Norðurland - 09.01.1980, Blaðsíða 3
Sigrún Sveinbjarnardóttir, sálfrœðingur:
Mótmælum kerfisbu ndinni misþyrmingu
Flutt sem
útvarpserindi
s.l. haust
völl, já eða þá bara stæði.
Barnastæði. Bílastæðin eru á
sínumvísa stað og barnastæðin
á sínum. Eða hvað finnst ykkur
að börn eigi að gera í frímínút-
um? í flestum tilvikum má ekki
hjóla inni á leikvellinum, ekki
kasta snjóbolta, ekki vera með
stóra bolta og í sumum tilvikum
má ekki heldur fara út af
skólalóðinni - og hvað er þá
annað hægt að gera en standa
og bíða eftir að hringt verði inn.
Nema maður taki sig til og
bregði fæti fyrir næsta mann,
svona til tilbreytningar, steli af
honum húfunni eða lendi í
slagsmálum við hann. Eiginlega
er það besta lausnin, þegar engir
leikmöguleikar standa til boða.
Á „skólaleikvellinum" eiga sér
daglega stað grimmilegar and-
legar misþyrmingar og ekkert
raunhæft er gert til að koma í
veg fyrir það. Hinir fullorðnu
ráða, þeir fullorðnu þurfa ekki
að nota „skólaleikvöllinn" sjálf-
ir. Hafi betur einhvern tíma
tekið eftir því hvað þessir vellir
eru andlega niðurdrepandi, þá
eru þeir löngu hættir að sjá það
enda kostar það bæði tíma og
peninga að byggja slíka velli
upp.
Mér er minnistæður atburður
sem gerðist á heimahögum
mínum í vetur. Leikvöllur eins
barnaskólans komst til tals á
foreldrafundi nokkrum og var
ákveðið að setja á laggirnar
nefnd til að koma með hug-
myndir og nýtingu vallarins. Eg
var meðlimur í þeirri nefnd og
kom með þá hugmynd að leita
álits barna í skólanum um þessi
mál. Hugmyndinni varveltekið
af öðrum nefndarmönnum en
mér til mikillar furðu heyrði ég
uppi raddir um tilgangsleysi
þessarar vinnuaðferðar, þar
sem dregið var í efa, að börn
gætu haft einhverja raunhæfa
mynd af því, hvernig þeirra
eiginn leikvöllur ætti að líta út.
Gamla rótgróna hugsunin að
skoðanir barna séu ekki mark-
tækar virðist enn í fullum
blóma.
Það skal tekið fram að börnin
voru spurð álits. Ég fór í þrjá
bekki, einn 6 ára, annan 9 ára og
þann þriðja 12 ára og bað
börnin að koma fram með óskir
sínar i máli og myndum. Þær
ábendingar sem fram komu og
sú greinilega skipting eftir aldri
og þroska sem í ljós kom voru
langt umfram þær hugmyndir
sem ég hafði gert mér, og á ég þó
að heita sérfræðingur í þessum
efnum.
Börnin sjálf kvarta undan
óviðiínandi ástandi á sinn hátt.
Við tökum bara sjaldnast mark
á þeim kvörtunum, því við
skiljum ekki alltaf það mál sem
þau nota. Málið er hegðun
þeirra, en við eigum ýmis nöfn
yfir hana. Hver kannast ekki við
orð og orðatiltæki eins og
óþekkt eða uppsteit, að vera
kjaftfor eða árásargjarn, eða þá
á hinn bóginn linkind, hlé-
drægni, óframfærni, eða feimni.
Börnin segja það við okkur með
hegðun sinni hvernig þeim
líður. Fullorðna fólkið tekur
bara ekki alltaf við skilaboðun-
um á réttan hátt. Við finnum oft
einhverja haldgóða skýringu á
hegðuninni eins og t.d. að hún
sé hrein líffræðilegur arfur frá
einhverjum nákomnum ætt-
ingja. Það er sjaldan að okkur
detti i hug að hér geti verið um
umhverfisáhrif að ræða.
