Norðurland - 15.02.1979, Blaðsíða 5
IÞROTTIR
DULIÐ BLAK
Keppni Islandsmótsins í blaki
er óvenju lúmsk. Lítið er um
auglýsingar á leikjum og blaða-
skrif af skornum skammti en
mikið blakað. Þetta kom ber-
lega í Ijós um helgina hér fyrir
norðan. Á meðan körfuknatt-
leiksmenn ærsluðust í Skemm-
unni læddust Eyfirðingar og
stúdentar um í íþróttahúsi Gler-
árskóla.
ÍS liðið er alls ráðandi á blak-
geiranum um þessar mundir. Er
það ekki að undra, því að flest
allir leikmenn liðsins námu list-
ina í M A og búa að því æ síðan.
En UMSE átti sem sagt ekki
Judo
11. febrúar síðastliðinn fóru 3
judomenn, á vegum JRA, suð-
ur. Kepptu þeir þar á móti sér-
staklega ætluðu þeim er ekki
hafa náð 2. kyu. Til viðmiðunar
má hafa, að hæst gráðuðu
keppnismennirnir hér á Akur-
eyri eru 4. kyu.
Skipt var í. 3 þyngdarflokka.
Kristján Þorkelsson, er glímdi í
þyngsta flokknum, veitti sunn-
anmönnum harða keppni og
lenti í 4. sæti, en hann hefur
mjög skamman tíma æft judo.
í léttasta flokknum glímdu
þeir Jón Hjaltason og Brynjar
Aðalsteinsson. Jón varð í fyrsta
sæti en Brynjar þriðji.
Er þetta mjög góður árangur
hjá Brynjari er glímdi við sér
nokkuð þyngri menn.
Reyndar átti fjórði maðurinn
héðan, Guðmundur Kr. Guð-
mundsson, að taka þátt í
mótinu, en vegna falskrar aug-
lýsingar fórst það fyrir.
J. H.
• - - . iggj r
Stórkostleg
hljómplötu-
ÚTSALA
n.k. föstudag
16. febrúar.
ROKK
JASS
BLUES
DISCO
Einnig úrval af
eldri plötum.
Lítið inn og gerið
góð kaup.
SÍMI
(96)21400
smugu í stúdentana og töpuðu
öllum hrinunum hlálega.
Á eftir léku KA og IBV og er
fátt um þann leik að segja nema
hvað KÁ-menn sigruðu 3-1.
Þvínæst kepptu ÍMA-stúlk-
urnar við þær Breiðablikur úr
Kópavogi í 1. deild kvenna.
Góð eining var ríkjandi innan
ÍMA-liðsins og stelpurnar geta
örugglega unnið flest íslensk lið
með fornkvenna skaplyndi
sínu. Þær gjörsigruðu UBK
með 3-0. - A sunnudaginn var
enn blakað í Glerárskólahús-
inu. Þá var annarar deildar
keppni karla framhaldið með
leik ÍMA og ÍBV. ÍMA-piIt-
arnir bjuggu þar að öguðu
uppeldi og reglusömu líferni
upp á síðkastið og rústuðu blak-
lúna Eyjaskeggja með 3 gegn 1.
Leikfélag
Akureyrar
Stalín
Sýning í kvöld, fimmtudags-
kvöld, kl. 20.30. Uppselt.
Sýning á laugard. kl. 20.30
og sunnudag kl. 16.00
Síðustu sýningar.
Aðgöngumiðaslan erop-
in daglega kl. 17-19.
Og kl. 17-20.30, kvöld-
sýningardagana.
Sími 24073.
Þindarlaus skothríð Jóns Indriðasonar var áhorfendum mikið
augnayndi.
