Norðurland - 15.02.1979, Blaðsíða 1
4. árgangur Fimmtudaginn 15. febrúar 1979 5. tölublað
Óli Jóh leggur fram
Undarlegt frumvarp
Nýung í Lundarskóla
Stefnt gegn streitu
Frumvarp það er for-
sætisráðherra lagði fram
um efnahagsmál var með
slíkum eindæmum að
verkalýðshreyfingin öll
reis þegar upp til andófs.
Alþýðubandalagið lýsti
þegar yfir andstöðu sinni
og ráðherrar þess gerðu
ítarlega bókun á ríkis-
Meirihluti bæjarstjórnar á Ak-
ureyri lagði fram ijárhagsáætl-
un fyrir bæjarsjóð sl. þriðjudag.
Niðurstöðutölur voru þrír
miljarðar átta hundruð tuttugu
og ein miljón króna. Bæjar-
fulltrúar sósíalista lýstu sér-
stöðu sinni að því leyti að
áætlun um rekstrarfé verði lítil-
lega skorin niður. I stáðinn
verði veitt aukið fé t.d. til
byggingar dagvistarheimilis í
Glerárhverfi. Ætti það þá að
verða tilbúið til notkunar sum-
arið 1980 eins og segir í sam-
starfssamningi meirihlutaflokk-
anna.
Bæjarstjórnarfundurinn var
sérstæður að því leyti að þar
voru um 30 áheyrendur. Voru
þeir að fylgjast sérstaklega með
viðtökum bæjarfulltrúa á Qár-
veitingu til dagvistarheimilis-
ins. Helgi Bergs fylgdi fjár-
hagsáætluninni -úr hlaði með
löngu máli og útskýrði einstaka
liði. Þá talaði Sigurður Óli
Brynjólfsson og fjallaði um
vinnu bæjarráðs á plagginu.
Sama gerði Gísli Jónsson sem
flutti ræðu sína á fögru máli.
Lýsti hann sig í meginatriðum
sammála fjárhagsáætluninni og
sagði aðeins vanta dágóðan
vilja og sæmilegt lag til að ná
samkomulagi allra flokka um
hana. Þó sagði hann ýmsan löst
á fjárhagsáætluninni og sagði
stjórnarfundi sl. þriðju-
dag á vegum þingflokks-
ins. Þar höfnuðu þeir al-
farið stórum kjaraskerð-
ingaratriðum í frumvarpi
Ólafs. Hvetja fulltrúar
sósíalista til nýrrar samn-
ingalotu um efnahagsmál-
in innan stjórnarflokk-
anna.
hana bera þess merki, að vera
eins og vængstýfður óskafugl
milli bæjarráðs og starfsmanna
bæjarins.
Soffía Guðrnundsdóttir tók
sérstaklega fram að fulltrúar
meirihlutans stæðu að áætl-
uninni með venjulegum fyrir-
vara. Þeir áskildu sér allan rétt
til að koma með breytinga-
tillögur. Enda hefðu fulltrúar
sósíalista ýmislegt til betrum-
bótar. Þá fjallaði hún nokkuð
um fjárhagsáætlunina almennt
og sagði það morgunljóst að
framkvæmdir á fjárhagsáætlun
væru of bundnar af lánsfé. Þá
benti Soffia á hve mikið fé væri
áætlað til svæðisíþróttahúss-
ins (130 milj.) og væri það e.t.v.
of dýr framkvæmd á kostnað
Miðstjórn ASÍ, stjórn BSRB
og stjórn Farmanna og fiski-
mannasambandsins gerðu á
þriðjudag í meginatriðum sam-
hljóða ályktanir þar sem þær
fólu fulltrúum sínum í vísitölu-
nefnd að bóka það álit, að með
því að leggja fram frumvarp
me ð tillögum í vísitölumálum
hefði forsætisráðherra slitið
störfum nefndarinnar. Skila-
bréf vísitölunefndarinnar, sem
hefði átt að leggjast fyrir ríkis-
stjórn á miðvikudag hefði því
misst gildi sitt. Voru samþykkt-
ir þessar gerðar samhljóða
nema í miðstjórn ASÍ, þarsem
íjórir kratar gengu undan og
gerðu sérbókun.
I frumvarpi Ólafs er stefnt á
kjaraskerðingar og kauplækk-
anir og mörg atriði eins og snið-
in út úr óskalista krata sem Al-
þýðubandalagið og verkalýðs-
hreyfingin hafa marghafnað.
Eftir viðbrögðum Alþýðu-
bandalagsins og verkalýðs-
hreyfingarinnar að dæma, -
munu litlar líkur á að frum-
varpið komi til frekari álita.
Einn þingmaðursósíalistahafði
á orði í spennu gærdagsins, að
þessa frumvarps biðu ekki
önnur örlög en úldna í skrif-
borðsskúffu forsætisráðherra.
Félagi Stefán Jónsson segir frá
spennandi þingdögum á bls. 2.
annarra á áætluninni. Síðan
íjallaði Soffía um það, að gert
Framhald á bls. 4.
Nýlega hófust æfingar á leik-
ritinu „Saumastofan“ eftir
Kjartan Ragnarsson hjá Leik-
félagi Dalvíkur undir leik-
stjórn Guðrúnar Alfreðsdóttur.
