Norðurland - 09.06.1978, Side 3
Blinda eða
blekkingariðja ?
Vegna vandræðalegra bollalegginga í íslendingi frá 30.5. varðandi
niðurstöðu bæjarstjórnarkosninganna á Akureyri birtum við hér
eftirfarandi samanburðartöflu um fylgi flokkanna við þrennar
síðustu bæjarstjórnarkosningar hér í bæ og miðum að sjálfsögðu
við fjölda gildra atkvæða hverju sinni.
Listi 1970 1974 1978 Viðbót frá 1974 Viðbót frá 1970
B 31.69% 30.73% 24.93% + 5.80% + 6.76%
D 30.29% 40.09% 28.14% - 11.95% + 2.15%
G 9.80% 12.50% 15.30% + 2.80% + 5.50%
A 14.36% 21.51% + 7.15%
F 13.86% 10.12% + 3.74%
J 16.68% (+ 14.95%)
Samt 100 100 100 0 0
Þar sem listarnir A og F rugluðu saman reitum sínum 1974 er við-
miðunin í sviganum nokkuð hæpin. Furðuleg er sú fullyrðing ís-
lendings að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú aðeins tapað hluta af
fylgisaukningu sinni frá 1974.
Fylgisaukning Alþýðubandalagsins á Akureyri er veruleg, þó að
íslendingur segi að hún sé engin, og það mega íhaldsöflin vita að á
bak við hana er meiri festa en sú sem birtist í þeim öldugangi sem er í
liðsflutningunum milli borgaraflokkanna.
Gjafir
Svanhildi Pálsdóttur, Hóla-
braut 15, kr. 10.000. Hlutavelta
barna: Anna, Lilja og Hugrún
Framhald á bls. 7.
til
FSA
Að undanförnu hafa Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri
borist eftirtaldar gjafir:
Frá Grími Valdemarssyni og
Jónínu Ásg. Jakobsdóttur,
Geislagötu 9, kr. 50.000. Gjöf
frá S. Á. kr. 25.000. Ágóði af
hlutaveltu barna, Eddu, Lindu
og Rut kr. 4.850. Gjöf frá N. N.
kr. 45.000. Til minningar um
Klöru Gísladóttur frá dætrum
hennar, Heiðdísi, Hólmfríði og
Sigríði Eysteinsdætrum kr.
40.000. Til minningar um Sæ-
mund Guðmundsson frá Fagra-
bæ frá eiginkonu hans Guð-
rúnu Jónsdóttur kr. 100.000.
Frá öskudagsliði Grjót og aska
kr. 1.524. Frá Öskudagsliði
Sverris Árnasonar, Beykil. 7,
kr. 2.143. Gjöf til barnadeildar
frá ungum stúlkum kr. 12.000.
Til minningar um Sigrúnu Berg
mann Tómasdóttur til barna-
deildarfrá M. kr. 25.000. Hluta-
velta barna til barnadeildar frá
Hrönn, Guðrúnu og Heiðdísi
kr. 5.671. Gjöf frá Ingveldi
Hrísey
Nægur
afli
Hrísey 7/6 - Björgúlfur frá Dal-
vík landar hér 30 tonnum af
Fiski í dag og á miðvikudag í
síðustu viku landaði Snæfellið
130 tonnum. Er því næg atvinna
við að gera að þessum afla.
Sjómannadagurinn gekk fyr-
ir sig hér með hefðbundnum
hætti. Hann hefst yfirleitt með
messu en síðan er farið í sigl-
ingu í grennd við eyna og er það
einkum gert börnunum til
skemmtunar. í eftirmiðdaginn
er venjan að hafa eitthvað af
léttu skemmtiefni útivið en það
féll niður núna. Hins vegar var
að venju selt kaffi í félags-
heimilinu og um kvöldið var
dansað.
Hér var kosið óhlutbund-
inni kosningu til hreppsnefnd-
ar. í slíka kosningu vantar vita-
skuld þessa pólitísku spennu
sem fylgir kosningum þó auð-
vitað geti hún verið spennandi á
annan hátt. Guðjón.
Orðsendingar
frá Dýravernd-
arfélagi Ak.
NORÐURLANDI hafa
borist nokkrar orðsendingar
frá Dýraverndunarfélagi
Akureyrar og fara þær hér á
eftir:
Ökumenn: Nú fer að líða að
því, að lömbin verði í veg-
köntunum, og eru enn óvön
allri umferð um vegina, vin-
samlega sýnið því fyllstu að-
gætni þegar þið sjáið fé við
vegina.
Kattaeigendur: Vinsamlega
gætið katta ykkar vel, nú eru
smáfuglarnir í görðunum
fara að unga út. Hafið því
helst kettina í bandi þegar
þið viðrið þá. Einnig er
nauðsynlegt að merkja kett-
ina, svo þeir komist aftur í
ykkar hendur, ef þeir villast
frá heimili sínu, eða týnast.
Hundaeigendur: Nauðsyn-
legt er að hafa hunda ykkar
merkta, svo hægt sé að koma
þeim í hendur réttra eigenda
ef þeir sleppa út og týnast.
Jafnframt minnum við á, að
það er skylda að láta skrá
alla hunda í bænum, en um-
fram allt hafið þá vel merkta.
