Norðurland - 01.11.1979, Síða 8

Norðurland - 01.11.1979, Síða 8
NORÐURIAND Fimmtudagur 1. nóvember 1979 MÁLGAGN SÓSlALISTA f NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST ÁSKRIFENDUR - Síminn er 2-18-75 AUGLÝSIÐ I' NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - Heyskapur á veturnóttum „Ég sló það síðasta á síðasta sumardag og náði því upp sama dag,“ sagði Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum í Þistilfirði er NORÐURLAND hafði sam- band við hann á dögunum. Þurrkarnir núna undanfarið hafa verið þeir bestu sem kom- ið hafa í sumar.. Það eru nú allir búnir að hirða sín hey, en fyrir þetta síðasta þurrktimabil voru allmargir sem áttu helming heyja sinna úti. Verkun var all- góð á því heyi sem slegið var í september og má segja að dæm- ið hafi snúist verulega við nú um veturnæturnar hvað varðar horfur fyrir bændur í Norður- Þingeyjarsýslu.“ Þetta breytir því þó ekki að um verulegt tjón er að ræða fyrir flesta bændur. Dilkar eru miklu lélegri en í meðalári og aðeins það veldur tekjurýrnun upp á milljónir á stærri fjárbú- um. Töluverð heykaup hafa átt sér stað, um 150 tonn hafa verið keypt sunnan úr Rangárvalla- sýslu fyrir milligöngu Búnaðar- félags fslands. Deilist þetta hey niður á þrjá hreppa, Svalbarðs- hrepp, Sauðaneshrepp og Skeggjastaðahrepp. Jóhannesi var ekki kunnugt um á hvaða kjörum þetta hey væri fengið en sagði að verðið væri hátt. Auk þess er það hey sem þegar er fengið varla nóg. Heimtur hafa verið slæmar en verulegir fjárskaðar hafa ekki orðið nema á tveim bæjum, Kollavík og Borgum, en afrétt þeirra, Seljaheiði, liggur sam- an við afrétt Núpsveitunga. Þar mun fé hafa farist í stórum stíl vegna krapelgs í Ormarsá. Fækkun á búfé mun varla verða eins veruleg og áður var talið vegna hins síðbúna þurrks. Þess ber þó að geta að víða hafa bændur ekki sett á eitt einasta lamb svo eðlileg endurnýjun á sér ekki stað þetta árið. Prófkj örsdansinum lokið Þá er lokið prófkjöri Alþýðuflokksins hér í kjördæminu. Úrslitin hafa vissulega komið á óvart og eru ekki í samræmi við það sem gert var ráð fyrir í þessum pistli í síðustu viku. Sitthvað vekur athygli við niðurstöðu prófkjörsins og þá fyrst það hversu miklu færri tóku þátt í þvíen í prófkjöri fyrir síðustu kosningar. Fái flokkurinn ekki meira fylgi í kosning- unum í desember en fram kom í prófkjörinu þá getur verið fullkominn vafi á hvort hann kemur yfirleitt nokkrum manni að úr Norðurlandskjördæmi eystra. Þaðernefnileganokkuð öruggt að ekki hafa allir sem tóku þátt í prófkjörinu áhuga fyrir því að styðja flokkinn í kosningunum, ekki síst eftir þessi úrslit. Alþýðuflokksmenn hafa eftir þessa lotu enn minni ástæðu til að vera bjartsýnir á framgang sinn í komandi kosn- ingum en fyrir. Málefnastaðan er hæðin svo ekki sé fastar að orði kveðið og prófkjörið hefur í för með sér djúpstæðan klofning meðal stuðningsmanna flokksins. Haft er eftir Árna Gunnarssyni í Vísi nú á dögunum að úrslitin séu eins konar sigur fyrir aðkomumenn. Þessi barna- lega staðhæfing er kannski til marks um það hversu fárán- leg málefnabarátta hefur farið fram milli keppinautanna. Sigurvegaranum er það efst í huga að slagnum loknum að honum hafi tekist