Gloppótt Þórslið
Nýlega var dregið í Bikarkeppni
KKÍ. Þór frá Akureyri kom úr
hattinum næst á undan fþrótta-
félagi Reykjavíkur eða IR. Þessi
lið mættust á laugardaginn í
Skemmunni og gafst þá ÍR-
ingum tækifæri á að hefna ófar-
anna í Úrvalsdeildinni. Mönn-
um er eflaust í fersku minni
viðureign þessara félaga á þeim
vettvangi þegar Þórsarar unnu
með einu stigi.
Svo sannarlega náðu ÍR-
ingar að hefna sín og skutu
Þórsurum algjörlega ref fyrir
rass. Strax á upphafsmínútun-
um fengu áhorfendur að sjá að
hverju stefndi. Þórsliðið fór
mjög illa af stað og fyrstu 3
mínúturnar voru Þórsarar nán-
ast sem statistar á vellinum.
Þetta lélega start Þórs dró
þungan dilk á eftir sér og náðu
okkar menn aldrei að rétta hlut
sinn til fulls þrátt fyrir allsæmi-
lega leikkafla.
Það sem undirrituðum þótti
sárast við þennan leik var
hversu mjög áhorfendahópur-
inn var svartsýnn og virtist á
andrúmsloftinu í salnum sem
fyrirfram væri ákveðið hverjir
færu með sigur af hólmi. Lítið
var um bein hvatningarhróp og
meira gert úr mistökum okkar
manna en efni stóðu til. Það
verður þó að viðurkennast hve
mjög varnarleikur Þórs var
slakari en ÍR. Sunnanmenn
voru á allan hátt ákveðnari og
blátt áfram frekir og æstir í að
ná tuðrunni þegar hún nálgað-
ist t.d. í fráköstum. Þessi mikla
hógværð og kurteisi Þórsliðsins
gekk einum of langt í þessum
leik og mun enginn sakna
þessara þátta í fari liðsins. Leik-
menn liðsins verða að gera sér
grein fyrir því að hver leikur er
leikur mikillar baráttu og í
næstkomandi leikjum verða
allir að leggjast á eitt að berjast
fyrir tilverurétti liðsins í Úr-
valsdeildinni.
Það sem einkum yljaði áhorf-
endum um hjartaræturnar í
þessum leik voru nokkrar
fallegar körfurhjá Jóni Indriða-
syni. Að minnsta kosti sex stig
unnust á þann hátt, að Jón var
inn í miðri þvögu undir körf-
unni og brotið var á honum og
þaðan skrapp knötturinn sem
segulmagnaður væri ofan í
körfuna. Nóg um það. í leikn-
um á laugardag voru ÍR-ingar
sterkari aðilinn og sigruðu þeir
Þór frá Akureyri eftir að hafa
haft yfirhöndina í hálfleik 53-
35. Leiknum lauk með sigri
þeirra 101 stig gegn 86 stigum
Þórsara.
Stigin: Hjá Þór skoraði Jón
29, Mark 27v Birgir 12, Eiríkur
10, Karl og Ómar 4 hvor. Flest
stig ÍR-inga skora ði Jón Jör-
undsson 26 stig en Kristinn og
Kolbeinn skoruðu 17 hvor.
Aðrir minna.
RISTILL
VIKUNNAR
Upplausn -
upplausn!
Á kvennaárinu blessuðu ruku allir upp til handa og fóta
og fengu óstjórnlegan áhuga á jafnréttismálum. Sterk
samstaða skapaðist og vildu ýmsir láta sem baráttan
væri hafin yfir pólitískar skoðanir. öðrum fannst og sjá
jafnvel betur nú - að auðvitað áttu ekki allir samleið.
Það er nú einu sinni svo að flest mál eru pólitísk og
lífsskoðun fólks hlýtur að móta afstöðu þess til allra
mála.
