Norðurland - 01.11.1979, Side 5

Norðurland - 01.11.1979, Side 5
idurinn Örn Bjarnason Þjóðfélagið allt er vettvangnr j afnr éttisbar áttunnar Rœtt við Soffíu Guðmundsdóttur 2. mann á lista Alþýðubandalagsins Soffía Guðmundsdóttir tónlist- arkennari á Akureyri skipar annað sætið á lista Alþýðu- bandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra við komandi kosningar. Soffía hefur verið bæjarfulltrúi síðan 1970 og hefur skipað annað sætið á Iista Alþýðubandalagsins til alþing- iskosninga síðan í kosningun- um 1971. - Þetta er auðvitað afleitur árstími til þess að standa í kosn- ingum, en um það þýðir ekki að fást úr því sem komið er, og við búumst til atlögu, sagði Soffía í upphafi viðtalsins. - Við höfum svo sem séð allt upp í fimm daga stórhríð í þess- um landshluta í skammdeginu, en við skulum vona hið besta, og rétt er að minna á, að nú verður hægt að kjósa allt frá 25. nóvember utan kjörstaðar, og kjörfundur stendur í tvo daga. - Hvað segirðu um stöðu og horfur? - Af brotthlaupi kratanna úr ríkisstjórn verður naumast ann- að séð en þeir séu óðfúsir að af- henda Sjálfstæðisflokknum völdin í þjóðfélaginu. Þeir vildu alla tíð ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eftir síð- ustu kosningar, og voru nánast til þess kúskaðir sárnauðugirað mynda ríkisstjórn með Alþýðu- bandalagi og Framsóknar- flokk, enda kom það beriega í ljós, að þeir unnu aldrei af heil- indum innan ríkisstjórnarinn- ar. Þetta tiltæki kynni reyndar að snúast í höndunum á þeim, og ég held þess gæti dag frá fegi, að það beinist æ meirgegn þeim sjálfum, staða þeirra versni og fylgið hrynji. Kratar hafa gert sitt til þess að hindra vinstri þróun í landinu og rutt brautina nýrri viðreisnarstjórn, sem gæti orðið stórum argvítugri hinni fyrri. - Hvað bendir til þess? - Það er nærtækt að huga ögn að tali Sjálfstæðismanna um endurreisn í anda frjálshyggju, en þar er vitanlega óheft gróða- hyggja í fyrirrúmi. Fjármagnið skal ráða, og allt, sem ekki ber sig eins og það heitir skal víkja. Það verður vegið að samneyslu á fjölmörgum sviðum, félags- legar umbætur og uppbygging í mennta- og menningarmálum skulu undir hnífinn. Að sama skapi verða aukin unsvif þeirra, sem eiga fjármagnið eða ráða því og búið í haginn fyrir þá. Hagsmunir einkagróðans, en ekki almennra launþega hafðir að leiðarljósi. Ekki hefur það heldur dulist neinum, að tals- menn erlendrar stóriðju hafa í seinni tíð stórlega færst í auk- ana, en þeir höfðu tiltölulega hægt um sig um tíma og hyggja nú gott til þess að fá afturhalds- stjórn að völdum. Varla þarf að fara í grafgötur um það, að við þær aðstæður myndu umsvif bandaríska hersins verða stór- aukin og hersetan og Nato aðildin fest enn rækilegar í sessi, en að sama skapi færi lítið fyrir uppbyggingu íslenskra atvinnu- vega um allt land með forræði okkar sjálfra. Þá er athyglis- vert allt það tal, sem borið hef- ur á í menntamálum til að mynda innrætingin margnefnd. Auðvitað dreymir afturhaldið um atvinnuofsóknir, en það hefur einfaldlega ekki þorað að fylgja neinu slíku eftir og ekki talið sig hafa styrk til þess. Þessari óheillavænlegu þróun allri verður að snúa við, og það verður best gert með því, að kjósendur efli Alþýðubanda- Soffía Guðmundsdóttir. lagið til stóraukinna