Norðurland - 01.11.1979, Side 4

Norðurland - 01.11.1979, Side 4
NORÐURLAND NORÐLENSKT VIKUBLAÐ Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Böövar Guðmundsson, Erlingur Siguröarson, Helgi Guömundsson, Soffía Guðmundsdóttir, Tryggvi Jakobsson. Ritstjóri: Jón Guöni Kristjánsson (ábm.). Framkvæmdastjóri: Loftur H. Jónsson. Ritstjórn: Sími 21875. Dreifing og afgreiösla: Sími 25875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Innlend orka - fyrir hverja? Seta Braga Sigurjónssonar á veldisstóli iðnaðarráð- herra verður að líkindum stutt. Eigi að síður verður hans minnst fyrir það gerræði sitt að ógilda ákvörðun forvera síns um virkjun Bessastaðaár. Það vantar ekki nema hann fullkomni ráðherradóm sinn með því að láta hefja framkvæmdir við steinbarn sitt í Laxárgljúfrum. Og þá er afstaða kratanna til þess að láta Kröfluvirkjun framleiða meira rafmagn upp í vaxtakostnað þann sem. á henni hvílir órökræn í meira lagi eins og fleira í þeim kýrhaus. En fláttskap og fíflsku krata í orkumálum er víðar að finna og er skemmst að minnast er borgarfulltrúi þeirra í Reykjavík felldi samninginn um nýja Landsvirkjun. Laxárvirkjun mun þó eftir sem áður sameinast henni en rafmagnsveiturnar standa utan við með öll hin erfiðari orkudreifingarsvæði. Það kemur fram í hærra orku- verði til þess fólks sem þar býr og slíkt er vont réttlæti. Það er þó enn verra að af tvöföldu rafmagnsverði sínu þurfi það sama fólk að greiða helmingi fleiri krónur í söluskatt til ríkisins en íbúar Lands- og Laxárvirkjun- arsvæðanna. Og til að kóróna vitleysuna þarf þetta fólk að borga helmingi hærra verðjöfnunargjald af rafork- unni en hinir þar sem þar gildir prósentureglan í stað krónutölu. Það er ekki síður jafnréttismál en margt annað að hér verði bót á ráðin og ahir landsmenn búi við sama orku- verð. Fyrsta skrefið í þá átt er að afnema söluskattinn og gera verðjöfnunargjaldið ráttlátara. En þetta ætti að verða mönnum hvati til að hugleiða hverjir eigi að njóta orkunnar í þessu landi. Á hún að verða fyrir landsmenn alla? - hluta þeirra? - eða eigum við að selja hana erlendum stóriðjufyrirtækjum fyrir lítið sem ekkert. Það er Ijóst að innan allra flokka nema Alþýðubandalagsins jarma stóriðjupostular nú sem ákafast og krafa þeirra á sér þar mikinn hljómgrunn. Þeir sem vilja standa gegn slíkum fyrirætlunum fylkja sér um Alþýðubandalagið. Það er eini flokkurinn sem markað hefur sér ábyrga orkustefnu með hagsmuni fólksins í landinu fyrir augum. Erl. íhaldsglundroði Löngum hefur glundroðakenningin verið eitt megin haldreipi íhaldsins í viðureigninni við andstæðinga sína. Því miður hefur þessi kenning um ósamvinnu- hæfni þeirra er vinstra megin standa í stjórnmálum fengið hljómgrunn hjá sumu fólki sem í staðinn hefur kosið að varpa sér beint í tröllsfaðm íhaldsins - einan sér að það hefur talið. En reynslan sýnir að undir einu dulnefni afturhaldsflokks ríkir meiri glundroði en nokkurs staðar í vinstri hreyílngu jafnvel þótt tæki- færissinnar á borð við krata séu taldir þar með, sem þeir eiga þó ekki heima. Undir fölsku flaggi Sjálfstæðis- flokksnafnsins siglir sundurleitur hópur sérhagsmuna- potara þar sem hver er reiðubúinn að reka rýtinginn í annars bak þegar henta þykir. Nýjustu fregnir af fram- boðsmálum íhaldsins sanna þann glundroða sem í her- búðum þess ríkir, þar sem þröng sérhagsmunapólitík og persónuleg valdagræðgi er sett ofar ábyrgri