Norðurland


Norðurland - 15.02.1979, Blaðsíða 3

Norðurland - 15.02.1979, Blaðsíða 3
Við héldum árshátíð laugar- dagskvöldið 3. feb. Byrjuðum við á því, að snæða þorramat, sem við sóttum okkur sjálf inn í eldhús. (Telst slíkt að minni hyggju til nýbreytni í þjónustu veitingastaða). Undir borðum fóru fram spaug og spémál. Veislustjórinn, Freyr Bjarna- son, kynnti aðalnúmerin á sinn sérstæða hátt. Þorkell Björns- son flutti gamanmál, Björn Dúason annál ársins. Sigurður Hallmarsson og Jón Áðal- steinsson ( skemmtu með harmonikkuleik. Helgi Bjarna- son sagði'ljúkrasöguna: „Þeg- ar ég missti röddina“. Á eftir var stiginn dans fram á nótt. Rúmt hundrað manna mætti til þessarar samkomu, sem er sú fyrsta um langt skeið í sögu sósíaliskrar hreyfingar hér á Húsavík. Feiknastemmning ríkti allan timann, - héldu næstum allir út þar til sam- komunni var slitið eftir ríflega sex tíma úthald. Virtust mér undirtektir við þessa samkomu góðar hjá sósíalistum, en ekki verður sagt að allir pólitískir andstæðingar okkar hafi litið þetta framtak okkar hýru auga. í upphafi var áætlað að fé- lagar sæju sjálfir um aðdrætti matar og drykkjar. Hótelstjór- inn taldi slíkt brjóta í bága við samninga milli Félagsheimilis- ins og hótelsins. í téðum samn- Þröngsýni, fordómar og Skilningsleysi Víða mætir maður þröngsýni, skilningsleysi og fordómum í þjóðfélagi okkar. Gleggst sé ég dæmi þess þegar miðaldra karlmenn eru annars vegar, og umræður um dagvistun og upp- eldi forskólabarna hins vegar. Að ekki sé talað um, ef þessum miðaldra karlmönnum hefur orðið það á að lenda í bæjar- stjórn. Á fyrri umræðufundi um Qárhagsáætlun bæjarsjóðs þ. 13. þ.m. kom fram sú tillaga að skera niður áætlun félagsmála- ráðs um fjárveitingu til nýbygg- ingar forskóla um 35 miljónir eða úr 49 miljónum kr. niður í 14 m.kr. Þarna voru svo sannar- lega fleiri niðurskurðartillög- ur á ferð, enda heyrir það til, ef endar eiga að ná saman. Hvar hnífnum er brugðið, aftur á móti, og hve mikið er skorið burt, hlýtur að markast af viðhorfum bæjarstjórnar- manna og samvisku. Sum mál liggja ljósar fyrir en önnur. T.d. er synd að skera niður véla- kaup, því allir sjá, að með ákveðnum vélum má gera rekst- ur bæjarfélagsins hagkvæmari. Það er augljóst mál. Eru dagvistunarmál augljós? Fyrir ykkur, herra mínir í bæjar stjórn, virðist svo vera. Senni- lega liggur uppeldi barna ekki innan ykkar áhugasviðs, þar af leiðandi er auðvelt að skera þá grein niður. í mínum augum er þessi niðurskurðarákvörðun mikil vanvirðing við börnin okkar og framtíð þeirra. Þeirra hagur er ekki virtur, það er gengið á rétt þeirra, meira að segja þótt barnaár sé. Ykkar afstaða til barna og barnauppeldis mótaðist senni- lega fyrir 20-30 árum og hefur greiniíega lítið breyst síðan. Þið hafið ekki fylgst með þeirri framvindu sem átt hefur sér stað í uppeldis- og sálarfræðum á þessum tíma. Það má e.t.v. fyrirgefa ykkur það skilningsleysi að skynja ekki uppeldislegt gildi forskóla, þar eð þið hafið staðið með bökin breið við uppbyggingu þjóðfélagsins og meira efia minna frétt af þróun barna ykkar af afspurn. Það má meira að segja vorkenna ykkur fyrir að hafa misst af þeirri til- finningalegu fullnægju sem hlýst af nánu og stöðugu sambandi foreldris og barns. Þó er ekki víst að þið skiljið hvað ég á við, því auðvitað er ekki hægt að sakna þess sem maður hefur aldrei reynt, og