmunds- dóttir, Ingólfur Gísli Jónsson. Árnason og Bæjarstjóri var kjörinn Helgi M. Bergs með 11 samhljóða atkvæðum, Síðan var kosið í hinar ýmsu nefndir bæjarins og verður greint nánar frá því síðar hér í blaðinu. Kosningaundirbúning- urinn kominn í gang Kosningaundirbúningur í Norðurlandskjördæmi eystra er hafinn og hefur Angan- týr Einarsson skólastjóri á Raufarhöfn verið ráðinn kosningastjóri Alþýðu- bandalagsins. Hann hefur aðsetur í Eiðsvallagötu 18 en á baksíðu er að finna auglýsingu um kosningaskrifstofur og umboðsmenn G-listans í kjördæminu. G-listinn hvetur stuðningsmenn sína til að fylgja eftir sigri flokksins í sveitarstjórnarkosningunum. Þá fengu ríkisstjórnarflokkarnir áminningu. í þingkosningunum þurfa þeir að fá refsingu. Þess vegna má enginn láta sitt eftir liggja þessa dagana. G-listann vantar sjálfboðaliða við ýmis undirbúningsstörf. G-listann vantar starfsfólk í kjördeildum og á kosningaskrifstofunni á '1 ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ i Húsavík Dalvík Viðræður við Framsókn Alþýðubandalagið á Dal- vík vann glæsilegasta kosn- ingasigurinn í kjördæminu í byggðakosningunum, bætti við sig einum fulltrúa og ríflega þrefaldaði fylgi sitt. Að kosningum loknum hófust viðræður Alþýðu- bandalags og Framsóknar- flokks um myndun meiri- hluta í bæjarstjón Dalvík- ur og er þeim ekki lokið. Að sögn Óttars Proppé bæjarfulltrúa Alþýðubanda lagsins standa þessar viðræð- ur enn yfir og miðar vel. Ekki treysti hann sér til að segja hvenær þeim lyki en hann var vongóður um að fyrsti bæjarstjórnarfundur eftir kosningar yrði haldinn innan tíðar. Framsókn og Alþýðu- bandalag hafa samtals fimm fulltrúa í bæjarstjóm Dalvík- ur en Sjálfstæðisflokkurinn tvo. Á síðasta kjörtímabili hafði sameiginlegur listi Framsóknar og Samtakanna - 1-listinn - meirihluta í bæj- arstjóm en Samtökin tóku ekki þátt í kosningunum nuna. B-listinn ekki með í vinstra samstarfi Eins og fram kom í síðasta blaði vann K-listi Alþýðubandalags og óháðra á Húsavík stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum á dögunum og er hann nú stærsti flokkurinn í bænum. Það var því eðlilegt að hann ætti frum- kvæði að umræðum um mynd- un meirihluta í bæjarstjórn. Við slógum því á þráðinn til Krist- jáns Ásgeirssonar og inntum hann eftir því hvernig viðræður gengju. - Þær standa enn yfir, sagði Kristján. Alþýðuííokkurinn féllst á tillögur oíckar en Fram- sókn ekki og er viðræðum okk- ar og Framsóknar lokið. Við- ræður okkar og Alþýðuflokks við Sjálfstæðisflokkinn hófust í gær (miðvikudag) og lögðum við okkar tillögur fyrir fulltrúa hans. Við kynntum okkar sjón- armið og þeir hafa þau nú til at- hugunar. Væntum við svars frá þeim fljótlega. - Er þá samstarf vinstri flokk- anna þriggja endanlega úr sög- unni? Framhald á bls. 7. •§£ Dagný verður tæplega seld Pistillinn fjallar um póli- „Nýsköpunarstjórn“ á til Raufarhafnar - Sjá frétt tískar jarðarfarir - Sjá Siglufirði í mótun - Sjá bak- á bls. 3 bls. 7 síðu

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.