stjórnmála- stefnu, enda er hana ekki að finna í tröllshöfði íhalds- ins. Því klofnar flokkur íhaldsmanna í a.m.k. tveim kjördæmum fyrir kosningar og hvað halda menn þá að taki við að þeim loknum ef þeim verða fengin völdin í hendur? Erl. Frumsýning hjá L.A. á föstudagskvöld „Fyrsta öngstræi til hægri“ eftir Örn Bjarm Annað kvöld, föstudagskvöldið 2. nóvember, frumsýnir L.A. ieikritið „Fyrsta öngstræti til hægri“, eftir Örn Bjarnason. Þórunn Sigurðardóttir er leik- stjóri og Sigurjón Jóhannsson yfirleikmyndateiknari Þjóðleik- hússins gerir leikmynd og bún- inga. Þetta er fyrsta leikritið sem sett er á svið eftir þennan höfund en leikritið „Biðstöð 13“ eftir hann var flutt í útvarp í janúar 1977 og skáldsaga eftir hann með sama nafni kom út sama ár. Þetta er önnur frum- sýning L.A. áleikárinu. Sýning- ar standa yfír á Galdrakarlinum í Oz og hefur ætíð verið upp- selt. í „Fyrsta öngstræti til hægri“ fylgist áhorfandinn með ferli ungrar stúlku, Maríu að nafni frá unglingsárum til fullorðins- ára, frá bernskuheimili hennar eða rústum þess í gegnum strætið og meðferðarheimili. Leikritið bregður upp myndum sem sýna skilnings- og úrræða- leysi hinna fullorðnu gagnvart vandamálum unglinganna. Önnur aðalpersónan er Anna, vinkona Maríu í strætinu, og lýsir leikritið vináttu þeirra og baráttu við andstyggilegt um- hverfi. Leikritið gerist í stræt- inu og inn í það fléttast svip- myndir úr fortíð Maríu. Form leikritsins er nokkuð nýstárlegt og ekki síður leikmynd Sigur- jóns Jóhannssonar, gamlir hjallar umgirtir steypumótum í forgrunni og heimili Maríu og meðferðarheimili og fangelsi á uppsviði. María sem fullorðin stúlka er leikin af Svanhildi Jóhannes- dóttur, en María sem unglings- stúlka af Guðbjörgu Guðmunds dóttur. Sunna Borg leikur Önnu, Þráinn Karlsson og Sig- urveig Jónsdóttir leika foreldra Maríu, lögregluþjóna og gæslu- menn. Aðrir leikendur eru Við- ar Eggertsson, Bjarni Stein- grímsson, Gestur E. Jónasson, Theodór Júlíusson og Kristjana Jónsdóttir. Blaðamönnum NORÐUR- LANDS var leyft að fylgjast með æfingu á dögunum og hittu þá höfundinn að máli. Hann sagði að það væri misskilning- ur að tala um að leikritið drægi upp ýkta mynd af því efni sem það fjallar um. „Ástandið í þessum málum er þannig hjá okkur að það þarf ekki að ýkja til þess að vekja leikhúsgesti. Veruleikinn sjálfur slær út alla dramatík í þeim efnum." Örn kvaðst hafa haft þetta leikrit í smíðum í um tvö ár. Hann lauk miklu lofsorði á vinnu leikhúss- ins og sagði greinilegt að hver og einn legði allt að mörkum til að gera úr þessu sem besta sýn- ingu. örn kvaðst þó sérstaklega vilja nefna nafn Sigurjóns Jó- hannssonar í þessu sambandi. „Hann hefur fylgst með þessu leikriti frá því að það var að verða til í kollinum á mér og verið mér ómetanleg hjálpar- hella. Sigurjón er alhliða leik- húsmaður og hefur mikla þekk- ingu á tæknilegum möguleikum leikhússins þar sem ég sjálfur var eins og kálfur. Hann á heil- mikinn þátt í því að þetta leikrit skyldi yfirleitt skríða saman.“ Örn Bjarnason er þrítugur að aldri borinn og barnfæddur Akureyringur. Auk ritstarfanna vinnur hann á skrifstofu S.Á.Á. í Reykjavík. Sigurveig Jónsdóttir, Sunna Borg og Þráinn Karlsson. Guðbjörg Guðmundsdóttir og Þráinn Karlsson. Sigurjón Jóhannsson leikmyndateiknari, Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri og höfur 4 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.