Guðrún er Dalvíkingum að
góðu kunn því hún setti þar upp
leikrit Birgis Sigurðssonar,
„Pétur og Rúna“ fyrir tveim-
ur árum. Stefnt er að frumsýn-
ingu upp úr miðjum mars.
Leikfélgið hefur hins vegar
ekki setið algjörlega auðum
Óhætt er að segja að það hafi
vakið mikla athygli og jákvæð
viðbrögð í bænum, þegar það
spurðist að gömlu einkunna-
gjafirnar hefðu verið aflagðar
við Lundarskóla. í stað hefð-
bundinna einkunna, fá nú nem-
endur umsögn sem tekur fleira
fyrir en beinharðan árangur á
prófum einan.
Við höfðum samband við
Hörð Ólafsson skólastjóra
Lundarskólans og spurðum
hann nánar um þetta nýja kerfi.
- Það má segja, sagði Hörður, -
að þetta kerfi sé tilkomið vegna
þess að við vildum frekar láta
koma til álita en hingað til
hvernig okkur hefur gengið með
uppeldisstarfið sjálft. Markmið
skólans er ekki eingöngu að
koma nemendum í gegn um
próf, heldur einnig að mennta
fólk í alhliða tilliti. Við vildum
líka losna við þann óþægilega
samkeppnis- og streituanda,
sem óneitanlega fylgir gamla
prófafyrirkomulaginu. Nýja
fyrirkomulagið er frá því í
haust. Við sendum umsagnar-
spjaldið til kynningar á heimil-
in snemma í vetur. Eftir að
kennarar höfðu lagt mikla
vinnu í að útfylla umsagnar-
eyðublaðið voru þau afhent
foreldrum í viðurvist nemenda.
Máske er það einmitt jákvæð-
asti þáttur þessa fyrirkomu-
lags, að það eyðir tortryggni
sem annars kemur hæglega upp
Nemandinn hlýðir nú á um-
sögnina og getur tekið þátt í
umræðum um hana með kenn-
ara og foreldrum.
Þá sagði Hörður að gífurleg
vinna væri að baki svona um-
sögnum. í skólunum er varð-
veisluskylda á prófum í nokkur
ár, svo það geta hæglega komið
upp geymsluvandræði vegna
þess eins. Þetta er eini skólinn á
Akureyri sem hefur þetta fyrir-
komulag. En samkvæmt
fræðslulögum þá er námsmat í
höndum skólanema sjálfra.
höndum það sem af er vetrar.
Síðan í október hafa verið
haldnar kvöldvökur mánaðar-
lega, sem hafa mælst vel fyrir og
verið Qölsóttar af félögum og
gestum þeirra. Þá var haldin veg
leg árshátíð í byrjun febrúar í
tilefni af 35 ára afmæli félags-
ins, en það var stofnað 1944. í
stjórn Leikfélags Dalvíkur eru:
Rúnar Lund, Guðlaug Björns-
dóttir, Sólveig Hjálmarsdóttir,
Guðný Ásólfsdóttir og Kristján
Hjartarson.
Samvinna hefur verið um málið
við skólarannsóknardeild
menntamálaráðuneytisins. Dr.
Þuríður Kristjánsdóttir hefur
sinnt námsmatinu nýja með
miklum áhuga og fleiri hafa lagt
hönd á plóginn.
Síðan sagði Hörður, að for-
eldrar hefðu almennt sýnt mál-
inu mikinn áhuga og verið
ánægðir með nýja kerfið, en frá
því væru náttúrulega örfáar
undantekningar. Nemendur
hafa einnig verið ánægðir með
fyrirkomulagið. Þessu mun
verða beitt óbreytt í vor. En
samt sem áður höfum við fund-
ið nokkrar ambögur á umsagn-
arfyrirkomulaginu, sem við
komum til með að losa okkur
við í náinni framtíð, sagði
Hörður að lokum.
NORÐURLAND óskar
Lundarskóla til hamingju með
þennan áfanga. Vonast blaðið
til að streitan í skólunum eigi
eftir að hverfa algerlega. Skól-
inn ogallt semhonumfylgireigi
eftir að losa sig við þrúgandi
anda samkeppnissamfélagsins.
Iðunn sýnir
Iðunn Agústsdóttir opnar
myndlistarsýningu að Gallerí
Háhóli nk. föstudag 14. feb. En
það er afmælisdagur móður
hennar, Elísabetar Geirmunds-
dóttur, sem þekkt var fyrir
myndlist hér í bænum.
Þetta er fyrsta einkasýning
Iðunnar, - en hún tók þátt í
samsýningu Akureyringanna í
des. sl. Iðunn sýnir nú pastel-
myndir og pennateikningar.
Sýningin er opin virka daga frá
20.00 til 22.00 og um helgar frá
15.00 til 22.00. NORÐUR-
LAND minnir lesendur sína á
að nauðsynlegt er að krydda
mannlífið frá brauðstritinu og
listin er lífinu ljúf.
Fjárhagsáœtlun 1979
Bæjarfulltrúar sósíalista á Akureyri, Soffía og Helgi.
SAUMASTOFA
* Leiðarinn fjallar um fjár-
hagsáætlun Akureyrar og
tillögur Abl. Sjá bls. 2
Sigrún Sveinbjörnsdóttir
segir miðaldra körlum til
syndanna á bls. 3
Sfc Hákon Leifsson fer leiftur-
penna sínum um tónleika
Berkofskys á bls. 2
------------ ^