Norðurland - 07.12.1978, Síða 3
Starri í Garði skrifar:
UM BÚLGUR
Svo sem elztu sagnir íslenzkar
herma, þá hafa frá fyrstu tíð til
þessa dags ýmsar tegundir bólgu
hrjáð mannfólkið á þessari af-
skekktu ey. í fornsögum er talað
um að sárið hafi verið sollið, að
blástur hafi hlaupið í fótinn
o.s.frv. Þegar ég var strákur
heyrði ég einkum talað um tvær
tegundir bólgu, sem plagaði
mannfólkið. Það voru kulda-
bólga og lungnabólga. Lungna-
bólga var oft banvæn og háði
margur harða og tvísýna baráftu
við þá bólgu. Kuldabólga var
ekki eins hættuleg, en nógu
bölvuð samt.
Nú er lungnabólga auðveld-
lega læknuð með fúkkalyfjum í
flestum tilvikum, kuldabólga er
sennilega að mestu úr sögunni
með bættum húsakynnum, betri
klæðnaði og öðru atlæti. Er svo
ekki dásamlegt að lifa í bólgu-
lausu landi? Skyldi þaðekki vera
munur, að emni landlægri plágu
er af þjóðinni létt?
Ný bólga
En guði almáttugum hefir víst
fundist þjóðinni fyrir bestu að
svipta hana ekki öllum plágum
og mótlæti, samkvæmt þeirri
speki, að „á misjöfnu þrífist
börnin bezt,“ en það kvað vera
gamakunn uppeldisaðferð hjá
honum blessuðum. Því sendi
hann okkur nýja bólgu, annarrar
og verri náttúru. Eða þannig
myndu þeir, sem á hans forsjón
trúa, skýra fyrirbærið. Hinar
fyrri bólgur, sem nú hafa lotið í
lægra haldi, voru einstaklings-
bundnar, sú nýja er hreinræktuð
samfélagsbólga sem leggst á sjálf
an þjóðarlíkamann. Ekki veit ég
hvað sú bólga heitir álatínu, en á
íslensku heitir hún Verðbólga.
Einkennum þessa sjúkdóms þarf
ekki að lýsa, þau þekkja allir,
enda hefir enginn sloppið við
pestina. Um orsakir gildir öðru
máli. Ekki svo að skilja að þeir
eru fjölmargir, sem telja sig vita
hverjar þær eru, en gallinn er
bara sá að engum tveim kemur
saman í því efni hvernig ráða
skuli niðurlögum plágunnar.
Stundum verður bólga þessi óð
svo sem kunnugt er og kallast þá
Óðaverðbólga. Þetta gerist
einkum þegar stjómmálamenn
erta við sjúkdóminn með ýmsum
ráðum, sem þeir segja miða að
því að lækka í henni rostann.
Oftast byrja þeir lækninguna á
myndarlegri gengislækkun. Þá
verður ófreskjan djöfulóð. Ef
einhver skyldi leggja allt á
minnið og hugleiða, sem stjórn-
málamenn vorir og hagspeking-
ar hafa um Verðbólguna að segja
dag hvern, orsakir hennar og
afleiðingar og hvernig hér skuli
ráðin bót á, ja, þá yrði sá hinn
sami orðinn snarvitlaus að
kvöldi.
Einn segir það höfuðorsök
Verðbólgunnar,, að kaupið sé
of hátt, ef það sé ekki látið hækka
hjaðni Verbólgan. Annar segir
að kauphækkanir séu afleiðing
hennar. Einn segir að Verðbólg-
an mundi strax hjaðna eins og
dögg fyrir sólu, ef komið yrði á
Raunvöxtum, (sem sennilega
yrðu fljótlega 100% eða þaryfir).
Aðrir segja þetta haugalygi, háir
vextir séu ein mesta orsök Verð-
bólgunnar. Þá eru nú þeir sem
telja óhjákvæmilegt upphaf
læknisaðgerða gegn bólgu þess-
ari gengislækkun. Þeirrar skoð-
unar eru flestir landsfeður og
peningaspekingar á borð við Nor
dal. Hver ný gengislækkun er
sönnun þess að nú ætli það
kappalið heldur betur í stríð við
Ofreskjuna, enda höfðu
vinstristjórnarráðherrarnir
okkar tæpast tyllt rössum í stól-
ana áður en þeir felldu gengið
um 15%. Það var þeirra fyrsta
stjórnarathöfn. Oðrum þykir
sem gengislækkun hverju sinni
hleypi meiri vexti í títt nefnda
bólgu, en nokkur önnur stjórnar
athöfn. A þá er náttúrlega ekki
hlustað fremur en títt er um þá,
sem tönnlast á einföldum, óum-
deilanlegum og hversdagslegum
hlutum, sem allir vita, svo sem
eins og að tvisvar tveir séu fjórir.
Skiptar skoðartir
Sumum sýnist það mest heilla
ráð gegn Verðbólgu, að gefa
verzlunarálagningu algerlega
frjálsa, aðrir telja að þá keyri nú
fyrst um þverbak. Og ekki má
gleyma garminum honum Katli,
íslenzkum landbúnaði. Það er nú
aldeilis fríður hópur og fjöl-
mennur, sem telur allt bjástur
bænda við að framleiða mat og
iðnaðarhráefni höfuðorsök Verð
bólgu, og kemst þessi skoðun
líklega næst því að verða hin
almenna niðurstaða. Nú eru for-
ystumenn bænda að leggja á ráð-
in um hvernig helzt væri hægt að
láta landbúnaðinn skreppa sem
mest saman. Þeir eru komnir
langleiðina með að telja bændum
trú um að þetta sé aldeilis nauð-
synlegt og þeim fyrir beztu. Enn
er þó nokkur hópur manna, sem
ekki vill skrifa undir þessa vís-
dómskenningu um landbúnað-
inn.
Eins og vindurinn...
Svona mætti lengi halda
áfram að telja andstæðar full-
yrðingar um orsakir og varnir
gegn þessari skæðu samfélags-
bólgu, sem hver og einn flytur af
ástríðuþrungnum sannfæringar-
krafti. Það sem nú hefir verið tal-
ið er aðeins örlítið brot af þeim
fjölskrúðugu fullyrðingum, sem
hellt er yfir landslýð dag hvern.
Er nokkur furða þótt margur sé
orðinn ruglaður á kvöldin og
andvarpi undir háttinn íbland
við bænir sínar, biðjandi þess að
nú komi að morgni einhver lands
faðir og segi um Verðbólguna
það sama og þekktur íslenzkur
stjómmálamaður forðum tíð um
auðvaldskreppuna miklu upp r
1930, en hann sagði um það fyr-
irbæri: Kreppan er eins og vind-
urinn, enginn veit hvaðan hún
kemur eða hvert hún fer. ,
Um eitt eru þó allir sammála,
en það er að Verðbólgan sé stór-
hættulegur vágestur sem við
þurfum fyrst af öllu að losna við,
og eins þorir enginn að hugsa þá
hugsun til enda hvernig færi fyr-
ir honum, ef bólga þessi rynni
allt í einu af þjóðarlíkamanum.
Það vill nefnilega enginn missa
hana. En það segir auðvitað eng-
inn upphátt ef aðrir heyra til.
