Norðurland - 18.10.1979, Síða 3

Norðurland - 18.10.1979, Síða 3
Ágæt sýning á Galdrakarlinum í Oz Sl. föstudag var frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar barna- leikritið Galdrakarlinn í Oz eftir L. Frank Baum undir leik- stjórn Gests E. Jónassonar. Sjálfsagt hefði natinn leik- stjóri getað notað leikritið til að fitja upp á mórölskum boðskap til að messa með yfir börnunum en umrædd sýning var bless- unarlega laus við slíkar tilraun- ir. Verð ég að viðurkenna að þar er ég grimmilega sammála leik- stjóranum. Áherslan er hins vegar öll lögð á leikinn sjálfan. Hins vegar hefði að ósekju mátt ríkja meiri spenna í sýningunni. Leikritið býður upp á mikla möguleika sem ekki eru að fullu nýttir. Þrátt fyrir það er sýn- ingin unnin af fullri virðingu fyrir viðfangsefninu. Þýðing Helgu Valtýsdóttur á texta leik- ritsins var að mínu áliti vel úr garði gerð. Hið sama má segja um þýðingu Kristjáns frá Djúpa læk á söngtextum. Þeir voru mjög vel skiljanlegir en á slíkt vill oft skorta í sýningum sem þessum. Búninga og leikmynd gerði Ragnar Lár. Þrátt fyrir að nokkuð skorti á tæknilegan búnað hússins varð ekki betur séð en að tæknileg vandamál væru leyst af hugvitsemi að undanskildu ferðalagi hússins. Sólveig Halldórsdóttir lék Dóróteu, litla stúlku. Henni tókst ótrúlega vel að gæða hlut- verkið lífi og sjarma þrátt fyrir þann mun sem er á aldri hennar og persónunnar sem hún leikur. Ég hefði þó engu að síður kosið að sjá yngri manneskju í þessu hlutverki. Vinnumennirnir Kristján Ármarmsson, Kópaskeri: Opið bréf til bæj arstj órnar Presthólahreppi er nálægt því að vera sem nemur heildar skatttekjum allra íbúa í Prest- hólahreppi. Á 10 mánuðum hafa Húsvíkingar svipaðar tekj- ur og íbúar í Presthólahreppi á einu ári. Augljóst ætti því að vera að þó „einn hlekkur" af um 50 bresti, þarf það ekki að boða slíkt hallærisástand sem þið vilj- ið vera láta. öðru máli gegnir þar sem hlekkirnir eru aðeins þrír, það getur reynst erfitt að láta slíka keðju hanga saman. Hvað liggur að baki þessari dæmalausu ályktun ykkar skal ég ekki fullyrða, en ekki verður því trúað að hún spegli skoðun almennings á Húsavík. En að tefla í tvísýnu afkomu- möguleikum og búsetuskilyrð- um nágrannabyggðalags, með ómerkilegum blekkingum, er ykkur til lítils sóma. Það væri vissulega ástæða til að fara fleiri orðum um mál þetta, rekja að nokkru fram- komu sumra fulltrúa rækju- hagsmuna á Húsavík, sem vissu lega er á sinn hátt alvarlegra mál en barnaleg ályktun ykkar, en það verður gert á öðrum vett- vangi. Að lokum góðir bæjarfull- trúar vona ég að þið athugið vandlega hvað þið eruð að gera, hvaða tjóni þið eruð að valda, kynnið ykkur málavexti og farið að eigin samvisku og dómgreind, en hlaupið ekki upp vegna upphrópana manna sem halda að sólin skíni aðeins fyrir þá og sjá ekki út fyrir eigin borðstokk. Kópaskeri 11/10 1979 Kristján Ármannsson. Húsavíkur Ágætu bæjarfulltrúar, það er von mín að eftirfarandi upplýs- ingar megi verða ykkur nokkur huggun harmi gegn, í baráttu