Norðurland - 01.11.1979, Page 2

Norðurland - 01.11.1979, Page 2
LANDS- HORNIÐ Skóla8tarf gert skemmtilegt Rítstjórn NORÐUR- LANDS hefur ákveðið að fara af stað með nokkurs- konar landsbyggðar horn. í Horni þessu munum við taka upp orðrétt eða endursegja athygli verðar fréttir 'eða greinar úröðrum landsmála- blöðum. Vonum við að þessi ný- breytni verði til nokkurs fróðleiks og skemmtunar. í AUSTURCANDI frá 11. október er sagt frá 7. bekkj- arferðalagi Gagnfræðaskól- ans í Neskaupstað til Mjóa- fjarðar. Þetta var tveggja daga námsferð og þátttakendur voru tæplega 40 nemendur ásamt 4 kennurum ogskóla- stjóra. Tilgangur ferðarinnar var að fræðast um sögu og nátt- úrufræði Mjóafjarðar, þjálfa nemendur í vettvangsathug- unum, hópvinnu, gagnasöfn un og úrvinnslu gagna, en ekki síður að gera eitthvað skemmtilegt saman. Nemendum var skipt upp í smærri hópa og var hver hópur vel undir sitt verkefni búinn. Hópurinn kom sér fyrir í menningarmiðstöð Mjófirð- inga. Hún hefur að geyma gistiheimili, skóla, bókasafn o.fl. Þarna komu krakkarnir sér upp rannsóknarstofum með smásjám og viðsjám, jarðfræðihópurinn raðaði upp steinasafni og greindi steina með hjálp víðsjár og gerði kort af athugunar- svæðum. Líffræðihópar sem höfðu gert athuganir sínar á landi og við sjó skoðuðu grös og kvikindi í smásjám og færðu gjarnan myndlistar- hópi sem fyrirmyndir. Samfélagsfræðihópur fletti bókum, skráði upplýsingar og tók viðtöl við staðarbúa. Þannig safnaðist fjöl- breytt efni í rit um Mjóa- fjörð sem hópurinn ætlar að gefa út. Vafalaust gera svona ferð- ir námið skemmtilegra og árangursríkara og óskandi að fleiri gætu fetað í fótspor Norðfirðinga. Blóðug vannýting Að síðustu koma hér síldar- fréttir frá Djúpavogi ogenn í 36. tölublaði AUSTUR- LANDS frá 11. október. í fréttinni er vikið að hinu sígilda vandamáli þ.e. verk- un aflans. Tuttugasta og sjöunda september var búið að salta í um 3 þúsund tunnur, útflutn ingsverðmæti mun vera 125- 130 milljónir króna. „Mönnum hefur fundist það heldur blóðugt, að geta ekki fullnýtt þá möguleika sem hægt væri við verkun síldarinnar, sem berst á land ekki síst þar sem síldin er bæði stór ogfeit ogmjöggóð til frystingar, bæði tíl út- flutnings svo og tíl beítu. Bárðardalsbréf frá Jóni í Hlíðskógum Af vonsku veðurguða og ýmissa stjórnmálamanna Það sumar sem nú er nýlega á enda runnið fær líklega þau eftirmæli að kallast sumarið sem aldrei kom. Jörð var öll undir miklum vetrarsnjó fram í júníbyrjun og aftur fór öll jörð undir snjó 3. september. Við erum ennþá að stríða við afleiðingarnar af vorharðind- unum. Heyskapur hófst 2. ágúst og þó enn seinna á heiðabæjun- um og fullyrða má að ekkert vit var í því að byrja heyskap fyrr því að ekkert var að slá. Síðast var hýst þurrt hey 20. ágúst eftir mjög rysjótta heyskapartíð í 18 daga. September varð okkur gagns- lítill til heyskapar þar sem snjór lá á jörð í 21 dag og aðeins auð jörð í 9 daga. Þessi ótíð dró mjög úr vænleika dilka ásamt köldum júnímánuði. Fullyrða má að tíðarfar í maí skipti þar minna máli því að þá er inni- staða á sauðfé sjálfsögð, en nú brást beitin, sprettan var því líkust sem aldrei ætlaði að þiðna eða og grænka. Dilkar eru yfirleitt 2-3 kíló- um léttari til frálags en í meðal- ári. Trúlega verður þetta um 500 kílóa minni framleiðsla frá hverri jörð að meðaltali hér í Bárðardal. Ekki getum við sent stéttarbræðrum okkar í Asíu þetta kjöt en ég trúi því að þeir hafi ekki haft tíma til að sinna bústörfum upp á síðkastið fyrir stríðsrekstri. Ekki verður held- ur fenginn gjaldeyrir fyrir þetta kjöt né