Norðurland


Norðurland - 27.09.1979, Qupperneq 3

Norðurland - 27.09.1979, Qupperneq 3
„Gísl“ á Dalvík Leikfélag Dalvíkur hefur nú hrist af sér „sumardrungann" og eru æfingar hafnar á leikrit- inu GISL eftir Brendan Behan. Leikstjóri er Sólveig Halldórs- dóttir 25 ára Akureyringur. Hún hóf nám í Sál og lauk því í leiklistarskóla ríkisins um vorið 1976. Eftir það lék Sólveig hér og þar, meðal annars með leikhópum erlendis. Þetta mun ekki vera frumraun Sólveigar í leikstjórn, þar sem hún hefur sett upp hjá menntaskólanum í Kópavogi, Puntila og Matta og Strompleik. Núna æfir hún af fullum krafti með L.A. í Galdra karlinum í Oz, samhliða því að leikstýra á Dalvík. í L.D. eru 83 félagar og er mikill áhugi ríkjandi innan þess. Allvel gekk að manna stykkið og verður spennandi að sjá árangurinn í nóvember, en þá er stefnt að frumsýningu. Nýr bœklingur Skóli og þjóðfélag Norðurlandi hefur borist bækl- ingur sem nefnist „Skóli og þjóðfélag". Útgefandi er Mið- stjórn Alþýðubandalagsins. Tildrög að útgáfu bæklings- ins eru að dagana 31. mars til 2. apríl 1978 efndi Alþýðubanda- lagið til ráðstefnu um skólamál. Ráðstefnan var öllum opin og fjölsótt. Hún var undirbúin með tvennum hætti: í fyrsta lagi voru fengnir menn til að semja erindi til flutnings á ráðstefnunni. í öðru lagi var listi yfir umræðu- efni í spurnarformi, sendur til margra aðila sem vænta mátti að áhuga hefðu á umræðu um skóla kerfið. Listinn var einnig birtur í þjóðviljanum. Alls voru flutt 12 erindi á ráðstefnunni, og í bæklingnum birtast úrdrættir úr þeim. Jónas Pálsson skólastjóri hefur umræðuna með, „Hvernig skóli og menntastefna tengjast öðrum þáttum félagsmála." Þá fjallar Loftur Guttormsson lektor um, ,,„Frjálshyggjuna“ og mat sósíalista á hlutverki skólans í félagslegu samhengi.“ ' Sigurjón Björnsson pró- fessor: „Um félagsfræðilega könnun sem sannar áhrif stétt- arskiptingar á hagi unglinga í skólakerfinu." Gunnar Arnason sálfræðing- ur: „Sjálfsagt er að berjast fyrir umbótum á borgaralegum skóla, en ekki staðnæmast við þær einar.“ Hallur Páll Jónsson ísafirði: „Af hverju er menntunarhug- takið ekki skilgreint þegarskóla kerfi eru sett opinber mark- mið?“ Jónas Sigurðsson fram- kvæmdastjóri INSÍ: „Verknám- ið þarf að endurskipuleggja sem hluta af samræmdu framhalds- námi.“ Björn Bergsson Vestmanna- eyjum: „Alþýðuskóli sem val- kostur gagnvart hinum hefð- bundna skóla.“ Guðný Guðbjörnsdóttir lektor: „Skólinn á að ala upp fólk sem fært sé um að taka sjálfstæðar ákvarðanir.“ Olafur Ólafur Proppé uppeldisfræð- ingur: „Megintilgangur náms- mats er örvun nemenda og námshjálp." Þórir Konráðsson verkstjóri: „Um samtök þeirra sem áhuga hafa á breytingum í skóla málum.“r Gísli Ásgeirsson og Haukur Viggósson kennáranemar: „I Kennaraháskólanum kristallast vandamál íslenska skólakerfis- ins.“ '\ Hörður Bergmánn náms- stjóri: „Kröfur um breytingar í átt til valddreyfingar, aukins lýðræðis og jafnréttis innan skólakerfisins." Bæklingurinn er til sölu á ritstjórn Norðurlands að Eiðs- vallagötu 18 og kostar 500 krónur. Nýtt trúarskáld Það barst norður yfir fjöll að á prestastefnu sl. sumar hefði einn af framsögumönnum vitnað í kveðskap eftir Starra í Garði. Þá varð strák nokkrum að orði. Ég þekki mann er róttækum lagði lið og ljóð sín kvað Stalín til dýrðar og sór honum hylli, en hefur nú verið hafinn í öðrum sið á hæsta trón sökum fágætrar skáldskaparsnilli. Það skáld er sinn lífsveg tölti með tóman sekk og tafðist þá gjarnan í dægurmálanna þrasi, því hafa nú feðgar á himnum skipað á bekk með Hallgrími presti og séra Matthíasi. Auglýsið Norðurlandi Leiðrétting Ranghermt var í síðasta blaði að Passíukórinn hyggðist flytja kantötu eftir Bach á jólatón- leikum sínum. Hið sanna er að kórinn mun flytja Ceremony of Carols eftir breska tónskáldið Benjamin Britten. Það er undarleg reynsla að finna sig staddan í köldum norðangusti þessa haustnapra árs við Sundahöfnina í Reykja vík til að mótmæla komu NATOherskipa og þátttöku íslands í hernaðarbrölti og svínaríi. Reynslan er ekki undarleg fyrir þá sök það sé ekki sjálfsagt að fara á þennan stað með beiskjuna í hjartanu, heldur vegna þess sem var. Sá sem man Þingvallafund og Hvalfjarðargöngu trúir vart sínum eigin augum. í Norðan- gustinum fremst á bryggjunni híma nokkrar sálir. Þær hafa þorskhausa á prikum, kúst- sköftum, einn er með hross- haus úr plasti á endanum á trönurá úrskreiðarhjalli. Inni í bíl einhvers staðar í grennd- inni er einhver að lesa ljóð. Ég sé hann ekki, og hljóðið er eins og vanalega, loðið og matt. Ég heyrði ekki hvaða Ijóð þetta er, en mig grunar að það sé ættjarðarljóð, sennilega ættað úr Borgarfirði. Nokkrarhetjur fyrri tíðar heilsa mér, við horfumst andartak í augu, kannski brennur hjarta okkar svipað. Skömm reiði, sorg. Svo lítum viðundan. Ráðherra frú kemur á ská aftan að mér, fólk fer að reyna að syngja fjöldasöngva. Hún tekur ekki undir sönginn. Ég herði mig upp og reyni að skipta orðum við þetta fólk, einu sinni hélt ég að ljósið landsins logaði í hjörtum þeirra. Skyldi það hafa slokknað þegar Mondale kom í heimsókn? Og fólk heldur áfram að reyna að syngja, hjáróma og dálítið feimið, rokið ber söng þess undir stefnið á freigátunni Karlsruhe. Hvað erum við mörg? 70? Eða kannski 150? Það er erfitt að átta sig á því. Svo er spilað lag af plötu inni í bílnum með hátalarann á þakinu. Fundi erslitið. Gömlu hetjurnar þreyttu draga sig í hlé. Horfa niður fyrir fætur sér, færa sig nær bílum sínum. Geðveikur maður er að reyna að ausa rauðri málningu á fólk. Það gengur illa, fólk er svo fátt. Fræðimaður fær á sig slettu, gömul kona nokkra dropa. Svo er maður tuskaður til, laminn. Hann liggur óvígur efst á bryggjunni eftir smá stund. Hann liggur þar áfram þegar ég lít þangað næst. Krakkarnir í Fylkingunni eru komin í ham. Þau stóðu fyrir aðförinni að manninum með málninguna. „Útsendari Heimdellinga,“ - heyri ég að þau segja: „helvítis löggan." „DjÖfuls löggur," - segir annar, - „blóðhundar,“ - segir sá þriðji, „tökum skipin,“ segir sá fjórði: „Djöfuls löggan“ Löggan verður óróleg. öftustu Fylkingarkrakkarnir ýta á þá fremstu sem lenda á „varnarmúr lögreglunnar.