Norðurland


Norðurland - 07.12.1978, Side 4

Norðurland - 07.12.1978, Side 4
NORÐURIAND Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erlingur Sigurðarson, Páll Hlöðvesson, Katrín Jónsdóttiroa Guðrún Aðalstelnsdóttir. Ritstjóri: Vilborg Harðardóttir fábm.). Dreifing og auglýsingar: Ingibjörg Jónasdóttir. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:íiðsvállagata 18, sími 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins. Einkaframtak á Norðurlandi Rústir og flök Vandræði Þórshafnarbúa eru vandræði annara sjávar- plássa á Norðurlandi. Ekki vegna þess að þau séu sams konar og brýnustu viðfangsefni flestra útgerðarstaða dreifbýlisins, heldur eru þau samkynja þeim vanda- málum, sem þrúga framleiðslustéttirnar á hverju byggðu bóli á landi hér, en þó fyrst og fremst það fólk, sem hefur framfærslu sína af því að breyta verðmætum fiskimiðanna í seljanlega vöru. Þar af leiðir að lausn þess vanda, sem að Þórshafnarbúum stafar hlýtur að vera sérstakt áhyggjuefni alþýðubandalagsmanna engu síður, og raunar því fremur sem málefnið heyrir nú undir ráðherra Alþýðuflokksins. Fá byggðarlög á landi hér eru betur fallin til þess að veita íbúum sínum góða framfærslu. Höfnin liggur vel við fiskigengd í öllu sæmilegu árferði, íbúarnir afbragðsfólk til verka, uppsveitirnar víðlendar og grónar, byggðar dugandi bændum. En engin fámenn byggð orkar að halda sínu fyrir þess háttar lýð, sem darkað hefur um garða á Þórshöfn síðustu árin og kastar nú tólfunum er formælanda þeirra aurabræðra, Krist jáni Ragnarssyni, formanni L.I.U. er falið að túlka árangurinn fyrir alþjóð. Þórshafnarbúar höfðu komið sér upp fullkomnu fískiðjuveri í bjartsýni vinstristjórnaráranna, þótt ekki yrði fullbúið fyrr en syrt hafði í hinn pólitíska ál að nýju með myndun íhaldsstjórnar. Samtímis tóku þeir við síldarverksmiðju úr hendi ríkisábyrgðarsjóðs, en frá því einkafyrirtæki höfðu hlaupist nokkrir framtaks- samir skjólstæðingar L.Í.Ú. - Verksmiðjan var vel til þess fallin að styðja atvinnu Þórshafnarbúa ásamt físk- iðjuverinu. Bæði fyrirtækin eru í eigu Þórshafnarbúa allra, - 450 að tölu. Þegar hér var komið urðu fiskiþrot ágrunnslóð Þist- ilfjarðar vegna ágangs breskra L.I.Ú. manna á fiskimiðunum fyrir Austurlandi. Bátafiotinn sem árum saman hafði tryggt Þórshafnarbúum nægilegt hráefni til vinnslunnar í landi, gat ekki sótt fískinn þangað sem nú þurfti. Þeir urðu að cignast togskip. Þá var komin til valda ríkisstjórn studd af þeim meirihluta L.Í.Ú., sem eflir fyrirbærið Kristján Ragn- arsson í st jórn Landssambands íslenskra útvegsmanna. Hún bannaði Þórshafnarbúum að kaupa sér nýtt og fullkomið togskip, en gerði þeim þann kost einan að taka við gamalli óhappafleytu, sem þeir L.Í.Ú. menn á Suðurnesjum höfðu þá nýlega velt af sér yfir á lána- stofnanir með óheyrilegum skuldum. Við þessari fleytu hlutu þeir Þórshafnarmenn að taka, nauðugir viljugir með von í guðsmildinni einni saman, og fór sem fór. Það er rétt að skuldirnar, sem hlaðist hafa á lífsbjarg arfyrirtæki þeirra 450 Þórshafnarbúa vegna þessarar ráðdeildar nema nú yfir 900 miljónum, eða meira en tveimur miljónum króna á hvert mannsbarn í plássinu, og eru óbærilegar, - en hvað snertir ráðdeild með opin- bert fé munu þær lánveitingar þó standast býsna vel samanburð við fjárfestingar á Suðurnesjum. Þar má finna dæmi þess að tveir einstaklingar skuldi sinn miljarðinn hvor - umfram eignir •* og neyti enn at- kvæðisréttar síns til að kjósa Kristján Ragnarsson til formennsku í L.Í.Ú. Vel má vera að hægt verði að tryggja fiskiðjuverinu á Þórshöfn afla til úrvinnslu með öðrum hætti en þeim að Þórshafnarbúar geri út togara - en með smábátum einum verður þetta ekki gert svo sem formaður L.Í.Ú. taldi. Hann vinnur að því þessa dagana að útdeila peningum úr gengishagnaðarsjóði til þess að borga útvegsmönnum við Faxaflóa fyrir að hætta að gera út fiskiskip, sem eru miklu fullkomnari en þau, sem hann ætlar nú sjómönnum á Þórshöfn að nota til hráefnis- öflunar í frystihúsið sitt. Er nú mikið í húfi að þeim félögum takist ekki, ofan á allt annað, að koma þeim fleytum yfír á bak Þórshafnarbúum, sem hafa fengið sig fullsadda af því að bera þá skuldabagga, sem hvíla á verksmiðjurústum og skipsflökum sunnlenskra út- gerðarbraskara. s. • Mörg orð hafa verið leyst undanfarin ár um svokallað ending á vinnumarkaði. Aðri: bónuskerfí við fiskvinnslu í frystihúsum, og ýmsar skoðanir hver sem hann sáir. eru á lofti. Margir eru mjög hlynntir ákvæðisvinnu þar sem henni verður við komið, og má segja að hún sé mjög að ryðja tímavinnunni úr vegi í mörgum starfsgreinum. í dagskrár- grein í Þjóðv. kom nýlega fram sú skoðun að bónusinn væri bará „plat“, þjóðfélagið hefði fundið þetta upp sem skálka- skjól þess að geta ekki greitt verkafólki verðug vinnulaun. Dæmið var í stuttu máli sett upp svona: meiri vinna + jafn- langur vinnutími = hærra kaup + meiri þreyta + skemmri BÓNUSÁ Hver var ástæða þess að bónuskerfí var tekið upp hér, Aðalsteinn? Nokkur hluti starfsfólksins óskaði þess mjög eindregið. Auk þess hefur þetta lengi verið til athugunar hjá stjórnendum til að kanna hvort hægt væri að auka og bæta framleiðslu. Að- dragandinn var langur, u.þ.b. ár. Fyrst var skipuð bónusnefnd, sem telja má nýjung. I henni voru fjórar konur, kosnar af starfsfólkinu. Fór ég með þeim til Grenivíkur og Húsavíkur til að kynna þeim bónuskerfi þar og síðan miðluðu þær upplýsingum til starfsfélaga sinna hér. Hvað kom út úr þessari könnun? I september sl. var haldinn sameiginlegur fundur með starfs fólkinu hér og fulltrúum frá ASI og Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna, þar sem bónus- inn var nánar kynntur. Síðan var gengið til atkvæðagreiðslu um það hvort bónuskerfíð skyldi reynt. Hvenær var síðan byrjað að vinna eftir bónuskerfinu? Tilraunaskráning hófst seinni hlutann í október og byrjað var að greiða samkvæmt skráningu 2. nóvember. Reynslutíma lýkur um áramót. Þá verður aftur atkvæðagreiðsla meðal starfs- fólks um það hvort haldið verður áfram. Er hér um að ræða sams konar kerfi og tíðkast annars staðar á landinu? Til eru tvenns konar kerfi, annars vegar þar sem varan er fullunnin á vinnsluborði, hins vegar þar sem snyrt er sér og vigtað og pakkað sér. Hinn almenni bónussamningur hefur verið í endurskoðun og var hann samþykktur af aðilum vinnu- markaðarins 1. ágúst sl. Vinnum við samkvæmt honum í einu og öllu. Hér eru í gangi bæði kerfín og við frystingu er öðru starfs- fólki en stúlkum við vinnslu- borðin greidd ákveðin premía. Hvernig var fólkið frætt um þetta nýja fyrirkomulag? Við vorum svo heppin að um það leyti sem reynslutíminn var að heefjast hér, var haldið á Akureyri vikunámskeið á vegum ASÍ, Vinnumálasambandsins og Vinnuveitendasambandsins fyr- ir frystihúsin í Eyjafirði. Þangað gafst okkur kostur að senda trúnaðarmann, skráningarstúlku og yfirmann frá húsinu. Nýtingin jafnari Hvað er hægt að segja um afköst og nýtingu að svo stöddu? Nýtingin hefur aukist um ca. 1-2%, sem felst aðallega í því að bilið á milli einstaklinga hefur minnkað og nýting orðið jafnari. Þó vil ég geta þess, að við vorum áður með hæstu tímavinnuhús- um í nýtingu. Hvað afköst varðar má segja að þau séu mun jafnari og bilið milli einstaklinga minna eins og varðandi nýtinguna. Fram- leiðslumagn pr. dag hefur ekki aukist enn, þar sem við höfum ekki möguleika á jafnmörgu fólki í vinnslusal og áður. Hvers vegna ekki? Við höfðum áður í full- vinnslukerfínu 4-6 stúlkur á borði, en samningarnir leyfa ekki fleiri en 3 saman og vegna þrengsla gátum við ekki fjölgað borðum. Við vildum hafa sér- stök borð þar sem gætu verið 4-6 stúlkur við hvert og reyna þannig hópbónus, þar sem hvert borð kæmi út sem einn hópur. Þetta vildi ASÍ ekki leyfa og fínnst mér það mikil þröngsýni. Telur þú hópbónus hag- stæðari fyrir fólkið sjálft? Við teljum okkur hafa rök fyrir því að það