Norðurland - 07.12.1978, Side 8
NORÐURIAND
Fimmtudagur 7. desember 1978
MÁLGAGN SÓSÍALISTA
í NORÐURLANDSKJÖR-
DÆMI EYSTRA
GERIST
ÁSKRIFENDUR
- Stminn er 2-18-75 -
AUGLÝSIÐ I
NÖRÐURLANDI
- Síminn er 2-18-75 -
Rauðsokkar flytja samfellda
samskipti karla og kvenna.
Aðventu-
kerti
V með
I .dagatali
A tu
jola
margar
gerðir
KJOR
3LJOIR
dagskrá, „! blíðu og stríðu“ um Samtelld dagskrá um hernámið flutt á fundi Samtaka herstöðva-
andstæðinga. Að neðan: Anni Haugen flytur ræðu.
Baráttufólk meðfundi áAkureyri
Fullveldisfundur
og Rauðsokkahátíð
Tvenn baráttusamtök héldu
fundi á Akureyri um síðustu
helgi. A laugardaginn héldu
rauðsokkar hátíð í Sjálfstæð-
ishúsinu í samvinnu við
áhugafólk um jafnréttismál
á Akureyri og á sunnudag
héldu Samtök herstöðvaand
stæðinga fund á KEA í tilefni
60 ára fullveldis Islands.
Vegna rúmleysis í blaðinu er
ekki hægt að segja ítarlega frá
fundarhöldunum að þessu sinni
og verða myndimar að nægja, en
hvorttveggja fór fram einsog
áætlað var og áður frá sagt í
blaðinu og tókst vel. Fundur
herstöðvaandstæðinga var sæmi-
lega sóttur, en fleiri hefðu
gjarnan mátt koma og njóta frá-
bærrar dagskrár rauðsokka og
fjömgra umræðna i kaffíhléi.
Lceknamiðstöðin á Akureyri fimm ára
Þjónustan nær til
15 þúsund manns
Um 35 þúsund manns leita
árlega læknis á Læknamið-
stöðinni á Akureyri og sím-
töl við lækna eru að auki um
37 þúsund. Hafa sjúklingar
því alls samband við lækna á
stöðinni um 72 þúsund sinn-
um á ári.
Þetta eru ekki nákvæmar
tölur, en fundnar samkvæmt
skyndikönnunum, sem gerðar
hafa verið á aðsókn, að því er
segir i fréttatilkynningu frá
Læknamiðstöðinni. Auk þessa
er leitað upplýsinga og ýmislegr-
ar fyrirgreiðslu hjá starfsfólki
stöðvarinnar (tímapantanir o.fl.)
um 39 þús. sinnum á ári, að lang-
mestu leyti í síma. Alls er því
leitað til stöðvarinnar uþb. 111
þúsund sinnum á ári.
Læknamiðstöðin á Akureyri
hefur nú starfað í full fimm ár.
Þar er gegnt heimilislækningum
fyrir Akureyri og nágranna-
byggðir eða alls fyrir um 15.000
manns, auk aðkomumanna við
vinnu í bænum, skólanemenda
og ferðafólks. Annars staðar á
landinu mun ekki jafn fjölmenn-
ur hópur sækja slíka þjónustu á
einn ig sama stað. Auk þessa
annast stöðin símaþjónustu við
mæoravemd, ungbamavernd og
berklaeftirlit um skiptiborð
Læknamiðstöðvarinnar og tals-
verð sérfræðiþjónusta fer fram á
stöðinni.
Aðalvandræði og kvartanir
eru um, að erfitt sé að ná í
Læknamiðstöðina í síma. Lækna
miðstöðin hefur sjö símalínur.
Starfsfólk stöðvarinnar álítur,
að hér geti verið mjög til
hagræðis, að þeir, sem geta, gefi
afgreiðslunni upp símanúmer
sín og verður þá séð um, að
læknir hringi til þeirra. Þeir geta
þá vikið úr símanum í bráð, og
gefið öðrum tækifæri til þess að
ná sambandi við stöðina.
Læknamiðstöðin biður að
lokum fyrir þakkir til bæjarbúa
fyrir stuðning og samvinnu
ÍBÚÐIR
til sölu!