En nú er barnaár og allir tala um málefni barna, - en í
þessu máli eru tóntegundirnar líka misjafnar. Heyrst
hafa raddir um að ..upplausn heimilanna" sé mikið
vandamál og sé undirrót margs sem illa fer í þessu
þjóðfélagi. Gott og vel - en í hverju er þá upplausn
heimilanna fólgin að mati þeirra sem þannig tala? Jú.
hún er fólgin í því að konurnar eru farnar að vinna utan
heimilisins. Reyndar heitir það á máli þessara manna
,,að báðir foreldrar vinni úti" - en „upplausnin" er
fólgin í því að konan fór einnig út á vinnumarkaðinn.
Það hefur nefnilega aldrei þótt nein upplausn þótt
heimilisfeður sæjust varla heima hjá sér. E.t.v. hefur
verið litið svo á að þeir ættu nokkurs konar aukaaðild
að hinumfasta heimiliskjarna. Þegar konurafturá móti
vilja ekki lengur láta kviksetja sig á heimilunum er
hrópað: upplausn, - upplausn!
Nú er töluvert til í því, að of mikil vinna foreldra geti
skapað vandamál og svo sannarlega ætti jafnréttis-
baráttan ekki að vera fólgin í því að gera konur að sömu
vinnuþrælum og karlar hafa lengi verið. Þegar bæði
hjón vinna utan heimilis ætti hvorugt að þurfa að vinna
fullan vinnudag - svo ekki sé nú talað um alla auka-
vinnuna. Það ætti að veraein aðalkrafa verkalýðsfélag-
anna að vinnutíminn verði gerður sveigjanlegri, og fólk
ekki skyldað til að vinna lengri tíma en það kærir sig
um, eins og nú er oft tilfellið. Auðvitað þurfa launa-
kjörin líka að vera þannig að unnt sé að framfleyta
fjölskyldu án þess að leggja nótt við dag. En það er líka
matsatriði hve fólk ,,þarf" mikið og vissulega eru fleiri
hlutir eftirsóknarverðir en þeir sem keyptir verða fyrir
peninga.
Með rýmri vinnutíma gæfist betri tími til að sinna
ýmsum áhugamálum og taka þáttí félagsstörfum. Eins
væri miklu betri tími til samvista foreldra og barna.
Þetta tvennt ætti líka að fara vel saman. Að fjölskyldan
sé saman þýðir ekki að hún þurfi að einangra sig. Fé-
lagsstarfsemi ætti að vera á þann veg, að ekki sé
óbrúanlegt bil milli heims barnanna og heims hinna
fullorðnu. Fátt er börnum meira virði en gott samband
við foreldra sína - báða - og annað fullorðið fólk, hvort
sem er í leik eða starfi.
Þann tima sem báðir foreldrar eru við vinnu þurfa
börnin að eiga vísan góðan samastað - en er það ekki
furðulegt, að enn skuli umræðan um dagvistunarmál
oft snúast um, hvort heppilegt sé að mæður vinni úti?
Útivinna mæðra er staðreynd og þeirri staðreynd
verður ekki breytt. Því ætti það að vera sjálfsagt mál að
allir hafi aðgang að dagvistunarstofnunum. Þessar
stofnanir eiga nefnilega svo sannarlega ekki bara að
vera geymslur fyrir börnin heldur staðir sem auka og
bæta þroska barnanna.
Það er ánægjulegt að nú stendur til, m.a. Akureyri,
að gera úttekt á innra starfi þessara heimila. það sýnir
e.t.v. betur en allt annað hve vöntunin hefur verið
mikil, að umræðan hefur sjaldan komist á það stig, að
almenningur ræddi hvernig sjálft starfið á dagheimil-
um og leikskólum ætti að vera.
Umræða er sífellt í gangi um skólana og fólk er
óhrætt við að gagnrýna störf þeirra og láta í Ijós skoð-
anir um hvað betur megi fara. Hið sama ætti auðvitað
að gilda um stofnanir fyrir börn undir skólaaldri. Von-
andi kemur að því að þær þyki eins sjálfsagðar í uppeldi
bama og skólarnir eru nú.
NORÐURLAND - 5