Norðurland - 15.02.1979, Blaðsíða 6
NORÐURIAND
Fimmtudaginn 15. feb. 1979
WÁLGAGN SÓSÍALISTA
NORÐURLANDSKJÖR-
TÆMI EYSTRA
trimm - trimm - trimm -
Útivistardagur
f sambandi við almennan úti-
vistardag eða trimmdag Skíða-
sambands fslands sem verður
um allt land 18. febrúar n.k.
standa eftirtaldir aðilar að
undirbúningi og framkvæmd
dagskrár þann dag hér á Akur-
eyri: Trimm-nefnd ÍBA, fþrótta
ráð Akureyrar, Ferðafélag Ak-
ureyrar, Skíðahótelið, skáta-
félögin í bænum, útivistarsvæð-
ið í Kjarna, Skautafélag Akur-
eyrar, garðræktin og Skíðaráð
Akureyrar.
Tilgangurinn með útivistar-
degi er að hvetja fólk til þess að
stunda íþróttir og útilíf þennan
dag, s. s. gönguferðir, skauta-
og skíðaferðir. Hvatt er til að öll
íjölskyldan sé samtaka um að
njóta dagsins saman og þeim
sem ekki eru þegar byrjaðir að
trimma er bent á að hér er tilval-
ið tækifæri til þess að byrja
þátttöku í skíðatrimmi Skíða-
sambandsins og síðan að sjálf-
sögðu í öðrum íþróttagreinum
eftir því hvað veður og aðstæð-
ur leyfa.
Skíðaráð Akureyrar og
Skíðahótelið sjá um að halda
opnum skíðagönguleiðum í
Hlíðarfjalli, auk þess sem allar
hefðbundnar skíðabrekkur
verða troðnar. Leiðbeiningar í
meðferð gönguáburðar verða
við Skíðahótelið ásunnudaginn
kl. 10.30 ogafturkl. 13.30ogsér
Stefán Jónasson um þennan
þátt auk þess sem hann gefur
góð ráð um annan skíðaút-
búnað ogskíðagöngu. Nýrsnjó-
plógur sem markar spor í göngu
brautir var tekinn í notkun um
síðustu helgi í Hlíðarfjalli og
verða göngumenn mun betur
settir eftir tilkomu hans.
Árl^gt Hermannsmót, sem er
punktamót í svigi og stórsvigi
verður haldið í Hlíðarfjalli um
helgina og verða keppendur
víða að af landinu. Á laugar-
dag hefst keppni í stórsvigi kl.
11.30 og á sunnudag með
keppni í svigi kl. 11.30.
Ferðafélag Akureyrar og
Skátafélögin sjá um gönguferð-
ir fyrir almenning svo sem hér
segir:
1. Fjölskylduganga um úti-
vistarsvœðið í Kjarnaskógi.
Létt og róleg gönguferð fyrir
alla fjölskylduna með kynn-
ingu á möguleikum svœðisins.
2. Fjölskylduferð um Kjarna-
skóg og upp á Löngukletta.
Byrjar eins og ferð 1, en síðan
verður farið lengra upp í brekk-
urnar til að. njóta útsýnis yfir
Kjarnaland og Akureyrarbœ.
3. Ekið upp að Fálkafelli.
Þaðan verður gengið suður
Súlumýrar og að Steinmönn-
Framhald á bls. 4.
Ahureyri og Dalvíh:
Áríðandi fundir
Samtök herstöðvaandstæðinga
starfa með nokkrum blóma um
þessar mundir, svo sem tilefnin
gefa ástæðu til. Víða um landið
er hafinn undirbúningur til að
minnast þrjátíu ára NATO-
aðildar. Um helgina eru fyrir-
hugaðir tveir fundir nyrðra.
Á Akureyri munu herstöðva-
andstæðingar funda laugardag-
inn 17. feb. nk. Ásmundur
Ásmundsson formaður mið-
nefndar mun mæta á þann fund.
Ætlunin er að fjalla um undir-
búning 30. mars móts, sem
halda á á Akureyri. Þá verður
félagafjölgun í samtökunum
rædd og hvernig rjúfa beri „ein-
angrun“ samtakanna á Akur-
eyri.
Á Dalvík mun Ásmundur
aðallega skýra frá starfsemi
samtaka herstöðvaandstæðinga
á liðnum misserum. Herstöðva-
andstæðingar hafa ekki verið
skipulagðir á Dalvík og ná-
grenni undanfarið. Fundurinn
þar verður á sunnudaginn 18.
feb. kl. 13.30 og verður auglýst-
Ásmundur Ásmundsson.
ur nánar með götuauglýsingum
í bænum. Norðlenskir her-
stöðvaandstæðingar eru hvatt-
ir til að mæta á þessa fundi hafi
þeir tök á, - og láta hvergi deig-
an síga fyrir þýlyndi Natosinna
og erfiðum tímum.
