Norðurland


Norðurland - 15.02.1979, Blaðsíða 2

Norðurland - 15.02.1979, Blaðsíða 2
NORÐURLAIMD Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erlingur Siguröarson, Páll Hlöövesson, Katrín Jónsdóttir, Guörún Aöalsteinsdóttir og Kristin Á. Ólafsdóttir. Ritstjóri: Óskar Guömundsson (ábm.). Dreifing og auglýsingar: Tryggvi Jakobsson. Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Eiösvallagata 18, simi 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins. Fjárhagsáœtlun Ahureyrar: Félagslegar framhvæmdir Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 1979 liggur nú fyrir og nema niðurstöðutölur hennar hátt á ljórða milljarð króna. Rekstrarkostnaður hinna ýmsu stofnána á vegum bæjarins hefur farið síhækkandi og nemur nú því sem næst 70% af þeirri heildarupphæð, sem til ráðstöfunar er. Veiga- miklir liðir innan fjárhagsáætlunar eru nokkuð bundnir og verður lítt við ráðið. Þannig er það ekki ýkja mikið svigrúm, sem bæjarfulltrúum gefst til ákvarðana um nýbyggingar og framkvæmdir af ýmsu tagi og er það einmitt innan þessa til- tölulega þröngt afmarkaða sviðs sem átökin standa, þegar bæjarfulltrúar eru til þess kvaddir að ákvarða hvaða verk- efnum skuli skipa í forgangsröð og hver skuli þoka um set að sinni, reyndar í fullri vitund um mikilvægi þeirra hvers um sig. Það er alkunna, að hin síðari ár hefur verið ráðizt í meiri háttar framkvæmdir af ýmsu tagi. Nægir þar að minna á hita- veitu og svæðisíþróttahús svo nokkuð sé nefnt, og eru þeir víst fáir, sem vildu draga í efa, að slíkar framkvæmdir horfi til heilla, en fleira kemur til. í seinni tíð hefur í mjög vaxandi mæli gætt þeirrar tilhneig- ingar af hálfu ríkisvaldsins að koma af sér margháttuðum verkefnum ekki sízt félagslegum og ýta þeim yfir tii sveitar- félaga án þess þó, að þeim sé séð fyrir samsvarandi tekju- stofnum á móti. Er mála sannast, að ekki kemur það til af góðu, að Samband íslenzkra sveitarfélaga sá sig til þess knúið að leggja það til, að heimilað yrði 12. prósentið margnefnt við útsvarsálagningu. Það er vitanlega augljóst mál, að það fær ekki staðizt að ætla sveitarfélögum þá tekjustofna eina, sem rétt nægja til þess að þau skrimti fyrir rekstrarútgjöldum, en vilji þau framkvæma eitt og annað byggðarlaginu til heilla og hagsbóta, þá skuli það gerast með lántökum, sem allir vita, að meiri og minni óvissa ríkir um, að fáist hverju sinni. Alþýðubandalagið hefur aldrei kveinkað sér við því, að höfð sé uppi eðlileg skattheimta í landinu, enda sé hún í þá veru réttlát, að einkum þeir greiði í sameiginlegan sjóð landsmanna, sem breiðust hafa bökin og mest gjaldþolið, og sameiginlegt fé okkar allra sé notað til þess að jafna aðstæð- ur manna, til tekjudreifingar, samneyzlu og félagslegs jöfnuð- ar í margvíslegum skilningi. Bæjarfulltrúum er ærinn vandi á höndum, þegarmetaskal hvaða verkefni skuli hafa forgang og hver verði að bíða um sinn, og þarna er það einmitt sem skerst í odda og sýnist sitt hverjum. Bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins tóku það skýrt fram í umræðum á bæjarstjórnarfundi, er frumvarp að fjár- hagsáætlun var lagt fram til fyrri umræðu, að þeir standa að frumvarpinu og eru í meginatriðum samþykkir því, sem fram kemur í téðu plaggi. Þeir töldu ekki rétt að gera ráð fyrir hærri tekjum en gert er í frumvarpinu, en lögðu á það áherslu, að nauðsynlegt væri milli umræðna að vinna að því að endur- skoða nokkra rekstrarliði með það að markmiði, að hægt verði að veita nokkru fjármagni fil ákveðinna verkefna. Þau verkefni, sem bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins vildu þannig beina auknu fjármagni til með vissum tilfærslum inn- an ramma þeirra niðurstöðutalna, sem nú liggja fyrir, eru dagvistarstofnun í Glerárhverfi, sem unnt væri með aukinni fjárveitingu að gera fokhelda á árinu og taka í notkun sumarið 1980 svo sem kveður á um í málefnasamningi þeirra flokka, sem standa að