Norðurland


Norðurland - 07.12.1978, Side 5

Norðurland - 07.12.1978, Side 5
r telja réttmætt að svo uppskeri rystihúss ÚKED um þetta mál? ú í haust og stendur reynslutími ræddum við verkafólk og verk- ingunni. 1 verkstjóri var á þönum inni í var hann fús að svala forvitni VÍK framtíðinni, og á þann hátt ætlum við að reyna að hafa samráð og samvinnu sem mun verða til hagsbóta fyrir bæði húsin. Það má telja einn af kostunum við bónuskerfíð, að það býður upp á auknar upplýsingar og gefur möguleika á betri stjórn- un. Ef þú mættir velja á milli bónus- og tímavinnu nú, hvort myndirðu kjósa. Eg held að okkur yrði ekki stætt á því að fara aftur yfir í tímavinnu, margar stúlkur höfðu í haust haft við orð að segja upp ef ekki yrði farið yfír í bónus. Hins vegar er ég ekki alls kostar nógu ánægður með bón- uskerfið í þeirri mynd sem það er. Eins og ég hef áður sagt er það á vissan hátt bremsa á framþróun, þar sem það bindur frystihúsin við einfaldari fram- leiðsluhætti. Þetta er að mörgu leyti staðnað kerfi og ég tel að alltof lítið sé gert af því að endurskoða það og þróa. erkafólkið? ég við mig 45 þús. kr., enþað var fremur góður fískur. Svo er þetta líka meira gaman. Sævaldur Sigurðsson er gamalreyndur í fískvinnu, Hann sat í rólegheitum og sötraði kaffíð sitt í hléinu. Ég verð að segja að ég er sáróánægður með þetta fyrir- komulag fyrir hússins hönd. Ég tel af afköstin séu ekki nógu mikil af því að stúlkurnar eru svo fáar og ekki hægt að bæta við. Þegar flest var á húsinu unnum við u.þ.b. 5-10 tonnum meira á dag. Ég hef jú aðeins hærri laun, en hjá okkur karlmönnum, sem fáum greidda premíu, er ekki um eins mikil uppgrip að ræða og hjá stúlkunum, þar eð við erum svo margir sem skiptum ágóðanum. Verna Sigurðardóttir og Asgerður Jónsdóttir vinna saman á borði. Þær sögðust afskaplega lítið geta sagt um kosti og galla nýja fyrirkomu- lagsins að svo stöddu. Asgerður sagði að vissulega væru laun þeirra hærri, en þar væri e.t.v. ekki öll sagan sögð. - Mig grun- ar nú að fólkið endist ekki eins vel á vinnumarkaðinum með þessu móti', sérstaklega ekki eldra fólk, sagði hún að lokum. Verna: Mér fínnst þetta fremur jákvætt en hitt, annars ættuð þið bara að koma og prófa þetta sjálf. Þcer hafa alltaf unn- ið samviskusamlega Við snerum okkur að þeim Sigríði Hermannsdóttur og Hildi Jóhannsdóttur, en sú síðarnefnda er trúnaðarmað ur á staðnum. Við spurðum þær hvort starfsandinn hefði breyst á einhvern hátt. Sigríður: Ekki hef ég orðið vör við það. Að vísu voru sjálfsagt flestir svolítið spenntir allra fyrst eftir breytinguna, en mér fínnst allt vera komið í sama horf aftur og andinn vera góður. Ég álít að meirihlutinn sé hlynntur bónus. Hildur: Þær eiga skilið að fá greitt fyrir sín afköst. Ásgerður (t.v.) og Friðgerður telja fólk munu endast skemur á vinnumarkaðnum í bónus. Rúna bætti við sig fleiri.þúsundum fyrstu vikuna. Aðalheiður: Öll jafn góðir vinir og áður. Hildur: Andinn er held ég alveg jafngóður eftir sém áður, og margir mun ánægðari. Sjálf samgleðst ég stúlkum sem hafa unnið hér í áraraðir og koma út með þó nokkurn bónus án þess að veruleg hraðaaukning sjáist hjá þeim. Þetta sýnir að þær hafa alltaf unnið vel og samviskusam- lega og eiga áreiðanlega skilið að fá greitt fyrir sín afköst. Við spurðum Jónu Sigur- pálsdóttur hvort hún hefði orðið vör við ókosti samfara breytingunni. Ég get nú lítið sagt um það að svo stöddu, mér finnst þetta að mörgu leyti betra. En hitt er svo aftur álitamál hvort útkoman er réttlát, þar sem ekki búa allir við sama hlut, vinnslustúlkur ann- ars vegar og svo fólkið sem vinnur kringum þær hins vegar. Þetta verður eflaust seint metið til fullnustu. Er þetta mikið kapphlaup um hærri láun?“ Ekki álít ég að svo se em- göngu, þetta verður á margan hátt líflegra, en svo er sjálfsagt líka um persónulegan memað að ræða að einhverju leyti. Viðtöl: Brynja og Rúnar Myndir: Rögnvaldur Friðbjörnsson Hulda Pálsdóttir og Aðal- heiður Árnadóttir kváðust ánægðar að því leyti sem þessi stutta reynsla gæfí til kynna. Hulda tók fram að hún ynni bara hálfan daginn og væri hún því ekki dómbær á við þá sem stæðu frá morgni til kvölds. - En ég verð að segja fyrir mitt leyti, sagði hún, að mér fínnst þetta miklu skemmtilegra og vinnu- tíminn er miklu fljótari að líða. Að svo stöddu tel ég mig ekki geta sagt um hvort einhverjir ókostir fylgja breytingunni, en ég er að minnsta kosti ekkert stressuð. Aðalheiður: Ég hef alltaf verið hlynnt því að bónuskerfíð væri tekið upp hér, mér fínnst sjálfsagt að allir fái greitt fyrir sín afköst. Auðvitað býst ég við að fólkið sé misjafnlega ánægt með þetta, en ég held að við séum öll jafn góðir vinir og áður. Við fengum góða fræðslu um bón- uskerfið fyrirfram, og svo höfum við reynslutíma fram að áramót- um til að mynda okkur fullnað- arskoðun. Friðgerður Oddmunds- dóttir sagðist ekki vilja fella dóm á bónuskerfíð eftir svona stuttan tíma. Annars hef ég alltaf verið á móti þessu kerfi og tel að það geti boðið upp á óhóflega samkeppni og meting. Mín skoðun er sú, að fólk endist um þaðbil 5-10 árum skemur á vinnumarkaði í bónus. Starfsandinn gildir sem fyrr Niðri í frystiklefa hittum við þá Jón Steingrímsson, Sæmund H. Andersen og Rúnar Þorleifsson. Þeim fannst framleiðslan ekki vera nógu mikil, sem stafaði af fólksfæðinni í salnum. Að öðru leyti sögðust þeir lítið geta sagt um breytinguna. Rúnar sagði að það væri spuming um breytingu til batnaðar varðandi laun hjá nokkrum karlmönnum, sem hefðu áður verið yfírborgaðir en þeim samningum hefði verið sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara við tilkomu bónuskerf- isins. Enn væri ekki komið í ljós hvort tekjuaukning yrði hjá þessum mönnum. Hitt væri ljóst að tekjur premíumanna byggð- ust algjörlega á afköstum stúlkn- ina í salnum. Finnst ykkur þið hafa ngið nógar upplýsingar m bónuskerfíð áður en yrjað var? Rúnar: Já, ég held það, hér >mu menn að sunnan til að :skýra þetta fyrir okkur og var likið áþví aðgræða. Að lokum igðust þeir félagar binda vonir ð að ástandið yrði á allan hátt itra þegar búið yrði að breyta úsinu og stækka vinnusalinn. tarfsandinn væri góður sem rrr, og það væri stórt atriði. Er við kvöddum á frystihús- iu var ekki laust við að með kkur bærðist eilítil löngun til að ika áskorun Vernu um að prófa sjálf.“ Þess skal getið í lokin, að estir viðmælendur okkar töldu viðtal, þar sem reynslutíma væri enn ekki lokið. „Komið aftur þegar við verðum búin að kynnast þessu betur,“ kallaði einhver á eftir okkur. Hver veit nema við gerum það? - Rúnar - Brynja. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.