sé alveg eins hagkvæmt fyrir fólkið. I hóp- bónus verða einstaklingarnir að veita hver öðrum hjálparhönd, og sá sem minna má sín verður ekki útundan. Því miður verður að segjast að núverandi kerfí getur kallað fram vissar kenndir, svo sem mikla samkeppni, stress o.fl. En ég vil eindregið geta þess að við höfum með upplýsinga- starfsemi lagt höfuðáherslu á góðan starfsanda, sem hefur að ég held alla tíð verið hér og virðist ekki hafa breyst við ákvæðisvinnu. Það var áhugi meðal frysti- hússmanna annars staðar á landinu að reyna hópbónus. Aðrar þjóðir hafa margar hverjar tekið upp það fyrirkomulag eftir reynslu af sams konar kerfi og ríkir hér í dag, og mættum við taka mið af því. Núverandi fyrirkomulag er nefnilega á margan hátt þungt í vöfum og ég álít að það hamli gegn framþró- un í vinnsluháttum. Þurftuð þið að segja fólki upp vegna þrengsla? Nei, engum var sagt upp. Hins vegar er hér alltaf mun fleira fólk á sumrin en veturna, og er þar td. um að ræða skólafólk sem kemur inn á vorin. Fjöldi starsfólks nú er einsog þegar fæst er yfír veturinn, og getum við ekki bætt við fólki þó að við vildum. Þó má geta þess að enginn er á biðlista sem stendur. Það er til bóta, að stækkun á vinnusal og aðrar breytingar á húsinu standa fyrir dyrum og undirbúningsvinna þegar hafín. Einnig er nýbúið að setja upp nýjan frystiskáp, sem eykur frystigetuna til muna. Sævaldur: Sáróánægðurfyr ir hússins hönd. • En hvað segir starfsfólk f: Þar var bónuskerfi komið á ni enn yfír. Við litum þar inn og stjóra um álit þeirra á breyt • Aðalsteinn Gottskálkssor vinnusal er við komum, og okkar. DAL Skilningur og sam- starfsvilji Er fólkið hér almennt ánægt það sem af er? , Já, ég held það yfirleitt, og mig grunar að flestir yrðu samþykkir ef gengið yrði til atkvæðagreiðslu í dag. I byrjun voru sumir hræddir við stress en við reyndum að undirbúa þetta mjög vel og ég hef ekki orðið mikið var við það. Það má segja að tekjuaukning hafi orðið töluverð hjá fólki. Er ekki erfitt að kollvarpa svona skipulaginu? Jú, það er erfitt í byrjun að breyta svona miklu, en útreikn- ingar hjá okkur fara allir í tölvuvinnslu hjá KEA á Akur- eyri, og auðveldar það alla vinnu. ' - En fólkið hefur líka auð- veldað okkur vinnu við breyt- inguna með skilningi og góðum samstarfsvilja og fyrir það er ég mjög þakklátur. Þess má geta að Hríseyingar hyggjast líka nota sér tölvuna í Hvað segir \ Þá var næst- að kynna sér viðhorf verkafólksins til bónuskerfisins. Við vorum svo heppin að hitta á pásu í salnum svo við þurftum ekki að tefja fólk frá vinnu. Fyrstar urðu á vegi okkar Sigrún Friðriksdóttir og Erna Hallgrímsdóttir, og við spurðum þær hvort þær væru ánægðari nú en í tímavinnunni. Sigrún: Eg er nýbyrjuð eftir margra ára hlé. Eg held þetta sé meira gaman, og fólk vinnur áreiðanlega betur núna. Tíma- vinnan bauð frekar upp á að slóra. Erna: Já, ég held að þetta sé betra, þótt reynsla okkar sé ekki mikil ennþá. Mér fínnst sjálfsagt að hver og einn fái greitt fyrir afköst sín. Eruð þið ekkert stress- aðar? Báðar: Nei, alls ekki. Rúna Rúnarsdóttir, Dana Jóna Sveinsdóttir og Vigdís Sigurðardóttir notuðu pás- una til að spila á spil og voru fúsar að segja okkur álit sitt á bónuskerfinu. Luku þær allar upp einum munni um að þetta væri sko miklu betra en tímavinnan, og þær vildu ekki skipta. Þær kváðust hafa bætt við sig 25-30 þús. kr. fyrstu sjö dagana, en árangurinn færi auðvitað eftir því hvemig fiskur- inn væri. Er sko munur! I því bar að Hafdísi Sverr- isdóttur og þær stöllur bentu okkur á að tala við hana, - „því hún væri svo ofsa fljót.“ Hafdís var sammála þeim um ágæti bónuskerfisins. - Þetta er sko einhver munur, sagði hún. - Eg mundi ekki vilja fara í tímavinnu aftur. Er það rétt hjá stelpunum að þú sért ofsalega fijót? Ekki skal ég fullyrða neitt um það. En mér er sama þó ég segi ykkur, að fyrstu 7 dagana bætti 4 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.