trúlega hugsar hver og einn með sér - hvílíkt rugl - ég hef nú aldeilis gott samband við mín börn! Ég' fyrirgef ykkur semsagt skilningsleysi ykkar á uppeld- islegu gildi forskóla, þar sem ég geng út frá að þið skiljið ekki hverjar andlegar þarfir forskóla barna eru, vegna reynsluleysis ykkar í þeim efnum, sem auðvit að orsakar vanþekkingu-ogjafn vel misskilning. Svo langt nær skilningur minn á ykkur -, og jafnvel samúð. En önnur er hlið þessa máls, sem mér finnst merkilegt, ef ekki með öllu óskiljanlegt, að ykkur skuli fyrirmunað að sjá, en það er sú hlið sem snýr að fjárhag bæjarins. Hvar stæði bæjarsjóður, ef allar mæður hyrfu af vinnu- markaðinum til að sinna einka skyldu sinni, barnauppeldinu? Gæti frystihúsið haldið áfram rekstri sínum? - eða Sambands- verksmiðjurnar? Þessi fyrirtæki skipta bæjarsjóð sennilega engu máli! Hvað um þjónustufyrirtæki bæjarins, ef mæður færu í sín meðfæddu störf og hættu þessu stússi utan heimilis? Grunnskól- inn hætti að vera til, sjúkra- húsið legðist á hliðina, verslun hyrfi úr sögunni (nema þá bygg- ingar- og járnvörudeildir!) - til dæmis. Eða hvað um útsvör allra þessara kvenna, er bæjar- sjóður samur án þeirra? Hvernig væri að reyna að sjá hlutina í samhengi, að ég nú tali ekki um að fylgjast með tíman- um? Mér sárnar þröngsýni. Sér- taklega ef hún kemur niður á börnum. Þau eiga það ekki skilið. 13.2. 1979. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sálfræðingur. Rannsóknarmaður óskar eftir húsnæði nú þegar. Vinsamlega hafið sam- band við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins í síma 25725 á daginn, eða 22325 á kvöldin. Sigurlinni Sigurlinnason. Hildur Baldvinsdóttir, Garðar Jónasson, Snædís Gunnlaugs dóttir og Sigurjón Benediktsson. Hólmfríðúr Benediktsdóttir og Sigurður Hallmarsson. ingi er einungis aðildarfélögum Félagsheimilisins tryggður ótak markaður afnotaréttur af „litla sal“. (Hótelið einokar veitinga- sölu í stóra salinn). Þau félaga- samtök, sem ekki eiga aðild að félagsheimilinu, eru því háð ;duttlungum hótelstjórans með skemmtanaform í öllu húsnæði félagsheimilisins. Þykir mörg- um hart að samningur milli þessara samvöxnu stofnana sé skilyrtur fyrir litla salinn. Von- andi verður þessi samningur til umfjöllunar í rekstrarnefnd Félagsheimilisins síðar meir. Þá í því skyni að losa litla salinn við öll skilyrði gagnvart hótelinu, þrátt fyrir að H.H. hafi í veiga- miklum atriðum einokun á veit- ingasölu, hefur ekki tekist að tryggja að reksturinn stæði undir fjármögnunarkostnaði frá byggingartíma. - Ben. IViö biðjum viðskiptavini I llF SÖKI\\H| | vegna lokunar 14.- 24.2.I TEIKNISTOFAN L'ARI íbúðir Nokkrar íbúðir í 1 hæðar raðhúsi við Núpasíðu til sölu. Stærðir 148,2 fer- metrar og 89 fermetrar. Fram- kvæmdir þegar hafnar. Afhendíng í ágúst og september 1979. Teikningar og uppiýsingar á skrif- stofu okkar Furuvöllum 13, Akureyri. NORÐURVERK H.F. Sími 21777 • Jeppar Til sölu Land Rover diesel 110 tommu „pick up“ árg. 1962 og Land Rover diesel 88 tommu árgerð 1966. Einnig nokkuð af nýjum og notuðum varahlutum í Land Rover. NORÐURVERK H.F. Furuvöllum 13, Akureyri Sfml 6 skrifstofu 21777 Sfml á verfcstæði 21828 NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað: 5. tölublað (15.02.1979)
https://timarit.is/issue/335177

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. tölublað (15.02.1979)

Aðgerðir: