Norðurland


Norðurland - 18.10.1979, Qupperneq 1

Norðurland - 18.10.1979, Qupperneq 1
NORÐURIAND 4. árgangur Fimmtudagur 18. október 1979 j 24. tölublað 111 1 — ..............— I ■'■■■■■ L. 1 II ■ ■ J 1 ‘-"'l' ' Gröndæla fædd r-------------n Hvað varðar þá um jörðina sem himininn eiga? Nýja ríkis- stjórnin á tröppum Bessastaða. Gröndæla fetar í fótspor Emilíu frá árinu 1959. <______________> Þing Verkamannasambandsins um helgina Aukin launajöfnunarstefna Kaupmátt sólstöðusamninganna í gildi Atök uröu um kjör varaformanns Stjómarslitin settu svip sinn á þingið Níunda þing Verkamannasam- bands íslands var haldið á Ak- ureyri um síðustu helgi. Guð- mundur J. Guðmundsson setti þingið s.l. föstudagskvöld og þá voru kjörnir forsetar og ritarar þingsins. Þingið var haldið í skugga hins óvissa ástands í stjórnmálum landsins og setti það óneitanlega verulegan svip á störf þingsins. Annars vegar kom það fram í ræðum flestra þingfulltrúa að þeir óttuðust að framundan væri erfitt samninga tímabil við harðskeytt atvinnu- rekendavald er styddist við vin- veitt stjórnvöld, hins vegar í þeim átökum er urðu um kjör varaformanns sambandsins. Það varð fljótlega ljóst að ekki yrði samstaða meðal þing- fulltrúa um endurkjör Karls Steinars Guðnasonar formanns Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur í stöðu varafor- mannsins en Karl Steinar var eins og kunnugt er annar af hin- um svokölluðu guðfeðrum ríkis stjórnarinnar sálugu. Uppstill- ingarnefnd klofnaði svo er kom að tillögu um stjórn. Meiri- hlutinn stakk upp á Karli Stein- ari en minnihlutinn, Kolbeinn Friðbjarnarson frá Siglufirði, upp á Þórði Óskarssyni úr Verkalýðsfélagi Hveragerðis og nágrennis. Fór kosning á þann veg að Karl Steinar hlaut stuðn- ing meirihluta þingfulltrúa og var endurkjörinn með 59 at- kvæðum gegn 47 en 4 sátu hjá. Kjaramálaályktun blaðsins sem birt er í heild í blaðinu í dag hlýtur að teljast það mikilvæg- asta sem eftir þingið liggur enda er hún það veganesti sem farið verður með í komandi samn- ingahrotu. Tvö höfuð markmið eru þar sett fram: annarsvegar að stefnt skuli að því að ná í komandi samningum þeim kaupmætti sem ákveðinn var með sólstöðusamningunum svo kölluðu frá árinu 1977 og hins vegar sú launajöfnunarstefna sem mörkuð er. Það er lagt tul að fullar verðbætur skuli reikn- ast á miðlungslaun en síðan komi í verðbætur á öll önnur laun sama krónutala og á miðl- ungslaunin. Þetta felur í sér að gerðar eru kröfur um verulega leiðréttingu á lág laun en að öðru leyti jöfnun launanna. Þessa stefnu munu fulltrúar Verkamannasambandsins á væntanlegri kjaramálaráð- stefnu A.S.Í. bera þar upp og berjast fyrir innan heildarsam- takanna. Nokkrar af ályktunum þings- ins eru birtar hér í blaðinu á bls. 6. Stjórn Verkamannasam- bands íslands fyrir næsta kjör- tímabil er svo skipuð: Formaður: Guðmundur J. Guðmundsson, Vmf. Dags- brún. Varaformaður: Karl Steinar Guðnason, Vlf. ogsjómannafél. Keflavíkur. Ritari: Þórunn Valdimars- dóttir, Vkf. Framsókn, Rvík. Gjaldkeri: Jón Kjartansson, Vlf. Vestmannaeyja. Meðstjórnendur: Halldór Björnsson, Vmf. Dagsbrún, Rvík. Björgvin Sigurðsson, Vlf. og sjóm. Bjarmi, Stokkseyri. Einar Karlsson, Vlf. Stykkis- hólms. Eiríkur Ágústsson, Vlf. Eining, Dalvík. Gunnar Már Kristófersson, Vlf. Afturelding, Helliss. Hallgrímur Pétursson, Vmf. Hlíf, Hafnarfirði. Hall- steinn Friðþjófsson, Vmf. Fram, Seyðisfirði. Herdís Ólafs dóttir, Vlf. Akraness. Jón Helga son, Vlf. Eining, Akureyri. Kol- beinn Friðbjarnarson, Vlf. Vaka, Sigluf. Kristján Ásgeirs- son, Vlf. Húsavíkur. Pétur Sigurðsson, Vlf. Baldur. ísa- firði. Ragna Bergmann, Vkf. Framsókn, Rvík. Sigfinnur Karlsson, Vlf. Norðfjarðar, Nesk. Þorsteinn Þorsteinsson, Vlf. Jökull, Höfn. . Þing Verkamanna- Leiðari Geir Opið bréf sambandsins Helga Hallgrímsson til bœjarstjórnar á Akureyri Guðmundssonar í pistlinum Húsavíkur bls. 4, 5 og 6 bls. 4 bls. 7 bls. 3 Geríst áskrifendur að Norðurlandi - ________________________________I

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.