Það þarf samstillt átak
margra aðila og þekkingu þarf
að dreifa, þannig að skipulagn-
ing húsnæðis og hverfa sé með
þeim hætti að íbúunum stafi
ekki hætta og heilsutjón af,
heldur eigi möguleika til þroska
og vaxtar. Með breyttu hugar-
fari við skipulagningu má koma
í veg fyrir marga varanlega
andlega hörgul sjúkdóma. Það
þarf að taka mið af öllum
einstaklingum sem eiga að búa í
hverfinu, líka þeim sem ekki
kunna að koma orðum fyrir sig.
Ég vil enda þessa þanka mína
með því að vitna í norska
starfsystur mína, Evu Nordland.
Hún vill tryggja rétt barna í
samfélaginu með lagasetning-
um. M.a. vill hún fá lög um að:
„öll hverfi hafi opin svæði og
garða, svo börn hafi aðgang að
náttúru og vernduðum leik-
svæðum,
öll börn hafi aðgang að
dagvistunarstofnun ef foreldrar
geta ekki boðið þeim eitthvað
enn betra,
öll börn eigi aðgang að
frjálsri félagsstarfsemi, þar sem
boðið er upp á fjöibreytta
starfsemi og þar sem menntað
starfsfólk er til að skipuleggja
hana ásamt börnunum.
menntað sé fólk til uppeldis-
starfa með börnum á forskóla-
aldri.“
Ég tek undir orð Evu þar sem
hún segir: „Að sama skapi og
við erum að gera okkur grein
fyrir að það þarf lög til að
vernda náttúruna gegn hvers
kyns mengun, verðum við að
gera okkur grein fyrir að það
verður nauðsynlegt að hafa lög
sem tryggja öllum lágmarks
öryggis- og þróunarmöguleika í
nægilega vernduðu umhverfi.
Á nokkrum áratugum hefur stór hluti þjóðarinnar flust úr
sveitum og smábæjum til stærri bæja og borgar.
Á nokkrum áratugum hafa orðið til úthverfi þar sem þetta
þjóðarbrot sem fluttlst úr sveitunum settist að í. f þessum
úthverfum eru einbýlishús, raðhús og háhýsi.
Á nokkrum áratugum hefur lífsmunstur fólks, starf þess
frítíni húsakynni og fjölskylduhættir allir tekið byltingar-
kenndum breytingum.
Allt þetta, og annað hefur fylgt í kjölfarið, hefur gerst með
þeim ógnarhraða, að fáir hafa mátt vera að því að staldra við
og velta því fyrir sér, hvers konar þróun sé að eiga sér stað,
hvað þá að velta því fyrir sér hvað sé til góðs og hvað til ills.
Samfara þessari þróun hafa
vandamál, áður lítt þekkt litið
dagsins ljós. í sumum tilvikum
er ráðist í að fá fræðinga til að
ráða bót á þessum vandamál-
um, svo sem uppeldisvandamál-
um, unglingisvandamálum,
áfengisvandamálum svo eitt-
hvað sé nefnt.
Sem sálfræðingur hóf ég störf
við sálfræðideild skóla fyrir
þremur árum. Þar voru lögð
fyrir mig verkefni og vandamál
af ýmsu tagi, sem úr þurfti að
leysa. Oftast var um að ræða
vandamál einstakra barna,
persónuleg vandamál.
Við könnun þessara einstöku
vandamála kom ýmislegt í ljós.
Vandamál barnanna voru mjög
mismunandi og gátu virst þegar
fljótt var á litið mjög óskild með
ólíkar orsakir. Og víst er um
það, orsakir geðrænna vanda-
mála eru alltaf margþættar og
flóknar, en í alltof mörgum
tilfellum mátti rekja erfiðleika
barnsins til annarra þátta en
veikleika þess sjálfs. Barnið er
leiksoppur, það er á valdi
umhverfis síns og sú umgjörð
sem umlukti barnið - fjölskyld-
an, umhverfið, íbúðarhverfið
eða skólinn voru oftast þeir
samofnu þættir sem vandamál
barnsins átti rót sína að rekja til.