Myndlistarmenn
Þann 9. janúar komu saman
þátttakendur samsýningar
þeirrar er haldin var í Iðnskól-
anum í nóv. síðastliðnum undir
nafninu „Myndhópurinn sýn-
ir“, og stofnuðu með sér félags-
skap er hlaut nafnið Mynd-
hópurinn. Markmið félagsins
verður m.a. að efla samskipti á
milli myndlistarmanna á Akur-
eyri og víðar.
Stjórn félágsins skipa:
Úlfur Ragnarsson, formaður.
Iðunn Ágústsdóttir, gjaldkeri.
Valgarður Stefánsson, ritari.
Aðalsteinn Vestmann, meðstj.
örn Ingi, meðstjórnandi.
Þeir sem óska eftir inngöngu
og vilja gerast stofnfélagar sendi
formanni Úlfi Ragnarssyni inn-
tökubeiðni fyrir framhaldsstofn-
fund, sem verður haldinn þann
9. mars næstkomandi.
GERIST
ÁSKRIFENDUR
- Síminn er 2-18-75 -
AUGLYSIÐ I
NORÐURLANDI
- Síminn er 2-18-75
(Ljósm. Vinnan, Haukur Már.)
Niðursuðuverksm. K. Jónsson
A tvinnu leysi
Sl. föstudag munu tugir starfs-
manna Niðursuðuverksmiðju
K. Jónssonar, að stærstum
hluta konur, hafa orðið atvinnu
lausir fyrirvaralaust. NORÐ-
URLAND reyndi ítrekað að ná
sambandi við eigendur verk-
smiðjunnar en án árangurs.
Blaðið hafði samband við
Fjólu Þorbergsdóttur trúnað-
armann starfsfólks í verksmiðj-
unni. Sagði Fjóla að verkafólk
hefði lesið tilkynninguna um
það á föstudaginn að frá og með
mánudegi yrði ekki unnið i verk
smiðjunni vegna hráefnisskorts
um óákveðinn tíma. Jafnframt
frétti stárfsfólk að haft hefði
verið samband við Einingu
vegna málsins. Þætti verkafólki
þetta að vonum nöturleg staða,
en málið væri í höndum verka-
lýðsfélagsins.
Jón Helgason gat ekki sagt
blaðinu hve margir hefðu misst
atvinnuna, fólk væri að hafa
samband við þá þessa dagana
og skrifstofan vísaði verkafólki
til atvinnuleysisskráningar.
Sagði Jón að Kristján Jónsson
hefði haft samband við hann
fyrir helgi og tjáð honum hvern-
ig komið væri. Þá lægi fyrir úr-
skurður Vinnuveitendasam-
bandsins um að þetta væri gert
með lögmætum hætti. Samkv.
lögum frá 1958 mætti segja fólki
fyrirvaralaust upp vegna hrá-
efnisskorts. Jón sagði að verka-
fólk væri næsta varnalaust
gagnvart þessu og væri verka-
lýðsfélagið að kanna lagalega
stöðu þess nú. Annars gengu
flestar uppsagnir ekki form-
lega í gildi fyrr en um nk.
mánaðamót.
Víst er að verkafólkið verður
að njóta meira atvinnuöryggis
en svo, að það geti tugum sam-
an orðið atvinnulaust, án þess
að sjá pokkra hyllingu úrbóta.
NORÐURLAND mun skýra
nánar frá málavöxtum fljót-
lega.
Rannsóknarstofa fisk-
iðnaðar opnar í vor
Á Akureyri er fyrirhugaður
rekstur rannsóknarstofu á veg-
um Rannsóknarstofnunar fisk-
iðnaðarins. Hafist var handa
um framkvæmdir samkv. ljár-
veitingu á árinu ’78.
Slík útibú frá Rannsóknar-
stofnun fískiðnaðarins eru nú
starfandi í Vestmannaeyjum,
ísafirði, Neskaupstað og nú
verður það fjórða sett á laggirn-
ar hér á Akureyri. Sigurlinni
Sigurlinnason útibússtjóri
greindi NORÐURLANDI frá
því að starfsemi útibúsins yrði
þríþætt: eftirlit, þjónusta og
ráðgjöf. Útibúið verður í hús-
næði niðursuðuverksmiðju K.
