Norðurland


Norðurland - 08.02.1979, Qupperneq 3

Norðurland - 08.02.1979, Qupperneq 3
Sósíalistar skemmtu sér sérdeilis vel á Akureyri ÁRSHÁ TÍÐIN fór fram með slíkum glæsibrag að fátt kann til jafnast. Svo margt var á boðstólum til upp- lyftingar andanum og hreyf- ingar magans að líður seint úr minni akureyrskra sósíalista. Mjór er mikils vísir. Kvartett Hins Himneska Friðar söng sig inn í hug og hjörtu áheyrenda við undirleik Soffíu Guðmundsdóttur. Grafalvarlegir stjórnmálamenn settu upp gamanbrár á góðu móti. Soffía Guðmundsdóttir, Hilmir Helgason og Kristín Á. ólafsdóttir. □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ □ □ Bifreiðaeigendur NÝKOMIÐ hjá Véladeild SKÍÐA GRINDUR. LÆST HURÐARHANDFÖNG. HÁSPENNUKEFLI. SVISSLÁSAR. FLAUTUR. VATNSLÁSAR. ÞURKUMÓTORAR. OG MARGT FLEIRA. SfMAR 21400 & 22 99 7 Enda árshátíðaránægjan enn að líða úr líkömum kommanna þegar þetta er skrifað. Kristín Á. Ólafsdóttir for- maður ABA setti hátíðina með stuttu ávarpi, - en síðan tók Óttar árshátíðartröll Einarsson við stjórn félaganna. Lukkaðist stjórnin prýðilega. Böðvar Guðmundsson flutti ræðu með gamansömu yfir- bragði, þarsem alvöruþunginn sauð og bullaði undir nirðri. Var ekki örgrannt um að ein- hverjir fölnuðu undir Böðvars- tölu á endasprettinum. Jón Laxdal Halldórsson las þýðingu sína á sögunni Ame- ríka er ekki til. Kristín söng við undirleik Böðvars baráttu- kvæði um konur og börn. Þá hvein hetjulega í Kvartett Hins Himneska Friðar alias: Guðjón E. Jónsson, Böðvar Guðmunds son, Steinar Þorsteinsson og Óttar Einarsson. Kvartettinn hafði verið í^strangri þjálfun undir agaðri stjórn Soffíu Guð- mundsdóttur, sem einnig var undirleikari. Var það mál manna að ef fjölgaði röddum (markvisst og áætlanabundið) væri hér komið efni í rauðan karlakór undir stjórn Soffíu á samkeppnisgrundvelli við Karlakórinn Geysi innan fárra ára. Einar Kristjánsson sagði frá kosninganótt sl. vor og hlýleg- um faðmlögum við kratisk kvendi þá nótt. Þá flutti Guðjón E. Jónsson frumortan gaman- brag um saklausa félaga sína í Alþýðubandalaginu. Síðan var sungið og dansað af krapti fram eftir nóttu. Það höfðu margir á orði, hversu vel þessi skemmtan fór fram. Sjálf- sagt hefur það haft siðbætandi áhrif á fullorðna á þessari hátíð, að börn og unglingar voru með fram eftir kveldi. Ættu fleiri að taka upp þann frjálsræðissið. Við oftar. Dansað upp úr skónum. Ragnheiður Pálsdóttir gefur einkunn fyrir kommapolka. í baksýn sést Jóhannes Hermundarson útskýra sósíalískt gaungulag fornt, fyrir Brynjari Skaptasyni. skaldið og framkvæmdastjórinn glotta við tönn. Jón Laxdal Hall- dórsson og Tryggvi Jakobsson. Árshátíðarnefndina skipuðu: Óttar Einarsson, Ragnheiður Pálsdóttir, Hannveig Valtýs- dóttir og Brynjar Skaptason. Virtist hún endurkjörin fyrir árið 1980 með alþjóðasöng verkalýðsins um fjegurleytið aðfararnótt sl. sunnudags. Gerist ðskrifendur að N0RDURLAN0I Það borgar sig því blaðíð fæst ekkert alltof víða í lausasölu. Áskriftargjaldið er nú kr. 2.500 fyrir hálft árið (rúmlega 20 tölublöð). Fyllið út áskriftarbeiðni og sendið hana til NORÐ- URLANDS, Box 492,~602 Akureyri. Einnig er hægt að hringja ( síma 96-21875 og biðja um áskrift að blaðinu. / z 3 V S é> 7 w. 8 '9 /o /o 2 /2 // /z 9 m /j 9 /7 7 /5 /é l’m 9 /3 1 b 9 /?- /8 9 /s // 9 8 <f 9 /5 irn 7 6' Z///M m 2 20 m mk V 2Z ffm W'Á 6? t'A m.i 9 /3 /0 9 fS /z 7 w/m t/Á/it 23 9 8 u 9 /7 23 9 m 2 wpfii w/i /7 ///////). m // 5 7 /S 9 Wffi/j rfi /5 tm /8 m 9 á 7 áHi /3 // 27 /s // / a é, W//M m 2 (o // 7 /7 7 wM, /5 /7 // ÍÉf 9 // m 7 // 2/ 9 23 % 2? /S 9 wM S//MÍ 28 /5 9 23 /8 WW// m 9 /5" WM 8 2S 2 m 'Æíi /o /6> /7 m W0i 27 /8 9 /5 W//4/ 26 // 27 ÍL /7 . •5 Krossgáta Rétt er að taka fram að í þe sari krossgátu er gerður skýr greinar- munur á breiðum sérhljóða og grönnum, t.d. getur a aldrei komið í stað á, og öfugt. Stafímir í reitunum undir krossgátunni mynda manns ■ nafn. Góða skemmtun! NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.