áhrifa, en það er sá flokkur, sem er eining- ar- og forystuaflið á vinstri armi stjórnmálanna. - Hvað áttu við með vinstri armi og vinstri stefnu? - Við verðum að fá þess kon- ar ríkisstjórn, að hún vilji og geti tekist á við vanda efnahags- mála án þess að skerða einlægt kjör launafólks. Það verður ekki ráðist gegn verðbólgunni í einu vetfangi nema þar af leiði stórfelldan samdrátt og at- vinnuleysi um allt land, og verð- bólgan er ekki neitt sjálfstætt fyrirbæri óháð öðrum þáttum, sem tilheyra sjálfri þjóðfélags- gerðinni. Vinstri stjórn verður að hafa til þess bolmagn að gera djúpstæðar breytingar á efna- hagskerfinu sjálfu með tilheyr- andi meiri háttar tilfærslum fjármuna, byggja upp íslenska atvinnuvegi í höndum okkar sjálfra og vísa á bug fyrirætlun- um um erlenda stóriðju, hersetu og aðild að hernaðarbandalag- inu Nato, en þetta er allt saman órjúfanlega samtengt. - Er þá t.d. Framsóknar- flokkurinn í samvinnu við Al- þýðubandalagið reiðubúinn að gera slíkar breytingar og aðrar sem til þess væru fallnar, að vinstri stjórn rísi undir nafni? - Þeirri spurningu er ósvarað sem stendur, en benda má á það, að Framsóknarflokkurinn hefur einatt skilið þá vísbend- ingu, sem í því felst, þegar Al- þýðubandalagið eflist að fylgi og áhrifum. Það er ljóst að Samvinnuhreyfingin er sú fé- lagsleg hreyfing, sem næst stend ur viðhorfum sósíalista og fram sækinnar verkalýðshreyfingar, en það hefur löngum reynst örðugt að fá Framsóknarflokk- inn tl þess að fallast á þær efnahagsaðgerðir, sem hníga að raunverulegum breytingum á þeirri samfélagsgerð, sem við búum við. Það mætti e.t.v. orða þetta á þann veg, að Samvinnu- hreyfinguna og Framsóknar- flokkinn hefur borið meira en lítið af leið, þegar litið er til frumherjanna, og kannske gera óbreyttir fylgismenn Fram- sóknarflokksins honum ekki betri greiða en þann að kjósa til vinstri við hann og efla Alþýðu- bandalagið. Ég held að hann myndi skilja það og draga af því réttar ályktanir. - Ég vildi gjarnan, að við ræddum svolítið um jafnréttis- baráttuna, en margir munu líta á þig sem fulltrúa þeirrar kvennahreyfingar, sem æ meir hefur gætt í þjóðlífinu aði und- anförnu. Hvernig er sú hreyfing á vegi stödd? - Það, sem áunnist hefur, er einkum það, að tekist hefur að koma þeim málum, er áhræra jafna stöðu karla og kvenna til umræðu og knýja til nokkurs endurmats, sem óneitanlega gætir víða, en vitanlega er enn óralangt í land uns konur sam- ast þar með tærnar sem karl- menn hafa hælana. Þaðsérhver og einn. Leiðirnar að markinu eru umdeildar, en mérsýnist, að samt hafi eitt og annað þokast fram á við, þótt hægt gangi. - Ert þú í andstöðu við jafn- • réttishreyfinguna eins og hún birtist sem stendur, ef marka má af skrifum þínum þar um? - Mér er annt um þessa hreyf- ingu, sem ég held, að hafi það afl í sér fólgið, að hún geti orðið áhrifavaldur í þjóðfélaginu. Mér hefur í seinni tíð virst sem um of gæti tilhneiginga til inn- hverfra viðhorfa með tilheyr- andi yfirdrifnum áherslum á sviði einkamála, sem reyndar eru líka pólitík, en það má ekki gleymast, að við verðum að heyja baráttuna úti í þjóðfélag- inu. Þar er vígvöllurinn. - Heyrst hefur, að hugmyndir séu uppi um sérstakan kvenna- lista. Ertu hlynnt slíkum fyrir- ætlunum? - Nei, ég tel þær fráleitar