að vinna andstæðing sinn þrátt fyrir að hann neyddist til að veifa vitlausu fæðingarvottorði. Hér hafa ekki tekist á menn með mismunandi sjónarmið, ekki er um það spuft með hvaða hætti frambjóðendurnir vilja bera baráttumál flokksins fram til sigurs, ekki kemur fram að þeir hafi verið ósammála um neitt sem máli skiptir. Þeir eru hins vegar fæddir og uppaldir sitt á hvoru landshorni og baráttan snérist um ágæti og galla þess að mati sigurvegarans. Því er haldið fram að prófkjörin séu lýðræðislegust að- ferð til að velja frambjóðendur. Kann að vera. En ef stað- reyndin er sú að prófkjörsbarátta frambjóðendanna snýst um svo einskisverða hluti eins og fæðingarstað og búsetu þá er ástæða til að halda að prófkjörin séu lítið annað en sýndar- lýðræði. Um hvað voru þeir menn ósammála sem voru að takast á í prófkjöri Alþýðuílokksins? Þeir fjórir sem komu til greina í fyrsta og annað sætið voru ekki ósammála um neitt ef marka á þau plögg sem þeir létu frá sér fara á meðan áslagnum stóð. Eini blæmunurinn á skoðunum þeirra er sá að Jón Helgason formaður Einingar mun ekki hafa greitt atkvæði með stjórn- arslitunum í flokksstjórn Alþýðuflokksins eins og hinir. Úrslit þessa prófkjörs er ekki sigur neins yfir einhverjum. Kjósendurnir áttu ekki kost á að greiða atkvæði um menn með mismunandi sjónarmið. Allt annað er harla lítils virði í þessu sambandi. Úrslitin eru ekki vísbending um annað en að kjósendurnir hafa valið á milli hægri manna, viðreisnar- postula og andstæðinga síðustu ríkisstjórnar, en þetta þrennt áttu þeir allir sameiginlegt, í fyrsta sætið. Að fenginni niðurstöðu i prófkjöri Alþýðuflokksins eru umræður um hugsanleg kosningaúrslit hér í kjördæminu mjög á dagskrá meðal manna.í prófkjörsdansinum hafa sjálf stjórnmálin fallið í skuggann. Áhugi fólks hefur í svo ríkum mæli verið bundinn við þá einstaklinga sem til greina hafa komið í prófkjörunum. Framboðslistar allra flokkanna hafa nú verið birtir annað hvort að hluta eða að fullu. Hefur þar með skýrst hverjir það verða sem líklegir eru til þess að verða fulltrúar kjördæmisins á Alþingi fslendinga næsta kjörtíma- bíl. í síðustu kosningum fengu framsókn og Sjálfstæðis- flokkur tvo þingmenn hvor og Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag sinn hvorn. Þar að auki var svo annar maður á lista Alþýðuflokksins, Árni Gunnarsson, landskjörinn þing- maður. Samkvæmt skoðanakönnun Vísis virtist líklegast að framsókn og Sjálfstæðisflokkur bættu nokkru við sig og Alþýðubandalagið héldi sínu og Alþýðuflokkurinn tapaði verulega. Skoðanakönnun er að sjálfsögðu aldrei fullkomlega rétt mynd af afstöðu fólks. Eigi að síður hefur reynslan staðfest að skoðanakannanir sem síðdegisblöðin hafa framkvæmt, hafa gefið býsna rétta vísbendingu um vilja kjósenda. Þess vegna er með ærnum rökum hægt að fullyrða að skoðana- könnun Vísis sé bending um þær pólitísku breytingar sem verða kunni nú í vetur. Þegar könnunin fór fram voru framboðsmál óleyst hjá öllum og þess vegna ekki komið í ljós hvaða áhrif breytingar á framboðslistum kynnu að hafa á vilja kjósenda. Nú liggur hins vegarfyrir í þessu kjördæmi, að þar verða fimm listar í kjöri eins og síðast. Fimmti listinn nú