Jónsson og Co. Það er um 100
m2 að stærð og rúmar skrif-
stofu, undirbúningsherbergi og
rannsóknarstofu. Þar verða öll
fullkomnustu tæki tilefnagrein-
ingar oggerlarannsókna. Rann-
sóknarstofnun fiskiðnaðarins
hefur eftirlit með höndum á
sjávarafurðum til útflutnings.
s.s. lagmeti, mjöl og lýsi, - en
aðrar sjávarafurðir eru undir
eftirliti Framleiðslueftirlits
sjávarafurða. Þessir tveir rann-
sóknaraðilar áttu samkv. fjár-
lagafrumvarpi þessa árs að fá
fyrir árið 1979 660 milj. - eða:
Rannsóknarstofnun Fiskiðnað-
arins um 230 milj. og Fram-
leiðslueftirlit fiskiðnaðarins 430
milj. króna.
Þá sagði Sigurlinni að ástæða
væri til að undirstrika að úti-
búið væri reiðubúið að taka að
sér hvers konar þjónustu og
ráðgjöf fyrir fiskiðnaðinn.
Framkvæmdirnar, sem hafa
verið undir stjórn Sigurlinna
hafa kostað um 20 miljónir.
Þær eru það langt komnar, að
reikna má með opnun útibús-
ins í aprílbyrjun.
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Félagsfundur
ABA heldur almennan félagsfund f immtudaginn 15. febr.
í Lárusarhúsi, Eiðsvailagötu 18. Fundurinn hefst stundvís-
lega kl. 20.30.
FUNDAREFNI:
1. Tillaga Böðvars Guðmunassonar sem lögð var fram á síð-
asta félagsfundi.
2. Soffía Guðmundsdóttir kynnir drög að fjárhagsáælun Ak-
ureyrarbæjar fyrir árið 1979.
3. ðnnur mál.
Félagar eru eindregið hvattir til að koma
STJÖRNIN:
Vörður
fimmtugur
Félag ungra íhaldsmanna
kennt við unga sjálfstæðis-
menn Vörður á Akureyri er
fimmtugt um þessar
mundir. Þar hefur margur
slyngur peningamaðurinn
setið á skör og uppvaxið til
borgaralegra metorða. Fé-
lagið hefur haldið „athafna
frelsi einstakiinganna“
mjög á lofti og varað við
kommúnismanum og ann-
að verið í sams konar hefð-
bundnum afturhaldsstíl.
Kunnir svarthöfðar hafa
verið í forsæti félagsins, svo
sem Indriði G. Þorsteins-
son og Halldór Blöndal.
Ótaldir eru þeir lögfræð-
ingar og framámenn úr við-
skiptalífinu, sem setið hafa
í stjórn Varðar með at-
hafnabjarma í augum. í
upphafi var meginmark-
miðið að vinna gegn
kommúnismanum og vist
munu margir æði dökkir í
sinni hafa gist herlegheitin
á árunum í kringum 1930.
En það er liðin tíð og nú
hefur flest annað orðið að
víkja fyrir „frelsi einstak-
lingsins". ViðáNORÐUR-
LANDI höfum nægilega
gamansemi til að bera til að
óska afmælisbarninu til
lukku.
ístendingur
á shjánum
Mikill kyrkingur er nú í
auglýsingum norðanblað-
anna. Blaðið fslendingur
hefur sprengt auglýsinga-
taxta blaðanna með fá-
dæma kátbroslegum hætti í
anda „frjáls markaðar“.
Ritstjóri íslendings er kom-
inn í samkeppni við sjálfan
sig með því að gefa út
blaðgrey með sjónvarps-
dagskrá og svo auðvitað
auglýsingum. Þessi „menn-
ingarauki“ hefur valdið
tregðu auglýsenda við að
auglýsa í vikublöðunum
hér nyrðra. íslendingur hef
ur einn brugðist við með
sönnum samkeppnisanda,
- og býður auglýsingapláss
falt með allt að 30-50%
afslætti á myndrænum síð-
um sínum. Sætir þolin-
mæði blaðstjórnar íslend-
ings furðu kunnugra, - en
þar virðist ríkja óendan-
legur skilningur á tak-
markalausu frelsi einstak-
lingsins til athafna. Blöðin
ættu að koma sér saman
um auglýsingastarfsemi nú
þegar, því illilega er vegið
að útgáfu þeirra með sam-
drætti augíýsinga, svo sem
Dagur benti réttilega á fyr-
ir skemmstu.
Alþýðuleih-
húsið
Reykvíkingar skutu Akur-
eyraríhaldi ref fyrir rass á
dögunum. Alþýðuleikhús-
ið, sem sækir nú í fyrsta
sinn um styrk frá Reykja-
víkurborg fékk á áætlun
íjórar miljónir króna.
Skemmst er að minnast aft-
urhaldsóláta vegna nokk-
urra krónu styrksóveru,
sem var á áætlun Akureyr-
arbæjar fyrir einu ári.