Norðurland - 09.01.1980, Blaðsíða 8
NORÐURIAND
Miðvikudagur 9. janúar 1980
MÁLGAGN SÓSlALISTA
f NORÐURLANDSKJÖR-
DÆMI EYSTRA
GERIST
ÁSKRIFENDUR
- Síminn er 2-18-75 -
ÁUGLYSIÐ í
NORÐURLANDI
- Síminn er 2-18-75 -
Nýtt skip frá Slippstöðinni
Ljósm.: G. K.
Síðastliðinn laugardag var
hleypt af stokkunum í Slipp-
stöðinni hf. á Akureyri 1300
tonna nótaveiðiskipi, sem mun
hafa heimahöfn á Fáskrúðs-
firði eign hlutafélagsins Hilmis
hf. á staðnum en nafn og skrá-
setningarnúmer skipsins verður
HilmirSU 171. Skipiðeralfarið
hannað og smíðað í Slippstöð-
inni hf.
Hilmir er búinn 2400 ha
Wickman aðalvél sem gerð er
fyrir svartolíubrennslu ogtveim
Caterpillar hjálparvélum. Lest-
arrými skipsins er 1320 rúm-
metrar, lengd 56 metrar og
breidd 11 metrar. Skipiðerbúið
öllum fullkomnasta siglinga- og
fiskileitarbúnaði.
Næg verkefni eru nú fram-
undan hjá Slippstöðinni, þar
sem gerðir hafa verið samning-
ar um smíði tveggja skuttogara
fyrir Höfða hf. á Húsavík og
Utgerðarfélag Skagstrendinga.
Verða þeir báðir afhentir á ár-
inu 1981.
Kjaramálaráðstefna VMSÍ:
ítrekar fyrri
stefnu
Kjaramálaráðstefna Verka-
mannasambands fslands, sem
haldin var um síðustu helgi
ítrekaði þá stefnu í vísitölu-
málum sem mörkuð var á
níunda þingi sambandsins á
Akureyri í haust í aðalatriðum.
Tillögur ráðstefnunnar eru í
sem stystu máli þær að gert er
ráð fyrir að laun á bilinu
230-300 þús. fái sömu krónu-
töluhækkun í vísitölubætur og
miðist þær við fullar bætur á
300 þúsund króna laun. Laun á
bilinu 300-400 þúsund fái fullar
vísitölubætur en öll laun þar
fyrir ofan fái sömu krónutölu-
hækkun er miðist við fullar
bætur á 400 þúsund króna
grunnlaun. Krafan er sett fram
með þeim fyrirvara að sama
kerfi gildi fyrir öll launþega-
samtök.
Áður en þessi tillaga var sam-
þykkt hafði verið felld tillaga
frá Guðmundi J. Guðmunds-
syni og fleirum sem gerði ráð
fyrir óbreyttu vísitölukerfi en
stiglækkandi hækkunum á
grunnkaup eftir því sem ofar
dragi í launastiganum.
Það kemur í ljós á kjararáð-
stefnu ASÍ sem haldin verður
um næstu helgi hvort samkomu
lag næst í vísitölumálunum.
Fulltrúar Verkamannasam-
bandsins munu telja sig bundna
af þeirri samþykkt sem gerð var
um helgina enda er hún nánast
ítrekun á fyrri stefnu, þ.e. að
nota vísitölukerfið (og verð-
bólguna) til launajöfnunar.
Snorri Jónsson forseti ASÍ
segir í viðtali við Þjóðviljann í
gær að auknar líkur séu á sam-
komulagi um kjaramálastefn-
una eftir þessa samþykkt VMSÍ
og hið sama segir Guðmundur
Þ. Jónsson formaður Lands-
sambands iðnverkafólks. Engu
að síður er ljóst að alvarlegur
ágreiningur er uppi innan ASÍ
um stefnuna við komandi samn
ingagerð og engan veginn gefið
að samkomulag náist.
Árshátíð
Alþýðubandalagsins á Akureyri
verður haldin í Alþýðuhúsinu laugardagskvöld-
ið 26. janúar n.k.
Nánar auglýst síðar.
____ Árshátíðarnefnd.
Hið gamalkunna hús „Norðurpóllinn“ við Gránufélagsgötu var
rifið á dögunum. Síðast var húsið notað sem leiktjöld við kvik-
myndina „Vandarhögg" eftir Jökul Jakobsson. Myndina tók hágé
er stiginn var álfadans í kringum brennandi rústir „Norðurpólsins“.
Hækkað
aulýsinga-
verð
Áskriftarverð og auglýs-
ingaverð blaða hækkar frá
áramótum. Nýtt áskriftar-
verð að NORÐURLANDI
verður tilkynnt siðar en
auglýsingaverð Akureyrar-
blaðanna verður nú kr.
2.200 pr. dálksentimeter
eða 440.000 heilsíðan.
Puntila og
Matti hjá LA
Leikfélag Akureyrar hefur
nú lokið sýningum á öng-
strætinu og Galdrakarlin-
um en næsta frumsýning
verður föstudaginn 25. jan.
Þá verður það „Púntila og
Matti“ eftir Brecht sem hef-
ur göngu sína á íjölum
Samkomuhússins. „Pún-
tila og Matti“ er meðal vin-
sælustu verka Brechts og
hefur verið sýnt hér á Is-
landi, bæði af Þjóðleikhús-
inu og Leikfélagi Húsavik-
ur. Það verður Theodór
Júlíusson sem fer með hlut-
verk Púntila óðalsbónda,
Þráinn Karlsson leikur
Matta vinnumann hans en
Svanhildur Jóhannesdóttir
leikur dótturina. Leikstjóri
verður Hallmar Sigurðs-
son, ungur Húsvíkingur,
sem verið hefur við nám og
leikstjórn erlendrs að und-
anförnu. Þetta er fyrsta
sýningin sem hann stýrir
hérlendis.
Herstöðva-
andstœðingar:
Opið hús
Herstöðvaandstæðmgar á
Akureyri hafa fengið inni
með starfsemi sína í Ein-
ingarhúsinu að Þingvalla-
stræti 14. Þar verður opið
hús fimmtudaginn 17. jan.
næstkomandi kl. 20-23.
Þar verður kaffisala og
jafnframt verða einhverjar
uppákomur. Allir eru vel-
komnir og gestum er frjálst
að koma með eigið efni til
flútnings ef þeir luma á ein-
hverju slíku. Á opna húsinu
geta menn skráð sig í les-
hringinn sem fara mun af
stað innan skamms og
menn geta einnig gerst
félagar i samtökunum við
sama tækifæri.
Enn spjallar
Geir
Stjórnarmyndunartilraun-
ir Geirs Hallgrimssonar
standa enn að því að menn
telja en erfitt er að fá af
þeim sannar spurnir. Talið
er þó að hann muni skila
umboði sínu aftur á föstu-
daginn. Hingað til hafa til-
raunir hans einkum falist í
óformlegu spjalli án nokk-
urra tillagna sem unnt er að
festa hendur á. Sá hálfi
mánuður sem hann hefur
haft hefur því reynst harla
ódrjúgur. Þjóðstjórnarhug
myndir hans eru fyrirfram
dauðanum markaðar enda
hefur ekki fengist á hreint
um hvað á að mynda þjóð-
stjórn. Er nú beðið eftir að
Geir verði þreyttur á að-
gerðaleysinu og láti spjalli
sínu lokið og láti öðrum
eftir forustuna.