af mörgum ástæðum. Kvennalisti væri því aðeins áhrifaríkur, að engin einasta kona fyrirfyndist á framboðslistum stjórnmála- flokkanna um allt land, og þar væri um samræmda, markvissa aðgerð að ræða. Auðvitað er það ljóst, .að konur eiga sem kyn fjölmargt sameiginlegt, sem hafið er yfir stéttaandstæður; þær sæta kynferðislegri kúgun í öllum stéttum þjóðfélagsins, þótt hinn ytri rammi sé vissu- lega með ólíkum hætti, en það er jafn augljóst, að konurverða að berjast fyrir þeim rétti sín- um að verða fullgildir þjóðfé- lagsþegnar úti í þjóðfélaginu, við hlið karlmannanna, ekki einar sér á báti. - Er hlutur kvenna raunveru- lega fyrir borð borinn í þeim mæli, sem þið haldið fram, þegar um er að ræða stjórn- málaþátttöku? - Þar er ekkert orðum aukið, enda er þar við að kljást það vígi, sem fastast er varið, en það er hið pólitíska vald. Þess er vandlega gætt, af handhöfum þess, karlmönnunum. Ekki þarf að líta lengra en til þeirra prófkosninga, sem nú ganga sem glaðast og uppstill- inga hér og þar um landið. Eng- um þykir farandi á flot með lista nema hafa eina og eina konu með í leiknum svona eins og upp á punt, en hverju sinni sem þær taka að nálgast þau sæti, sem máli skipta, kemur annað hljóð í strokkinn, og ýmis tor- merki eru talin á hlutdeild þeirra í því að ráða til lykta mál- efnum samfélagsins og okkar allra. Það gengur seint og illa að fá karlmenn til þess að viður- kenna konur sem jafningja sína til starfa úti í þjóðfélaginu við úrlausn hinna margvíslegu við- fangsefna. - Finnst þér enn, að Alþýðu- bandalagið hafi gert rétt í því að taka þátt í ríkisstjórn eftir síð- ustu kosningar? - Já, mér finnst það; við unn- um umtalsverðan kosningasig- ur vorið 1978 og það getur eng- inn flokkur áunnið sér tiltrú og traust, sem kýs að standa álengd ar og veigrar sér við því að axla þá ábyrgð, sem því er samfara að takast á við fjölþætt vanda- mál samfélagsins. Verkalýðshreyfingin bar fram, þegar í óefni stefndi, kröfu um myndun fyrrverandi ríkisstjórnar, og því kalli bar að hlýða. Engum duldist, að meðal flokksmanna Alþýðubanda- lagsins voru skiptar skoðanir um það hvort ganga bæri til stjórnarsamstarfs upp á þær spýtur, að við utanríkismálum skyldi ekki hreyft, og við feng- um engu til leiðar komið varð- andi úrsögn íslands úr Nato og brottvísun bandaríska herliðs- ins af íslandi, og var það beisk- ur biti. Stjórnarþátttakan var lærdómsrík, og hvetur til sívak- andi endurmats. Við erum reynslunni ríkari og verðum að draga lærdóma af. - Hvernig líst þér á baráttuna framundan? - Má ég geta þess, að við Stefán Jónsson erum nýkomin úr ferðalagi um kjördæmið þvert og endilangt, og ekki bar á öðru en félagar okkar væru í baráttuhug og teldu góðar horfur á gengi Alþýðubanda- lagsins í þeim átökum, sem fram undan eru. Við hjttum marga að máli, höfðum liðsfundi, ogalls- staðar gætti sóknarhugar og bjartsýni, en það er stuttur tími til stefnu. Kosningabaráttan vinnst ekki af fáum, heldur er hún háð allsstaðar, hvar sem tveir menn eru saman komnir, og þar verður hver félagi að leggja sitt fram. Við höfum verið í sókn undanfarin ár og stöðugt unnið á í þessu kjördæmi síðan árið 1971, og við væntum þess, að svo verði enn. NORÐURLAND- 5

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.