Það liggur nefnilega í vitund
manna, að ef ekki sé Verðbólga
þá komi í hennar stað samdrátt-
ur, kreppa og atvinnuleysi. Og
þetta er rétt. Hagkerfi auðvalds-
ins hefir ekki upp á. annað að
bjóða, og sumsstaðar býður það
fólkinu upp á hvorttveggja í
senn. Hitt er verra, að sá hópur
er furðu fámennur, sem gerir sér
grein fyrir þessu og að það er að-
eins einn kostur fyrir hendi, ein
leið út úr ógöngunum: Sósíalskt
hagkerfi. En svo aftur sé vikið að
orðum stjórnmálamannsins um
heimskreppuna, sem hér voru
tilgreind, þá hlógu gömlu komm
arnir íslenzku að þeirri fávizku
og þóttust vita betur. Og þeir
vissu betur. Þeir trúðu því ekki
heldur, að kreppan væri guðleg
ráðstöfun. Þeir sögðu að krepp-
an væri skilgetið afkvæmi og af-
leiðing auðvaldsskipulagsins, og
studdú þá kenningu ósköp skýr-
um og einföldum rökum. Þeir
sögðu auðvitað að ekki yrði
komið i veg fyrir slík ósköp nema
með afnámi auðvaldsskipulags-
ins og sósíalskir stjórnarhættir
upp teknir í þess stað.
Eina lcekningin
Nú hlýtur hver sá sem ein-
hverja nasasjón hefir af sósíal-
isma að sjá í hendi sér, að um
Verðbólguna, sem þjáir fleiri
auðvaldsríki en það íslenzka,
gildir nákvæmlega það sama og
kreppuna miklu: Orsakir henn-
ar felast í auðvaldsskipulaginu,
sú eina lækning sem gildir er að
nema burt orsökina. Það kallast
sennilega fyrirbyggjandi aðgerð.
Það er ekki að ástæðulausu þó
því sé beint til þeirra er ferð-
inni ráða innan Alþýðubanda-
lagsins, þess flokks sem við
gömlu kommarnir höfum fram
til þessa talið okkur trú um, að
væri pólitískur arftaki Komm-
únistafiokksins og síðar Sósía-
listafiokksins, að staldra ögn við
og hugsa sinn gang, nú, þegar
þeirra menn eru komnir í hvíta
læknasloppa við hliðina á skottu-
læknum auðvaidsfiokkanna, þar
sem krukkað verður líkt og und-
angengin ár með skurðarhnífn-
um hingað og þangað í óða-
verðbólginn þjóðarskrokkinn,
en þess dyggilega gætt að reka
hann aldrei á kaf í kýlið sjálft.
Starri í Garði.
LEIKLIST
Benedikt Sigurðarson:
Frábært afrek
Jón Fr. Benónýsson, Karl Hjartarson og Herdís Birgisdóttir í hlut-
verkum sínum.
Leikfélag Húsavíkur: Heið-
ursborgarar eftir Brian Friel
Þýðandi: Jakob S. Jónsson
Leikstjóri: María Kristjáns-
dóttir
Leikmynd og búningar:
Messíana Tómasdóttir
Eftirvæntingarfullir biðu frum-
sýningargestir í gamla Sam-
komuhúsinu á Húsavík laugar-
dagskvöldið 25. nov. Sviðið
blasti við og menn börðu það
augum í spum. Leikskrá greinir
frá sögusviði og tildrögum verks
ins og var því enginn í vafa um
hvers konar hörmungar atburði
i mannlegum samskiptum um
yrði fjallað. í leikskrá segir
meðal annars:
Sögusviðið er Londonderry á
Norður-írlandi 1972 - tími
borgarastyrjaldar - Kveikjan að
leikritinu eru atburðir er gerðust
„Hinn blóðuga sunnudag."