“ Varnarmúrinn brestur, djöfuls löggan, tökum skipin. Svo er farið að lemja lögg- una. Enn ýta öftustu Fylk- ingarkrakkarnir á þá fremstu. Þorskhaus lendir á lögreglu- haus. Kylfa fer á loft. Til hliðar við kösina sem er að myndast og umbreytist senn í beðju handa og fóta, blóðs og tára, bölvs og forbæna stendur Birna Þórðardóttir. Gamla kempa, - líður þér líkt og mér? Þannig er þá orðið allt okkar strit í sjöhundruð sumur. En Bima lætur ekki þau orð falla, hún lætur ekkert orð falla. Nokkrir lögregluþjónar koma grenjandi, hrínandi. Þetta eru ungir menn, greinilega hrædd- ir. Takið þið helvítið, - segir sá elsti. Ungu löggurnar ráðast á Birnu, vöðla henni saman í hnút, troða henni inn í bíl, aka af stað með hana í steininn, - burt. Hvað gerði hún af sér? - Af hverju var ég ekki tekinn líka? Og við sem erum orðin sómakær og dáltið kuldvís drögum okkur ofar á bryggj- una, mjökum okkur inn í bílana okkar, dokum þar við og horfum á, - æ, með sorg í hjarta. Kösin berst fram og aftur um bryggjuna. 20-30 Fylkingarkrakkar tuskast við 40-50 lögregluþjóna, svívirða þá, lemja þá með þorsk- hausum, velta af þeim húf- unum og fínnst þeir vera að gera byltingu. Lifi frelsið. Nokkrar nasaæðar springa, lögreglunni er sárt um húf- urnar sínar, sárara um mann- orðið. Blóðhundar, segja krakkarnir í Fylkingunni, handleggur brotnar, níra springur. Lögreglan þefur fengið sérþjálfun í að bæla niður uppþot. Við ökum burt og þorum ekki að horfast í augu. Af hverju tók ráðherrafrúin ekki undir íjöldasönginn? Daginn eftir kemur Þjóð- viljinn með myndir og fréttir. Voðalega er löggan vond, hún lætur varnarmúr sinn bresta, þvílík lögga. Hún lætur. líka beinin bresta, þeir handleggs- brutu hana Veru litlu, djöfuls blóðhundarnir, á forstðu með fólsku þeirra, - seljum vel í lausasölu í dag. Líka á morgun, fleiri myndir, djöfuls löggan. - - blaðið rýkur út. Það sýnir samstöðu með málstaðn- um, djarfa, einarða, flokkur- inn vill ekki hafa þennan her, hann vill hann alls ekki, - fsland úr NATO, herinn burt; Næsta dag skal líka koma ný mynd, - - úr því fer þetta að verða leiðinlegt. Heppni að hafa þessa Fylkingarkrakka, ekkert sýnir betur einarðan vilja okkar í hermálinu, - þau taka heldur engin atkvæði frá okkur, - svo til engin. Nei, það hefur sýnt sig og sannað, - einmitt það sem við þurftum á að halda, - að við erum bæði á móti ofbeldi lögreglunnar og aðild íslands að NATO. Stjórnarsáttmálinn var nátt- úrulega helvitis vandræða- plagg, - en hvað gerir maður ekki, hveiju fórnar maður ekki, þegar verið er að kveða niður verðbólgudrauginn? Og í mörgum tilfellum hefur þessi stjórn næstum því staðið við sumt sem hún lofaði, því getur enginn neitað. Við bara gleymum okkur þégar hann Mondale var í heimsókn. ísland úr NATO og herinn burt eða alla vega þannig.—- Böðvar Guðmundsson. NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.