vinnulaun við verkun þess og er þvi um að ræða þjóðhagslegt tjón sem líkja má við uppskerubrest hjá öðrum þjóðum sem venjulega stafar af fellibyljum, þurrkum, skordýr- um, flóðum eða styrjöldum. Það skal tekið fram að hey- skaparvandræði okkar nú stafa af hörðu vori en ekki vondu hausti. Allt hey hefur nú náðst saman en spurningin er hvort ekki er meira eða minna af hey- inu ónýtt og hættulegt fóður. Afleiðingarnar eru ekki ein- ungis tekjutap fjölskyldnanna á þessu ári og fækkun bústofns heldur líka stórminnkuð fram- lög okkar til samfélagsins í formi skatta á næsta ári. Enginn hefur samt gefist upp við búskapinn og er það í raun óskiljanlegt því að svo stórkost- legir fjárhagsörðugleikar hljóta að fylgja í kjölfarið. Verðbólg- an hefur stöðugt kallað á stækk- andi bú undanfarið en ekki minnka þau snögglega. Vorharðindin hafa haft mjög slæmar afleiðingar fyrir dýra- líf. í maí var mjög mikill fugla- dauði og einnig í september og nú um 20. október eru hér ennþá farfuglar. Ekki erósenni- legt að rjúpurnar þoli verr vetr- arkulda nú en venjulega þar sem þær eru yngri en vanalegt er við vetrarkomu. Eftir er að vita hvaða afleið- ingar sprettuleysi á úthaga hef- ur en eitt er víst: Tún eru verr undir vetur búin en venjulega, nýslegin og graslaus við vetur- nætur. Ekki verður skrifaður langur annáll um félagslíf í sveitinni, það má heita að öll félagsstarf- semi hafi legið í láginni síðan í júlí. Uppskeruhátíð var engin haldin, Barnaskólinn átti að heíjast 2. október en setningu hans var frestað um viku til að börnin gætu hjálpað til við hey- skapinn. Það eru ekki bara veðurguð- irnir sem hrella okkur bænda- fólkið um þessar mundir. T.d. hefur stjórn Neytendasamtak- anna hótað að sýna okkur víg- tennurnar ef framleiðsluvörur okkar hækka í réttu hlutfalli við verðbólguna, vilja líklega kaupa innfluttar vörur í staðinn og verður að líkindum ekki skortur á gjaldeyri til slíkra kaupa. En hvað gerði stjórn Neytendasamtakanna þegar staðfest var hækkun á tilbúnum áburði um 56.4% s.l. vor, Gat nokkrum heilvita manni dottið annað í hug en að þessar hækk- anir og aðrar á rekstrarvörum hefðu áhrif í verðlaginu. Eða dettur einhverjum í hug að sveitafólkið geti tekið þessar hækkanir á sig og þær dáið út í framleiðslunni. Auðvitað vildum við geta gef- ið ykkur alla framleiðsluna, þetta er jú matur. Ég fullyrði að við viljum taka þátt í stöðvun verðbólgunnar en þá má alþingi ekki lengur daufheyrast við ósk- um bændastéttarinnar um stjórn á framleiðslu sinni og samningum við ríkisstjórnina á hverjum tima. Við viljum ekki lengur semja við valdalausa samningamenn í sexmanna- nefnd um kjör okkar. Meðan sá háttur er hafður á fáum við ekki félagslegar umbætur og höldum áfram að dragast aftur úr í lífs- kjörum og aðstöðu. Og nú á að fara að kjósa, stundum hafa verið hörð veður um mánaðamót nóv.-des. en við munum nú kjósa samt hversu ómögulegt sem það verður, þeim mun ekki verða að þeirri ósk sinni að við sitjum heima. Annars fannst mér nú brotthlaup kratanna úr stjórn- inni líkast því sem bóndi hætti heyskap á miðju sumri og setti búfé sitt á hálftómar hlöður. Jón Aðalsteinn Hermannsson. Frá kennaraþingi á Stóru- Tj örnum Óttar Einarsson kjörinn formaður B.K.N.E. Árlegt haustþing Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, var haldið í Stórutjarnarskóla S-Þing., dagana 4. og 5. okt. s.l. Dagskrá þessa þings var með hefðbundnum hætti, stutt nám- skeið í þeim kennslugreinum sem eru í hvað örustum breyt- ingum þessa dagana. Til leið- beiningar á námskeiðunum voru fengnir kennarar af Norð- urlandi og höfuðborgarsvæð- inu, svo og námstjórar hinna ýmsu kennslugreina, sem einnig voru til viðtals fyrir kennara. Aðalfundir deilda landssam- taka kennara, S.G.K. og L.S.F.K., voru haldnir þar sömu daga svo og aðalfundur Bandalags kennara á Norður- landi eystra. Voru þar meðal annars til umræðu skólamál og kjaramál kennara. Urðu míklar og fjörugar umræður og álykt- anir samþykktar. Kosin varnýstjórn B.K.N.E., til eins árs og hlutu eftirtaldir kosningu; Óttar Einarsson, formaður, Ingvar Ingvarsson, Ingólfur Ármannsson, Birgir Svein- björnsson, Nanna Þórsdóttirog Kristín Helgadóttir, Ályktanir kennara- þings á Stóru-Tjörnum Aðalfundur B.K.N.E. (banda lags kennara á Norðurlandi eystra) baídinn í Stórutjarna- Óttar Einarsson. skóla 5. október 1979, gerirsvo- fellda ályktun um málefni grunnskóla: Stöðvum hentistefnuna 1. Kennarar á Norðurlandi eystra telja brýnt að stöðva þá hentistefnu sem hefirríkt ískóla málum af opinberri hálfu. Slík hentistefna hefir óheppileg áhrif á innra starf skólanna, kjör og starfsaðstöðu nemenda og kenn ara. Sem skýringar og rök bend- ir fundurinn á eftirtaldar að- gerðir stjórnvalda: a) Skerðing stunda til for- skólakennslu. b) Skerðing viðmiðunar- stunda í 4.-6. bekk. c) Frestun á framkvæmd reglugerðar um skólasöfn og fé- lagsmál. d) Afnám reglugerðar um leið sögukennara. Fundurinn telur grundvallar- atriði að á bak við slíkar ákvarðanir liggi gild kennslu- og uppeldisfræðileg rök og að höfð séu full samráð við kenn- arastéttina. Ekkert yfirvinnuþak II. Fundurinn telur nýlega settar reglur um yfirvinnuþak á kennarastéttina óraunhæfar. Það er skoðun fundarins að hið innra skipulag skóla eigí sem mest að vera í höndum skólanna sjálfra og til þess verð- ur að treysta þeim. Afskipti ríkisvaldsins eiga einvörðungu að vera bundin við ytri ramma skólastarfsins. Starfsréttindi kennara III. Af mafggefnu tilefni lýsa kennarar í B.K.N.E. sig reiðu- búna til að beita öllum mætti samtaka sinna til að standa vörð um starfsréttindi sín. Fundurinn skorar á heildar- samtö.k kennara að fylgja rétt- indamálum stéttarinnar fast eftir. Um námsgagnastofnun Aðalfundur B.K.N.E. hald- inn að Stórutjörnum 5. október 1979 fagnar nýútkomnum lög- um um námsgagnastofnun og skorar á Menntamálaráðuneyt- ið að hraða sem mest má verða setningu reglugerðar um fram- kvæmd laganna. Jafnframt bendir fundurinn á, að til þess að námsgagna- stofnunin geti gegnt því hlut- verki, sem henni er ætlað, er nauðsynlegt að á fót verði kom- ið útibúum frá henni í öllum fræðsluumdæmum landsins. Endurskoðun ráðningartíma Aðalfundur B.K.N.E. hald- inn í Stórutjarnaskóla föstu- daginn 5. október vill beina því til menntamálaráðherra og stjórna kennarasamtaka í land- inu að taka til endurskoðunar þær reglur, sem gilda um ráðn- ingartíma kennara og skóla- stjóra. í þessu sambandi vill fundur- inn benda á að það er skólum til mikils óhagræðis, hversu seint er gengið frá ráðningu kennara og skólastjóra og telur fundur- inn, að ef ráðningartíminn mið- ast við 1. ágúst yrði undirbún- ingur og skipulagning skóla- starfsins mun auðveldari en nú er. Einnig ætti þaðaðtryggjaað fólk fái fremur rétt laun á rétt- um tíma, þ.e. eigi síðar en þegar skólar hefja störf. Ráðning í kennarastöður Aðalfundur B.K.N.E. hald- inn að Stórutjörnum 5. og 6. október 1979 mótmælir harð- lega að réttindalausir kennarar séu látnir ganga fyrir mönnum með full kennararéttindi við ráðningu í stöður og bendir þá sérstaklega á ráðningu í stöðu skólastjóra í Grindavík. 2 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.