Ökumenn og aðrir vegfar-
endur: Vinsamlegast sýnið
öllum dýrum og fuglum sem
á vegi ykkar verða fyllstu
nærgætni.
Samborgarar góðir: Gerum
það að metnaði okkar, að
sýna þrifnað og góða um-
gengni hvar sem við förum
um landið. Minnumst þess,
að hreint land er fagurt land.
Fréttabréf frá Raufarhöfn
Skuttogarinn Dagný frá Siglufirði sem Raufarhafnarbúar hafa sóst eftir að fá keyptan er ekki falur.
Dagný er ekki föl
Atuinnumál
í ólestri
fram í ágúst
L
Raufarhöfn 7/6 - Atvinnumál
eru í miklum ólestri hér og er
fyrirsjáanlegt að ekki rætist úr
fyrr en togarinn Rauðinúpur
landar hér aftur. Viðgerðar-
samningur á togaranum stend
ur til 20. júní en líklegt er að
viðgerð dragist þar til fram í
miðjan júlí eða jafnvel eitt-
hvað lengur þannig að varla
verður stöðug vinna aftur í
frystihúsinu fyrr en í ágúst-
mánuði.
Meirihluti hreppsnefndar
ásamt stjórn Jökuls tók þá
ákvörðun fyrir hreppsnefnd-
arkosningar að reyna að fá
togarann Dagný frá Siglufirði
keyptan. í Degi nú fyrir
skömmu birtist frétt um að
verið væri að ganga frá þess-
um kaupum. Sú frétt fæst ekki
staðfest hér heima. Hins vegar
hef ég það eftir forstjóra Jök-
uls að eigendur Dagnýjar séu
tregir til að selja hana. Munu
Siglfirðingar sjálfir ætla að
reyna að fá togveiðileyfi fyrir
hana og gera hana út þaðan.
Núna eru 12 manns á at-
vinnuleysisskrá hr, þar af 11
konur. Húsmæður láta þó
fæstar skrá sig atvinnulausar
þannig að raunverulega eru
mun fleiri konur sem myndu
koma til vinnu ef hún byðist.
Grásleppuvertíð hefur
gengið nokkuð vel og hafa ver-
ið verkuð hér rúmlega eitt þús-
und tonn af grásleppuhrogn-
um. í saltfiskverkunarstöð
Jóns Einarssonar hafa boristá
land rúm 220 tonn af fiski frá
áramótum og verið verkað í
tæp 73 tonn af saltfiski. í salt-
fiskverkunarstöð Guðmundar
Friðrikssonar og co. hafa frá
áramótum borist 212 tonn af
fiski og verið verkað í 70 tonn
af saltfiski.
Þann 1. júní var leikskóli
fyrir börn opnaður í barna-
skólanum. Hann starfarfrá kl.
13-19 yfir sumarmánuðina og
eru nú rúmlega 20 börn þar.
Sennilega bætist við þann
íjölda þegar næg atvinna fæst
fyrir húsmæður.
Á sjómannadaginn var hér
vegleg hátíð. Ýmislegt var til
skemmtunar, svo sem fótbolti
milli skipstjóra og háseta,
handbolti eiginkvenna sjó-
manna og landmanna, reip-
tog, boðhlaup og koddaslag-
ur. Einnig var björgunarsveit-
in með sýningu. Líney.
Úr Hunangsilmi, Sigurveig Jónsdóttir, Gestur E. Jónasson og Kristín Á. Ólafsdóttir í hlutverkum sínum
L A sýrdr Hunangsilm
og Galdraland syðra
f tilefni af Listahátíð 1978 sem
nú stendur sem hæst í Reykja-
vík hefur Leikfélag Reykjavík-
ur boðið Leikfélagi Akureyrar
að sýna tvö leikrit í Iðnó um og
eftir næstu helgi.
Hér er um að ræða leikritin
Galdraland eftir Baldur Georgs
og Hunangsilm eftir Shelagh
Delaney. Fyrsta sýning á
Galdralandi verður á sunnu-
daginn en Hunangsilmur verð-
ur sýndur á þriðjudags-, mið-
vikudags- og fimmtudagskvöld.
Sýningum er nú lokið á Hun-
angsilmi hér nyrðra en leikend-
ur í því eru Kristín Á. Ólafs-
dóttir, Gestur E. Jónasson,
Sigurveig Jónsdóttir, Aðal-
steinn Bergdal og Þórir Stein-
grímsson. Leikstjóri var Jill
Brooke Árnason og hlaut hún
mjög lofsamlega dóma fyrir sitt
hlutverk og sama er að segja um
leikendur, einkum þó Kristínu.
Galdraland er hins vegar enn
í gangi. Fyrir skömmu var farið
með þetta fjölskylduleikrit í leik
ferð um Norðausturland og
sýnt á Húsavík, Raufarhöfn,
Þórshöfn og Vopnafirði við
ágæta aðsókn. Leikendur í
Galdralandi eru þau Gestur,
Aðalsteinn og Ása Jóhannes-
dóttir. Baldur Georgs, höfund-
ur leikritsins, kemur fram í sýn-
ingunni, ræðir við vin sinn
Konna og sýnir töfrabrögð.
NORÐlíftLAND - 3