Það var svalur, sólbjartur
sunnudagutr. 20.000 kaþólikkar
gengu fylktu liði til miðborgar
Londonderry til að mótmæla
fangelsun 600 manna, sem grun-
aðir voru um að vera í IRA. Aður
en fylkingin var komin inn í
miðborgina urðu á vegi hennar
götuvígi breskra hermanna, sem
skipuðu göngumönnum að snúa
við til Bogside, kaþólska hverfis-
ins í borginni. Mikill meirihluti
fólksins hlýddi skipuninni. En
um fimmtíu unglingar stöldruðu
við og köstuðu grjóti og hrópuðu
að hermönnunum. I skjóli bak
við herbíla sína og skildi svör-
uðu hermennirnir með sínum
venjulegu vopnum gegn mót-
mælagöngum - táragasi, gúm-
kúlum og lituðu vatni úr vatns-
fallbyssum. En skyndilega
breyttist sviðið. Bresku her-
mennirnir yfirgáfu götuvígi sín
og réðust til atlögu gegn mót-
mælagönguliðinu, sem safnast
hafði saman við Free Derry
Corner, þar sem Bernadetta
Devlin ætlaði að fara að halda
ræðu. Þeir skutu beint inn í
mannfjöldann og linntu ekki
skothríðinni fyrr en eftir 20
mínútur. Þá lágu þrettán manns
í valnum, þar af sjö unglingar og
sautján voru fluttir sjúkrahús,
alvarlega særðir.
Bresk yfirvöld gáfu þá skýr-
ingu á framferði hermannanna,
að leyniskyttur hefðu skotið á þá
og árásin hefði verið gerð í
sjálfsvörn. Enginn breskur her-
maður hafði þó orðið fyrir skoti
og allt benti til að skotárásin
hefði verið tilefnislaus.
Við opinbera réttarrannsókn
var herinn sýknaður af öllum
ákærum.
Heiðursborgarar fjallar um
hliðstæðu þess er að framan
greinir. Leikurinn gerist í og við
ráðhúsið í Derry. í skrifstofu
borgarstjóra hafa þrír þátttak-
endur í mótmælagöngu leitað
skjóls fyrir ofbeldi hersins. Þessi
óvænta taka ráðhússins, sem í
uppþotinu var óvarið og mann-
laust, veldur ringulreið her-
stjórnarinnar. Tákn þess valds,
sem mótmælendur andæfa, ráð-
hús borgarinnar fellur i hendur
„óvinanna“ óvænt og bardaga-
laust - hvílík ósköp. Sögusagnir
um 40-50 manna flokk vopnaðra
ofbeldisseggja verða tilefni
þeirra aðgerða, sem enda meðþví
að þremenningarnir eru skotn-
ir.
Leikurinn hefst þar sem hinir
þrír liggja í valnum úti fyrir
ráðhúsinu, blaðamaður og prest-
ur birtast og fremja sínar
kúnstir, dómari sem er nokkurs
konar sögumaður kemur til
skjalanna og yfirheyrslur hefjast,
en þær eiga að leiða í ljós með
hverjum hætti dauða þremenn-
inganna bar að höndum.
Markmið málsrannsóknarinn
ar er að finna út hvort herinn
hafi myrt vopnlausa vesalinga
eða aðeins skotið vopnaða of-
beldismenn. Gangur leiksins er
annars vegar það sem fram fer
inni í ráðhúsinu áður en ósköpin
dundu yfir og hinsvegar vitna-
leiðslur varðandi aðgerðir hers-
ins í umsátinni og ástand
fórnarlambanna eftir skothríð-
ina. Auk þess birtast prestur, í
stólnum, hermenn og blaða-
menn, róni og dr. Dodds
(amerískur félagsfræðingur) inn
á milli utan, framan og ofan við
aðalsviðið. Þannig gerist leikur-
inn á ýmsum tímum án þess það
sé á nokkurn hátt ruglandi fyrir
tímaskynjun áhorfanda.
Heiðursborgararnir Lily,
Skinner og Michel, sem fyrir
tilviljun leita skjóls í ráðhúsinu,
eru persónugerfingar jafn
margra skoðanahópa meðal ka-
þólska minnihlutans. Lily,ellefu
barna móðir og eiginkona ör-
yrkja skrimtir á skúringavinnu.
Hún þekkir ekkert nema fátækt,
býr í tveim herbergjum án
hreinlætisaðstöðu og eitt ellefu
barna er mongólít. Lily „gengur
Framhald á síðu 6.
NORÐHRLAND- 3