vinstri meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, sundlaug í Glerárhverfl, sem verið hefur til um- ræðu, aukið fé til skipulagsverkefna, tækjageymsla á íþrótta- velli er aðkallandi af augljósum hagkvæmnisástæðum, aukið fé til starfsemi atvinnumálanefndar svo hún geti sinnt þeim verkum, sem henni eru ætluð samkvæmt samkomulagi meiri- hlutaflokkanna og að lokum minntu bæjarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins á þá brýnu nauðsyn, að húsnæðisvandi ýmissa stofnana bæjarins verði leystur helzt með myndarlegu átaki nú á þessu ári, en augljóst væri, að þar hlyti að vísu að koma til lántaka. Bæjarbúar eru hvattir til að fylgjast með gangi mála milli umræðna. S. G. ÚR ÞING SÆTINU Olafur í Ijótum leik Fyrir skemmstu skilaði svo- nefnd ráðherranefnd áliti um efnahagsmál á þá lund að allt benti nú til þess að stjórnar- flokkarnir myndu koma sér saman um stefnu í efnahags- og kjaramálum er enst gæti fram á haust. Þótt ekki verði meira krafist með nokkurri sanngirni, þá heyrðust jafnvel raddir sem töluðu í alvöru um enn langdrægari samkomulagsvilja og virtust þá draga í gegnum ákvæði samstarfssáttmálans um að samstarfsgrundvöllur stjórnarflokkanna skuli endur- skoðaður í vetrarbyrjun. En svo skeður það í dag, tveimur dögum áður en vísitölunefnd- inni var gert að skila áliti, að þá fæ ég í hendur hér í þingsæti mínu nr. 13 í efrideild, laga- frumvarp sem Ólafur Jóhann- esson forsætisráðherra er allt í einu búinn að semja um að- gerðir í efnahagsmálum. Eftir klukkustundar lestur. fæ ég ekki betur séð en forsætisráðherra hafi samið frumvarpið handa ríkisstjórn- inni sem hann myndaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1974, - ellegar þá handa ríkisstjórninni sem hann ætlaði að hjálpa til að mynda í kompaníi með Alþýðu- flokknum og Sjálfstæðisflokkn- um í sumar. Öll meiriháttar atriði þessa frumvarps stríða ljóslega gegn samstarfssamn-i ingi þeirrar ríkisstjórnar sem Ólafur Jóhannesson myndaði þó um það er lauk að forgöngu Alþýðubandalagsins og í sam- starfi við það. Hér getur að finna orðréttar hugmyndir Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins um lög- bindingu kauphækkana við 5% á þriggja mánaða fresti, án tillits til verðlags. Hér er líka ráðgert að ógilda lögbundin fjárframlög hins opinbera sam- kvæmt samningum við verka- lýðshreyfinguna til ýmissa fé- lagslegra nauðþurftarmála, svo sem til húsbygginga. Hér eru fyrirætlanir um stórkostlegan samdrátt í fjárfestingarmálum og framkvæmdum, sem hljóta að leiða til atvinnuleysis á næsta ári. Hér er líka kveðið á um taumlausa hávaxtastefnu sam- kvæmt klúrustu dagdraumum gömlu íhalds- og kratahagfræð- inganna; gjörsamlega andstaða þeim fyrirheitum sem hafa verið gefin um baráttuaðferðir í verð- bólguslagnum. Úr mínu þingsæti séð virðist mér Ólafur hljóta að reikna með stjórnarskiptum ef hann ætlar að knýja fram samþykkt þessa frumvarps. Það getur hann að vísu með atfylgi Alþýðuílokks- ins og Sjálfstæðisflokksins. Al- þýðubandalagið gæti nefnilega hreint ekki staðið að fram- kvæmd slíkrar löggjafar. Nú þurfa þessi tíðindi ekki að koma Alþýðubandalagsmönn- um þess vegna á óvart, því tveir af ráðherrum Framsóknar- flokksins, þeir Stein'grímur Hermannsson og Tómas Árna- son, höfðu áður myndað banda- lag með Alþýðuflokksráðherr- unum innan ríkisstjórnarinnar gegn ráðherrum Alþýðubanda- lagsins, er fjallað var um þessi mál í ráðherranefndinni. Enn fyrr höfðu þeir raunar slegist í hóp Kratanna, við stjórnar- myndunina, er þeir studdu ákvörðun Benedikts Gröndal um að afsegja það að Lúðvík Jósepsson yrði forsætisráð- herra. Hitt höfðum við ýmsir ímyndað okkur, að Olafur Jóhannesson myndi beita áhrif- um sínum til þess að halda þessari ríkisstjórn, sem við fengum honum upp í hendurn- ar, saman enn um sinn svo að henni mætti auðnast að leiða til lykta það tiltölulega afmarkaða verkefni, sem hún tók að sér. Nú hafa menn uppi