ykkar við þá eymd og það vol- æði sem yfir bæjarfélagi ykkar hvílir, því slæmt hlítur það ástand að vera, sem knýr ykkur til samþykktar sem þeirrar um rækjuveiði í öxarfirði nú ný- verið. Sá tölulegi rökstuðningur sem þið grípið til, lýsir annað tveggja fádæma fljótfærni og óvönduðum vinnubrögðum eða lágkúruhætti, nema hvoru- tveggja sé. Þessum tölum sem voru um hlutfallshækkun út- svara hjá Húsavíkurbæ annars vegar og Presthólahrepps hins vegar, var ætlað að sýna nauð- syn þá sem Húsvíkingum væri á að fá nú helming hins skerta rækjukvóta í öxarfirði, því ella væri vandséð hvernig gengi að tóra af veturinn á Húsavík, á sama tíma sem íbúar í Presthóla hreppi hefðu nóg að bíta og brenna. En hvað segja svo þessar tölur ykkar? Af einhverjum ástæðum kemur ekkert fram um það í ályktun ykkar, þær segja m.a. að þrátt fyrir veru- lega aukningu útsvarstekna í Presthólahreppi, sem að sjálf- sögðu eiga fyrst og fremst rætur í tekjuaukningu bænda í hreppn um, þá voru eftir þessa hækkun meðaltekjur í Presthólahreppi kr. 3.132.330. - en á Húsavík kr. 3.546.456. - Hvað segja tölur ykkar um hlutdeild rækjuveiða í öxarfirði í atvinnumálum og tekjum einstaklinga í hvoru sveitarfélagi. Heildarskatttekj- ur á Húsavík voru krónur 3.964.938.882. -, en í Presthóla- hreppi kr. 535.628.370. -oghlut deild þessara veiða og vinnslu í atvinnumálum og tekjum á Húsavík um 2% en í Presthóla- hreppi um 18% og sé miðað við Kópasker væru hlutföllin um 35% á Kópaskeri á móti 2% á Húsavík. Af þessu má sjá að mismunur meðaltekna á Húsavík og í Skrifið í Norðurland Geir Rögnvaldsson skrifar um leiklist Tómas, Pétur og Leó ásamt fuglahræðu, pjáturkarli og ljóni léku þeir Þráinn Karlsson, Við- ar Eggertsson og Theodór Júlíusson, og verður það um þá alla sagt að þeir stóðu sig með miklum ágætum. Verður það sama sagt um Bjarna Stein- grímsson í hlutverki dyravarð- arins Hinriks og Galdrakarls- ins. Ungfrú Vestan og Vestan norn lék Sigurveig Jónsdóttir og þræddi þar bilið að vera vond án þess að hræða börnin. Góðu nornina lék Svanhildur Jóhannesdóttir mærðarlaust og af smekkvísi. Hannes Arason, Ingimar Eydal og Karl Jónat- ansson sáu um flutning tón- listar og sá síðasttaldi um út- setningar. Ekkikannaðistégvið þessa tónlist fyrirfram og skal ég því ekkert um útsetningar segja en hvimleiðir voru þeir erfiðleikar sem leikarar og und- irleikarar áttu við að stríða þegar um var að ræða að vera samstíga í flutningnum. Ég undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að NORÐURLANDI: Nafn:_______________________________________________ Póstnúmer: MÁLGAGN SÓSÍALISTA I NORÐURLANDS- KJÖRDÆMI EYSTRA Fréttir af Norð- uriandi. Hressileg póli- tísk umræða. Skrif um listir og menningarmál. Skákþáttur Helga Ólafssonar. Krossgátan. íþróttir. Norðurland er 8 síður og kemur út vikulega. Áskriftargjald inn- heimtist tvisvar á ári. Áskriftargjald fyrir hálft árið er kr. 3.500 Sími 21875 Eiðsvallagata 18 Pósthólf 492 Akureyri N0RÐURLAND NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.