Til sölu íbúðir í smíðum við Smárahlíð 14-16 í
Glerárhverfi.
Verða seldar tilbúnar undir tréverk. öll sameign
frágengin.
Væntanleg verslunarmiðstöð í næsta nágrenni.
Lán Húsnæðismálastofnunar væntanlega 5.5
milljónir á næsta ári.
Tryggið yður íbúð í tíma. Sími (96)21604.
BY GGIN G AVERKT AK AR
HAFNARSTRÆTI107 AKUREYRI
VOlllIM At> TAKA I JPP
[JÍRÁ
JV
\1\ Mií
JASMIN
AIJSTUULEN/
IJADKAVliRÖLl)
VEKJUM ATHYGLI I
Á LEIKFANGADEILD ■
vÐfí/ÍD/ SjMI: 25757
HAFNARSTRÆTI 85
OPNUM KL.10 FH.OPIÐ LAUGARDAG TIL KL.16
Aðventutón-
leikar í Akur-
eyrarkirkju
Aðventutónleikar verða
haldnir í Akureyrarkirkju
sunnudaginn 10. des. nk.
kl. 17. A efnisskrá er ein-
leikur á flautu, orgeltón-
list, blokkflautuhljóm-
sveit með söngrödd og
strengjasveit Tónlistar-
skólans flytur jólalög. Að-
gangur er ókeypis.
Sl. sunnudag voru haldnir
fullveldistónleikar og voru
þeir helgaðir íslenskri tónlist
og þá ma. frumflutt tónverk
eftir Leif Þórarinsson, sem
nú kennir við Tónlistarskól-
ann. Var tónleikunum mjög
vel tekið.
Síðasta tónlistarkynning
Leifs fyrir jól á strengja-
kvartettum Beethovens
verður nk. þriðjudagskvöld
kl. 20:30 í Tónlistarskólanum
og er öllum heimill aðgangur.
Málverkasýn-
ing Kára Sig-
urðssonar
Kári Sigurðsson hélt mál-
verkasýningu í safnahús-
inu á Húsavík 1.-4. des. og
sýndi 40 myndir, flestar
unnar á sl. ári, en þær
elstu frá 1966.
Kári notar olíuliti, acryl og
svarthvítt og einnig blýants-
teikningu. Hann hefur áður
haldið einkasýningu 1969 á
Vopnafirði og tvisvar tekið
þátt í samsýningum. Kári er
búsettur á Húsavík, húsa-
smiður að mennt, en vinnur
nú við afgreiðslustörf hjá
Kaupfélagi Þingeyinga.
Góð aðsókn var að sýning-
unni og 18 myndir seldust.
-Ben.
Barnaverndar-
störf til félags-
málaráðs
Félagsmálaráði Akureyrar
hefur með heimild mennta-
málaráðuneytisins verið falin
störf barnavemdarnefndar í
bænum. Verður bamavemd-
arnefnd þá ekki kosin.
Efast um af-
stöðu LA
Samningsuppkast við Leik-
félag Akureyrar um leigu á
samkomuhúsi bæjarins til
þriggja ára var til umræðu hjá
bæjarstjórn Akureyrar ný-
lega, og kom þar ma. fram,
að í því er gert ráð fyrir, að
starfsemi „sem tíðkast hefur“
haldi áfram í húsinu þótt það
sé á höndum LA. Var td.
spurt um leikstarfsemi Leik-
félags MA, sem þar hefur
haft aðgang í hálfa öld, en
ekki alltaf árekstralaust -
hvernig yrði leyst úr slíku, og
hvað um rétt annarra til að-
gangs í húsinu, td. leikfélaga í
nágrannabyggðarlögum eða
KEA með sína hefðbundnu
fundi?
Eftir nokkrar umræður var
samþykkt að vísa samningn-
um aftur til bæjarráðs til frek-
ari skoðunar á slíkum atrið-
um.
Nemabústað
FSA breytt í
leikskóla
Ákveðið er að breyta núver-
andi nemabústað við Fjórð-
ungssjúkrahúsið (Spítalavegi
11) í leikskóla fyrir FSA. Þarf
mjög litlar breytingar að gera
á húsinu sjálfu vegna breyttr-
ar starfsemi.