macgs- konar tilgátur um tilgang Ólafs með þessu plaggi sínu, allt frá því að hann sé að reyna hversu langt hann komist með Alþýðu- bandalagið burtu frá loforðum þess, og upp í það að nú sjái hann fram á að ekki verði haldið lengra áfram á braut þessarar ríkisstjórnar án þess að komið verði óþyrmilega við kaun þeirra valda- og gróðaað- ila, sem Framsóknarflokknum og vinum hans eru hjartfólgnust þar sem eru Sambandið og Olíu fél. með krosstengdum hags- munum inn í rifjahylki sjálfrar heildsalastéttarinnar. Að sjálf- um mér hefur aldrei hvarflað að lá Ólafi það þótt hann reyndi talsvert að fá þessa stjórn með þátttöku Alþýðubandalagsins til þess að fallast á sömu stefnu og sú stjórn sem hann sat í fyrir skemmstu með þátttöku Sjálf- stæðisflokksins. Til þess var honum best trúandi. En raunar hafði ég nú ímyndað mér að hann myndi þrauka lengur. Og kanski gerir hann það. Stefán Jónsson. „Fanta spiller“ Ekki er hægt að telja það til hversdagsviðburða, er eitt af stórnúmerum tónlistarheims- ins leggur lykkju á leið sína, hingað á ystu rönd heims- menningarinnar. Sá merkis- maður, er svo hefur gerst fórn- fús menningargyðjunni er ameríski píanóleikarinn Mar- tin Berkofsky. Jafnframt því að veita mikinn skerf af spila- gleði sinni, þá hefur hann leið- beint jafnt fákunnandi sem getumeiri tónsnillingum okk- ar bæjar, á viku námskeiði, sem hann hefur stjórnað í tón- listarskóla staðarins. Herra Berkofsky hélt tón- leika í Borgarbíó hér á dögun- um fyrir hálfu húsi, svona rétt einsog þriðja flokks píanó- leikari væri að spila. Áhorf- endur höfðu raðað sér mest- megnis á vinstri vængsalarins, ekki af tryggð við málstaðinn góða, heldur til að öðlast betra og skarpara sjónhorn áfingra- lipurð meistarans. Efnisskrá tónleikanna var að vísu ekki með því sniði að reikna mætti með húsfylli á stað sem Akureyri, þar sem hún var samsett af verkum sér í lagi hentugum til tækni- legrar sýningar frekar en sköp- unargleði í hinum ótæmandi heimi tónlistarinnar. Efnis- skráin var samsett af verkum eftir þá mjög svo ólíku menn Liszt, Hovhannes, Shubert og Debussy. Herra Berkofsky setti ígang með tveimur stuttum Improm tus eftir Schubert. Hann spil- aði þau með mikilli lipurð og virtist hver hnútur smekkvís- lega hnýttur, þó örlítið hefði maður saknað sköpunar á staðnum, en ekki sýningar á fyrirfram ákveðnum tilburð- um. Eftir Schubert spilaði herra Berkofsky verk eftir Armenska ameríkanann Alan Hovhannes. Verk þetta nefnist Dögun, og í því varunnið með tvær hugmyndir (einskonar temu), sem virtust ekki gefa höfundi tilefni til frekari úr- vinnslu og mega áheyrendur þakka fyrir það. Þá næst lék Berkofsky svítu fyrir píanó eftir Debussy. í svítu þessari tókst Berkofsky aldeilis að spila á hörpu hjarta míns. Þetta gerði Berkofsky með þvílíkri hjartnæmi og fegurð að seint verður þakkað. Eftir hlé þegar áheyrendur höfðu andað frá sér hrifningu sinni, þá flutti Berkofsky ein- ungis verk eftir Liszt. Liszt var sællar minningar píanóáhuga- maður og „spiller“ mikill. Tónlist hans einkennist af mjög svo erfiðum tæknivanda málum, sem skeytt er saman sjálf sín vegna, frekar en af sköpunargleði. Vegna þessa hefur hinum stærri nöfnum tónlistarheimsins, verið mjög hugleikið, að glíma við jiær þrautir og hundakúnstir ýms- ar sem Liszt hefur tekist að hnoða saman. Berkofsky spil- aði þessa tónlist með þvílíkri leikni, að vart verður að orði komist. Svo stórar voru and- stæður blæbrigða í leik píanó- leikarans, að frábært verður að teljast, og fékk sú túlkun fullkomlega staðist. Þar fengu áheyrendur það sem þeir vildu sjá. Hér er vafalaust stór- píanóleikari á ferð, og óska ég honum gæfu og gervileika á framabraut sinni. Með fullri virðingu. Hákon Leifsson. 2 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað: 5. tölublað (15.02.1979)
https://timarit.is/issue/335177

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. tölublað (15.02.1979)

Aðgerðir: