Norðurland - 09.06.1978, Side 5
stri
r-
útivistar og stuðningur aukinn
við íþróttafélög og viðræður
teknar upp við þau um bygg-
ingu og rekstur íþróttamann-
virkja.
Fræðslumál.
Stofnuð verði nefnd á vegum
bæjarins sem fjalli um skipan
framhaldsskóla á Akureyri og
taki starf nefndarinnar til allrar
menntunar á framhaldsskóla-
stigi og háskólastigi, sbr. lög um
skólakerfi nr. 55/1974. Fjalli
nefndin sérstaklega um verk-
menntun, fullorðinsfræðslu og
námsflokka og geri tillögu um
rekstur sérskóla í bænum. Skal
leitað samstarfs við félagasam-
tök og nágrannnabyggðir um
þessi mál eftir því sem unnt er.
Hraðað verði smíði nauðsyn-
legra skólahúsa og sérstök
áhersla lögð á aðstöðu fólks
með sérþarfir og félagsaðstöðu í
skólunum.
Félagsmál.
Áfram verði unnið að bættri
félagslegri þjónustu í bænum.
Lokið skal smíði dagvistunar-
stofnana í Lundarhverfi og
Hlíðarhverfi innan tveggja ára.
Að tveimur árum liðnum skal
liggja fyrir endurskoðuð áætlun
um dagvistunarmál þar sem
samræmis verður gætt við skóla
byggingar og skipulag íbúða-
hverfa. í þeirri áætlun verði
m.a. tekið tillit til þarfa fjölfatl-
aðra barna fyrir dagvistun og
þjálfunaraðstöðu.
Áfram skal haldið smíði
leiguíbúða og verkamannabú-
staða á vegum bæjarins.
Skipulagsmál, náttúruvernd,
landnýting.
Stöðugt verði unnið að endur
skoðun á aðalskipulagi og
ráðinn skipulagsfulltrúi sem
verði framkvæmdastjóri skipu-
lagsnefndar.
Lokið verði við deiliskipulag
miðbæjarins.
Stuðla skal að fegrun bæjar-
ins og náttúruvernd þar sem
leitast verði við að raska ekki
sérkennum landsins eða rýra
gæði þess.
Gerð verði áætlun um nýt-
ingu bæjarlandsins.
Samvinna verði höfð við
nágrannabgggðir um skipulags-
mál, m.a. með stækkun lög-
sagnarumdæmis Akureyrar í
huga.
Heilbrigðismál.
Beitt verði áhrifum til að
hraða framkvæmdum við FSA.
Athugun verði gerð á því að
koma á fót tannlæknaþjónustu í
skólum bæjarins.
Heilbrigöiseftirlit verði eflt.
Unnið skal að bættri sorp-
hreinsun.
Gatnagerð.
Lokið verði við að leggja
bundið slitlag á götur bæjarins á
næstu íjórum árum og áhersla
verði lögð á að ganga frá
gangstéttum og opnurn svæð-
um. Skal aflað lánsfjár til
þessara framkvæmda.
Strætisvagnar.
Lokið verði við nýtt leiða-
kerfi. Gerð verði áætlun um
framtíðarskipan og rekstur
strætisvagna á Akureyri, þar
sem stefnt verði að bættri
þjónustu við bæjarbúa.
★
Gerð verði framkvæmdaáætlun
til fimm ára sem endurskoða
skal árlega. Liggi sú endur-
skoðun fyrir við gerð fjárhags-
áætlunar hverju sinni. Ráða
skal starfsmann (hagsýslufull-
trúa bæjarins) til að vinna að
gerð framkvæmdaáætlunar,
eftir nánari fyrirmælum bæjar-
stjórnar.
★
Bæjarfulltrúar samstarfsflokk-
anna haldi fundi til undirbún-
ings málum í bæjarstjórn. Til-
löguflutningur skal að jafnaði
vera í nefndum.
Tryggja skal stöðuga atvinnu í
bænum . . .
Keflavíkurgangan
Á laugardaginn kemur, þann
10. júní, efna Samtök her-
stöðvaandstæðinga til Kefla-
víkurgöngu. Slíkar göngur
hafa löngu áunnið sér vegleg-
an sess í hugum herstöðvaand-
stæðinga sem hafa tekið þátt í
þeim svo þúsundum skiptir.
Stundum hefur verið brugð-
ið út frá hinni hefðbundnu
gönguleið frá Keflavík til
Reykjavíkur en svo verður
ekki að þessu sinni. Verður
lagt upp frá hliði Keflavíkur-
flugvallar kl. 8.30 um morgun-
inn og gengið sem leið liggur
til Reykjavíkur en þegar inn í
borgina kemur verður gengið
Kringlumýrarbraut, Miklu-
braut, Rauðarárstíg, Lauga-
veg, Bankastræti á Lækjar-
torg þar sem haldinn verður
fundur kl. 22 um kvöldið.
