Norðurland


Norðurland - 08.02.1979, Qupperneq 8

Norðurland - 08.02.1979, Qupperneq 8
NORÐURtAND Fimmtudaginn 8. febrúar MÁLGAGN SÓSÍALISTA I NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST ÁSKRIFENDUR - Síminn er 2-18-75 - AUGLÝSIÐ I ' NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - Dalvík: Ihaldið þorði ekki Leikfélag MA Grísir gjalda SIGURBJÖRG ÓF-1 Sl. fímmtudag var nýr 550 lesta skuttogari sjósettur í Slipp- stöðinni á Akureyri. Skipið, sem er hið glæsilegasta, hlaut nafnið Sigurbjörg ÓF 1. Það var Guðfínna Pálsdóttir sem gaf skipinu nafn með sjó af Gríms- eyjarsundi. Skipið er hannað af starfs- mönnum Tæknideildar Slipp- stöðvarinnar. Mesta lengd skips ins er 54,98 m, en breidd 10,26 m. íbúðir eru fyrir 17 manns, 6 tveggja manna klefar og 5 einsmanns. Aðalvél er af gerð- inni BRONS 16GV-H, sem afkastar 2000 „A“ hestöflum við 375 sn. /mín. Auk þess tvær hjálparvélar, SAM- OFA 6DE10TA. Áformað er að skipið verði afhent eigendum, útgerð Magnúsar Gamalíelssonar hf. á Ólafsfirði í mars nk. Næstu vikur verður unnið að ýmsum lokafrágangi. Það var einmitt útgerð Magnúasar Gamalíels- sonar, sem samdi um smíði fyrsta stálskipsins í Slippstöðinni fyr- irröskum 14árum. Þaðskipvar 335 lesta og hlaut einnig nafnið SIGURBJORG og hefur reynst hið mesta happaskip. Ólafur Magnússon á Patreksfirði hefur keypt gömlu Sigurbjörgu. f þessari viku hófust æfíngar hjá Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri. Verkefni þessa árs er splunkunýtt leikrit sem einn kennari skólans skrifaði sér- staklega fyrir nemendur. Kenn- arinn er Böðvar Guðmunds- son og er þetta 4. leikrit hans. „Grísir gjalda, gömul svín valda“ er heiti verksins. Per- sónur eru u.þ.b. 70 og má þar nefna sögufræga einstaklinga eins og Mjallhvíti, Tassan og indíánann Big Foot. Vísitölu- fjölskyldan tekur þátt í leiknum ásamt górillum, kennurum, bændafólki, kirkjunnar mönn- um og vörðum laganna, svo ein- hverjir séu nefndir. Þrátt fyrir þennan hlutverkaíjölda eru leik endur aðeins 25 talsins. Mun fleiri standa að sýningunni, því hópur nemenda annast gerð leikmyndar og búninga, tón- listarflutning o.fl. Annar kennari Menntaskól- ans, Sverrir Páll Erlendsson, hefur samið lög fyrir verkið sem örn Magnússon nemandi í M.A. útsetur. Leikstjóri er Kristín Á. Ólafsdóttir. Ráðgert er að frumsýna í Samkomuhúsinu á tímabilinu 20.-26. mars. Alþýðubandalagið á Dalvík hélt fund 29. janúar sl. þrjú mál voru aðallega tekin fyrir á þess- um fundi. Ákveðið var að setja á laggirnar leshring um stefnu- skrá fíokksins. Verða haldin framsöguerindi á hverju kvöldi, en áætlað er að taki 7 kvöld að fara í gegnum gagnið. Þá var ákveðið að efna til leikhúsferðar til Akureyrar. Er hugur í mörgum að berja Stalín augum til gagns og ánægju nk. föstudag. Ameríski herinn var síðan til umfjöllunar. Kom fram áhugi að freista þess að halda opinn fund með áhugasömum her- stöðvaandstæðingum í hérað- inu í tilefni þrjátíu ára aðildar íslands að NATO 30. mars nk. Áhugi er á að efna til fjöl- breyttrar dagskrár af þessu til- efni. Fjörugar umræður urðu um herstöðvamálið í heild sinni. Þess má geta, að sl. haust sendi Alþýðubandalagið á Dalvík Sjálfstæðisfélaginu á staðnum bréf og bauð því að taka þátt í kappræðufundi um utanríkis- stefnu Alþýðubandalagsins og íhaldsins með sérstöku tilliti til verunnar í NATO. Sjálfstæðis- menn svöruðu með hjartnæmu bréfi eins og þeirra var von og vísa. Afþökkuðu þeir boðið á þeim forsendum, að Alþýðu- bandalagið væri nú aðili að ríkisstjórn með óbreyttri utan- ríkisstefnu. Styddi sú ríkisstjórn í einu og öllu þá stefnu í utan- ríkismálum sem Sjálfstæðis- flokkurinri hefði átt hvað stærst an þátt í að móta. Annað hvort eru þeir að gera gælur við þá hugmynd að and- staða frjálsborinna manna við herstöð á íslandi hafi sofnað endanlega með því að Alþýðu- bandalagið lét svæla sig til ríkís- stjórnarsamstarfs, þar sem