Norðurland


Norðurland - 01.11.1979, Qupperneq 3

Norðurland - 01.11.1979, Qupperneq 3
Jón Aðalsteinsson. bandalaginu eða Framsóknar- flokknum atkvæði sitt. Varðandi verkalýðsmálin, þá hefir eitt orð verið einkennandi fyrir baráttu verkalýðsins und- anfarna áratugi: Orðið „varn- arbarátta“. Þá hlýtur að vakna spurning- in: Hverskonar sóknarbaráttu væri hægt að reka? Nú hafa allar félagslegar umbætur á undanförnum áratugum orðið til fyrir baráttu verkalýðsins. Að vissu leyti má nefna það sóknarbaráttu. En sú sókn er hæg og íhaldið hrekur hana alltaf til baka í hvert sinn sem það sest að völdum, eftir því sem það þorir og telur fært. Höfum við ekki fleiri og áhrifa- meiri valkosti til sóknar? Um kosningaundirbúning er ekki margt að segja. Þar verður að reyna á framkvæmdina. En ég tel mikilvægt að við komum okkur fljótt upp áætlun, og baráttan verði sóknarbarátta. - Hvað finnst þér um þetta nýja starf, nokkrar hugmyndir í því sambandi? - Sama og um kosningaundir búninginn: Þar verður að reyna á. Sigurður Hallmarsson sem Tevye mjólkurpóstur. Ljósm.: Einar Ólason. Metaðsókn á Fiðlarann Leikritið hefur uerið sýnt 30 sinnum Ég undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að NORÐURLANDI: Nafn:_______________________________________________ NORÐURLAND ræddi ádög- unum við Jón Aðalsteinsson, nýkjörinn formann Kjördæmis- ráðs, og fer viðtalið hér á eftir: - Hvað finnst þér um útkom- una af kjördæmisþinginu? - Þetta þing bar nokkuð bráðan að, var haldið viku fyrr en upphaflega var til boðað. Auðvitað bar þingið nokkurn keim af þessu, betri undirbún- ingur hefði verið æskilegur. Þrátt fyrir þetta vannst vel og þýðingarmikil mál voru af- greidd. Umræða á að snúast um mál- efni fremur en menn og það gerði hún á þessu þingi. Að sjálfsögðu voru skiptar skoðan- ir. Það er jú forsendan fyrirum- ræðu. Umræðurnar voru góðar í heild og leiddu til samstöðu og í þessu er okkar meginstyrkur fólginn. - Hvað vilt þú segja tim ályktanir þingsins? - Það voru gerðar ályktanir um forval, útgáfumál, stjórn- mál og undirbúning kosninga. Viðvíkjandi forvali virtust allir hlynntir því og töldu það skref í lýðræðisátt. Hinsvegar komst þingið að þeirri niður- stöðu að ekki ynnist tími til að framkvæma forval fyrir kosn- ingarnar nú í desember. Reglur um forval voru sam- þykktar og þær munu viðhafð- ar eftirleiðis. Mín skoðun er sú að með forvali sé skrefið í lýðræðisátt ekki eins stórt og í fljótu bragði virðist. Hið raunverulega lýðræði liggur á öðru sviði. Það byggist á því að fólk almennt myndi sér skoðanir og geti komið þeim á framfæri. Sá, sem er vel máli farinn hefir meiri möguleika á að hafa áhrif, en skoðanir hans þurfa ekki að vera jafn vel grundvallaðar og hins, sem skortir einurð eða kunnáttu til að tjá sig. Þarna gætu félags- málanámskeið eða önnur nám- skeið, er örvuðu fólk og auð- velduðu því að yfirstíga þann þröskuld að viðra skoðanir sínar, vafalaust orðið til bóta. Viðvíkjandi forvalsreglum virðist mér í fljótu bragði að vel hafi tekist til. það er gott að kjörstjórn hafi frjálsar hendur hverju sinni í sambandi við kosningu á kjörstað eða bréf- lega kosningu eða hvoru- tveggja. Reglurnar voru birtar í síðasta ,,Norðurlandi“ og ég hvet alla félaga til að kynna sér þær rækilega og ræða þær á fundum. Vonandi bera ekki þarnæstu kosningar svo bráðan að, að ekki vinnist tími til að sníða af forvalsreglunum van- kantana ef einhverjir koma í ljós. Viðvíkjandi útgáfumálum, þá er ,,Norðurland“ ómissandi tengiliður milli félaganna á Norðurlandi. Það er auðsætt að vissir erfiðleikar eru að halda útgáfustarfseminni gangandi. Nauðsynlegt er að ráðstafanir þær, sem samþykktar voru til að bæta fjárhag og útbreiðslu blaðsins komi sem fyrst til fram- kvæmda. Um árangurinn vil ég engu spá en hvetja áskrifendur og aðra stuðningsmenn til að duga vel. Um stjórnmálaályktunina er það að segja, að ég hefði viljað leggja meiri áherslu á viss atriði, og á ég þar við orkumál og verkalýðsmál. Við lifum í heimi þar sem orkuþörf og orku- skortur vex ótrúlega hratt. Verði Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta eftir kosningar get- um við búist við að orkan okkar verði seld ódýrt útlendum auð- kýfingum í einni eða annarri mynd. Ástandið, sem við þetta mundi myndast er geigvænlegra en ég í fljótu bragði get sett mér fyrir sjónir. Það er mikil nauðsyn að þau öfl, sem vilja nytja auðlindir okkar í þágu okkar sjálfra fái meirihluta á Alþingi. Þessi öfl er fyrst og fremst að finna í Al- þýðubandalaginu, en einnig í framsókn. Hinn „þögli meiri- hluti“ framsóknar. Hið athygl- isverða er, að innan íhaldsins er einnig sterkur þjóðlega sinnað- ur hópur. Þessvegna finnst mér, að við ættum að hvetja þá íhaldsmenn, sem vilja auðlindir íslendinga í þágu okkar sjálfra til að ljá annaðhvort Alþýðu- ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Leikritið „Fiðlarinn á þakinu“ hefur verið sýnt þrjátíu sinnum á Húsavík en sýningar hófust í fyrravetur. Leikfélag Húsavík- ur hefur um árabil verið eitt metnaðarfyllsta áhugamanna- leikfélag á landinu og þótt víðar væri leitað en engin sýning hef- ur þó áður gengið jafn lengi og þetta. Helgi Bjarnason á Húsa- vík sagði blaðinu að mikið hefði verið um það að undanförnu að hópar kæmu langt að til að sjá sýninguna. Leikritið verður sýnt öll kvöld nú um helgina. Leík- stjóri er Einar Þorbergsson leik- húsmenntaður maður. MÁLGAGN SÓSÍALISTA I NORÐURLANDS- KJÖRDÆMI EYSTRA Fréttir af Norð- urlandi. Hressileg póli- tísk umræða. Skrif um listir og menningarmál. Skákþáttur Helga Ólafssonar. Krossgátan. íþróttir. Norðurland er 8 síður og kemur út vikulega. Áskriftargjald inn- heimtist tvisvar á ári Áskriftargjald fyrir hálft árið er kr. 3.500. Sími21875 Eiðsvallagata 18 Pósthólf 492 Akureyri NORÐURIAND Forval ekki eins lýðræðislegt og í fljótu bragði virðist Hrefna Jónsdóttir (Golda) og Sigurður Hallmarsson (Tevye). Póstnúmer:. III! I NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.