Og þá finnst manni einhvern
veginn að byrjað hafí verið frá
öfugum enda, ef eingöngu á að
vinna með einstaklinginn sjálf-
an. Hvernig væri að reyna að
fyrirbyggja að vandamálin eigi
sér stað? Hvernig væri að
mótmæla þeirri kerfisbundnu
misþyrmingu sem stöðugt á sér
stað á börnum.
- mótmæla háhýsunum
sem skapa ótta og öryggis-
leysi hjá litlum börnum.
- mótmæla þrengslunum
og plássleysinu sem orsak-
ast af alltof þéttri byggð,
- mótmæla ófrágengnum
hverfum, sem eru full af
slysagildrum fyrir börn,
- mótmæla leikvalla- og
garðleysinu sem gerir það
að verkum að börn eru
hvergi örugg í leik,
- mótmæla gildandi lána-
kerfi sem ýtir foreldrum
ungra barna út í óeðlilega
mikla vinnu til að eignast
húsnæði, einmitt þegar
börnin þurfa mest á því að
halda að vera í nálægð
foreldra sinna. Já mótmæla
öllu þessu og mörgu mörgu
fleiru sem beint eða óbeint
hefur áhrif á líf og geðheilsu
barna í dag.
Andleg vanlíðan er eitthvað
sem ekki er hægt að mæla.
Andleg vanlíðan hefur hvorki
hæð, lengd né breidd. Það er
meira að segja ekki hægt að
mæla hana í peningum. Andleg
vanlíðan er bara hugtak og það
fer eftir hugarfari og tíðaranda
hvernig hugtök eru skilin.
Kannske er það þess vegna
sem andleg velferð barna og
fullorðinna hafa orðið útundan
á þessum öru breytingatímum.
Kannske er það þess vegna
sem bílastæðið verður til á
undan leikvöllum í nýbyggðum
hverfum, kannske þess vegna
sem bíllinn fær heiðursstúku
fyrir framan hvert hús, þess
vegna sem akbrautir verða til
svo langt á undan gangbraut-
um. Bíllinn er alltaf tekinn inn í
myndina þegar hverfi er skipu-
lagt, en HVAÐ UM BÖRNIN?
Þau eiga greinilega að vera alls
staðar og hvergi.
Það finnst sumum að börnin
séu frjáls, fái þau að vera
allsstaðar og hvergi, því þannig
var það í gamla daga. Þeim
finnst þá að hreyfifrelsi barna sé
skert, dveljist þau á dagvistunar
stofnunum, því þá séu þau inn-
an girðingar. Það gleymist þá
að þetta „allsstaðar og hvergi“ í
gamla daga voru engi og móar
en er vaðandi tröð og misk-
unnarlaus umferð í dag. Hreyfi-
frelsi barna á heimahögum
hefur takmarkast svo til muna
að segja má að þau geti varla
hlaupið um án þess að eiga það
á hættu að ekið verði yfir þau.
Umhverfið er þá ekki einungis
fátæklega úr garði gert, hvað
leiktilboð snertir, heldur er það
þeim beinlínis fjandsamlegt og í
sumum tilvikum hreinlega lífs-
hættulegt.
Þetta voru örfá orð um
umhverfið kringum mörg heim-
ili. Annað umhverfi sem skóla-
börn dveljast langtímum saman
í er „skólaleikvöllurinn“. Ég set
orðið skólaleikvöllurinn án
gæsalappa, því stórt svæði
malbikað plan með í hæsta lagi
tveim fótboltamörkum, sam-
ræmist ekki, mínum hugmynd-
um um leikvelli. Það mætti
frekar nota planið sem skeið-
NORÐURLAND - 3