Á leiðinni verður áð á
nokkrum stöðum. Þar verður
matast, hvílst, sungið og hlýtt
á ávörp. Á fundinum á Lækj-
artorgi flytja þeir ávörp
Magnús Kjartansson og Ás-
mundur Ásmundsson formað-
ur miðnefndar Samtaka her-
stöðvaandstæðinga.
Sólborg, vistheimili fyrir þroskahcfta á Akureyri.
Alyktanir um mál-
efiii þroskaheftra
I lok aprílmánaðar efndu Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi
og Foreldrafélag barna með sérþarfir á Akureyri til fundar um mál-
efni þroskaheftra. Framsögu á fundinum hafði Margrét Margeirs-
dóttir félagsráðgjafi og fjallaði hún um málefni þroskaheftra
almennt og kynnti fyrir fundarmönnum hlutverk og tilgang Lands-
samtakanna Þroskahjálp.
Síðari fundardaginn var fjallað um foreldrasamstarf. Þennan
fund sóttu um 40 manns og voru gerðar ályktanir þær sem hér fara á
eftir. NORÐURLAND biðst afsökunar á þeim drætti sem orðið
hefur á birtingu ályktananna en það stafar af plássleysi sem aftur
stafar af kosningunum.
„I. Fundurinn telur að ekki
verði lengur unað því ófremdar-
ástandi sem ríkir í málefnum
þroskaheftra hérlendis. Skortur
á samræmdri heildarlöggjöf um
málefni þessa öryrkjahóps hef-
ur staðið allri eðlilegri þróun á
þessum vettvangi fyrir þrifum
og gert það að verkum, að við
stöndum nú langt að baki ná-
grannaþjóðum okkar á þessu
sviði.
Fundurinn átelur harðlega
þann seinagang sem einkennt
hefur allar aðgerðir stjórnvalda
til úrbóta og skorar á viðkom-
andi ráðuneyti að skipa nú þeg-
ar fulltrúa sína í nefnd þá, sem
ákveðið er að koma á fót til að
vinna að nýrri lagasetningu.
Fundarmenn líta það mjög al-
varlegum augum ef nefndar-
skipun þessi dregst enn á lang-
inn og engu öðru þá um að
kenna en áhugaleysi og ósam-
lyndi þeirra ráðuneyta sem hlut
eiga að máli.“
„2. Fundurinn lýsir yfir
áhyggjum sínum vegna þeirrar
óvissu sem ríkir í menntunar-
málum þroskaheftra. Þráttfyrir
útkomu nýrrar reglugerðar um
sérkennslu skortir mikið á, að
þessir nemendur njóti þeirrar
kennslu og þjálfunar, sem reglu-
gerðin gerir ráð fyrir. Mennta-
málaráðuneytið tekur ekki
nema að nokkru leyti þátt í
þeim kostnaði sem rekstur þjálf
unarskóla fyrir vangefna hefur í
för með sér. Rekstur skólanna
hvílir því þungt á þeim stofnun-
um, sem þeir eru tengdir, en þær
eru flestar reknar á ábyrgð
áhugamannafélaga, sem hafa
engan fastan tekjustofn, en eru
háð gjafmildi og stuðningi al-
mennings. það getur engan veg-
inn talist eðlilegt eða viðunandi.
að afmarkaður hópur nemenda
sé þannig settur hjá og njóti ekki
þeirra sjálfsögðu réttinda að fá
sótt skóla sem kostaðir eru af
almanna fé, eins og aðrar
menntastofnanir.
Fundarmönnum er kunnugt
um, að stjórn Visth. Sólborgará
Akureyri hefur séð sig tilneydda
til að lýsa því yfir, að ekki verði
lengur rekinn skóli á Sólborg á
hennar ábyrgð ef ekki verði
breyting á rekstrargrundvelli
hans. Þessi ákvöðun var til-
kynnt menntamálaráðuneytinu
i lok síðasta árs og þá óskað
eftir viðræðum um framtíð
skólans. Þeirri ósk hefur ekki
verið sinnt og allt á huldu um
fyrirætlanir ráðuneytisins.
Fundurinn skorar á mennta-
málaráðuneytið að taka þegar
upp viðræður við stjórn Visth.
Sólborgar um mál þetta og
tryggja þeim nemendum. scm
hér um ræðir eðlilega skóla-
vist."
INOKDl RLANI) - 5