þ.e.a.s. listi Jóns Sólness kemur örugglega til með að hafa veruleg áhrif á niðurstöðu kosninganna, sennilega meiri en atkvæðamagn hans gefur tilefni til að ætla. Skýringin er sú að með þessu framboði eiga hægri sinnaðir kjósendur einum valkosti fleiri en áður. Þar að auki mun svo andrúmsloftið hjá stuðningsmönnum Braga Sigurjónssonar vera þannig eftir ósigurinn í prófkjörinu að einhver hluti þeirra sér ekki neina skynsamlega ástæðu til að koma Árna Gunnarssyni á þing, alveg eins gott sé að greiða Sólnes atkvæði. Því er alveg ljóst að hið margumrædda framboð Jóns veldur mikilli óvissu um endanleg úrslit hér. Spádómar manna eru á ýmsa vegu. Allt frá því að listinn fái ekki nema par hundrað atkvæða upp í tólf, fimmtán hundruð. Hér skal engu um það spáð en eitt er alveg víst að miklar likur benda til að mjótt geti orðið á mununum á milli þrðja manns framsóknar, annars manns Sjálfstæðisflokksins og annars manns á lista Alþýðu- bandalagsins. Eru þá lagðar til grundvallar niðurstöður Vísiskönnunarinnar og reynt að taka tillit til þeirra sérstöku aðstæðna sem eru hér í kjördæminu. Þrándur. Leikfélagið undir vopnum Nýlega varð sá fáheyrði atburður í Vélsmiðju Stein- dórs að starfsmaður þar hnaut um ókennilegan hlut innan um annað brotajárn. Hugði hann betur að og var ekki um að villast, þarna var komin fallbyssa mikil og forn. Sérfræðingar um hernaðarsögu Akureyrar voru kvaddir á vettvang og framkvæmdu þeir skyndi- athugun á gripnum en ekki kom þó til þess að fall- stykkið yrði hlaðið í það skipti. Það var samdóma álit sérfræðinganna að þarna væri komið það vopn sem frægast hefur orðið með Akureyringum og notað var af beinskeytt- um leikhúsmönnum til að kveðja menn í leikhús með fallbyssuskotum. Síðast mun hólkurinn hafa verið notaður til að kalla penn á frumsýningu á „Útilegu- mönnum“ séra Matthíasar sem lengi var klerkur hér á Akureyri eins og frægt er orðið. Á föstudagskvöldið þegar Akureyringar heyra þrjár fallbyssudrunur þáer ekkert að óttast, rússinn er ennþá langt undan, hins vegar stendur þá fyrir dyr- um frumsýning á leikriti Arnar Bjarnasonar, „Fyrsta öngstræti til hægri". Ennfremur skal tekið fram að hlaupi byss- unnar verður beint út á Poll en ekki að leikhúsgestum. Sjófarendur verða ekki í bráðum voða því einungis verða notuð púðurskot. • • . og heldur í víking Leikfélagi Akureyrar hefur verið boðið að taka þátt í norrænu móti atvinnuleik- húsa utan höfuðborga. Mun leikhópurinn sem tek- ur þátt í „öngstrætinu" fara óvopnaður utan og sýna leikritið á mótinu sem haldið verður í örebro í Svíþjóð dagana 3.-9. des. n.k. Vegna þessarar ferðar frestast sýningum á „Pún- tila og Matta“ fram yfir áramót. „Ég er eins og jólatré“ Ekki linnir kosninga- og prófkjaravísum enn. Rögn- valdur Rögnvaldsson gauk aði þessum vísum að skrif- urum NORÐURLANDS. Sú fyrri er til orðin vegna ummæla Sólness í sjón- varpi þann 30. okt. s.l.: Sólnes þannig sagði frá sjálfur núna í vikunni. Eg er betri armur á íhaldsljósastikunni. Hin þarfnast ekki neinn- ar skýringar: Fer um landið falinn eldur, fúnir reynast margra bekkir. Kjósandinn nú krossar heldur „kratann" sem hann ekki þekkir.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.