ekki voru uppi neinar kröfur um að stugga við hernum. Eða þá hitt, - sem telja verður líklegra, að þeir hafi ekki treyst sér í um- ræðu um óskabarn þeirra á Miðnesheiði (enda var þá barna- ár í vændum). Alla vega fundust þess hvergi merki á félögum hér að hægt væri að rugla andstöðu Alþýðubandalagsfélaga gegn hernum og. NATO við stefnu ihaldsins í þeim málum. í lok umræðnanna var samþykkt ályktun um málið, sem birt var í síðasta tölublaði NORÐUR- LANDS. í lok fundarins leiddu bæjar- fulltrúar sósíalista á Dalvík, - þeir Óttar og Rafn umræðu um það sem er á döfinni í bæjar- stjórn. - Brynja. TONLEIKAR Martin Berkofsky píanóleikari hefur síðastliðinn mánuð hald- ið tónleika víða um Evrópu og hlotið lofsamlega dóma gagn- rýnenda. Hann dvelur hér á landi dag- ana 6.-17. febrúar, og leikur á vegum Tónlistarfélags Akur- eyrar i Borgarbíói laugardaginn 10. febrúar kl. 17, en daginn eftir leikur hann á Sauðárkróki á vegum Tónlistarskólans og Tónlistarfélagsins þar kl. 16. Martin leikur einnig í útvarpi og leiðbeinir á viku píanónám- skeiði við Tónlistarskólann á Akureyri. Á tónleikunum flytur hann verk eftir Schubert, Debussy, Hovhannes og List. Martin Berkofsky hlaut heið ursverðlaun við Yale-háskól- ann fyrir 2 árum síðan, en það er útnefning, sem listamenn eins og Menhuin, Isac Stern og Andre Watts höfðu áðurhlotið. Schubert-tónleika Berkof- skys og Hagan 26. nóvember sl., sagði tónlistargagnrýnandi Washington Post vera eina allra bestu Schubert-tónleika á því ári. Berkofsky hefur leikið inn á plötur með Sinfóníuhljómsveit Lundúna undir stjórn Dorati og einnig með Sinfóníuhljómsveit Berlínar. Aðgöngumiðasala á Akur- eyri fer fram í bókabúðinni Huld og við innganginn í Borg- arbíói á tónleikadegi. Allir á Steingrím Steingrímur Sigurðsson list málari opnar 42. sýningu sína að Gallerí Háhóli laug- ardaginn nk. kl. 3. Þetta er fjórða sýning Steingríms á Akureyri, en síðast var hann hér fyrir 9 árum. Hann er borinn og barn- fæddur Akureyringur, eins og flestir vita og allir sjá, - og hefur haldið sýningar heima og erlendis. Lista- maðurinn hlaut engin lista- mannalaun að þessu sinni, en tók því af karlmennsku, þótt litlu munaði að hann þyrfti að gefa kúnstina upp á bátinn í bókstaflegri merkingu. En hann var kominn á fremsta hlunn með að ráða sig á bát frá Patró. En sýningargyðj- unni tókst að afstýra þvíog Steingrímur er kominn í kufli sínum yfir Kjöl. Hann heldur aðeins fjögurra daga sýningu að þessu sinni, sem þýðir það að Akureyringar þurfa fljótra fóta við til að fara Steingrímsverk aug- um. Stalín Enn er Leikfélag Akureyr- ar að sýna framsæknasta verk vetrarins Stalín er ekki hér eftir Véstein Lúðvíks- son. Sýningar eru orðnar á annan tug og oftast fyrir fullu húsi. Fólki er ráðíagt að draga ekki að sjá þessa ítnu uppfærslu. Stalínsvík- ur engan, sem sér. Sýning- um verður að ljúka um miðjan mánuðinn. Um þessa helgi er sýnt á fimmtu dag, föstudag og laugar- dag, - en í næstu viku verða sýningar á þriðjudag, mið- vikudag og fímmtudag. Met, met, met Síðustu misseri hefur gam- all draugur úr kreppunni, - maraþondans - verið endur. vakinn meðal íslensks æsku lýðs. Akureyrskir ungling- ar settu um síðustu helgi „íslandsmet" í þessu kreppufyrirbæri. 46 munu hafa byrjað dansinn og sex krakkar staðið i þessu í yfir 19 klukkustundir. Er von- andi að unglingunum hafi ekki orðið meint af þessu sprikli. Nýútskrifaðir sjúkraliðar Sl. föstudag voru útskrif- aðir tíu sjúkraliðar frá Gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri og “ Fjórðungs- sjúkrahúsinu. Sjúkraliðarn- ir eru þeir fyrstu sem eru brautskráðir frá Gag^ fræðaskólanum. Þeir hófu nám ári ð 1976 og hafa tveggja ára skólanám að baki, þar af 34 vikna verk- legt nám á 5 deildum sjúkra hússins. Þeir eru allir ráðn- ir til starfa á FSA. Enginn karl var meðal hinna ný- útskrifuðu.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.