Norðurland - 09.01.1980, Blaðsíða 5
kommúnisma, útvötnun sósíal-
demókratísins eða þá það síð-
asta og versta allrar endurskoð-
unar, evrópukommúnísmann.
Von er að þeim sem viðkvæmt
hafa hjartað sé ekki dillað.
Fengur er samt að öllu sem
vel er kveðið og aldrei verður
annað sagt um Snorra Hjartar-
son, en að hann hafi öðrum
mönnum næmlegar raðað sam-
an orðum til ljóðs, hvort heldur
var nú eða áður.
B G.
VEGFERÐ
TIL
VORS
Kristinn Reyr.
Nýlega kom út hjá Ægisútgáf-
unni ljóðabókin „Vegferð til
vors“ eftir Kristinn Reyr.
Kristinn fæddist í Grindavík
árið 1914. Hann lauk prófi úr
Verslunarskóla íslands 1935 og
gerðist eftir það verslunarmað-
ur í Reykjavík, en varð síðan
um skeið bóksali í Keflavík.
Hann flutti til Reykjavíkur á ný
1965. Kristinn Reyr hefur auk
ljóðagerðar samið leikrit og
tónverk.
„Vegferð til vors“ er níunda
ljóðabók höfundar. Áður hafa
komið út: Suðurmeðsjó(1942),
Sólgull í skýjum (1950), Turnar
við torg ( 1954), Teningum kast-
að (1958), Minni og menn
(1961), Mislitar fannir (1963),
Leikrit og ljóð, ritsafn (1969),
Hverfist æ hvað (1971), Hjalað
við strengi (1974).
Kristinn Reyr er í senn mynd-
rænt skáld og tónnæmt. Hann
verður stundum ádeilinn en
alltaf hress og kátur. Ljóðin
eiga sér djúpar rætur í umhverfi
skáldsins.
I ljóðinu „Þann apríldag"
sameinast minningin um harða
lífsbaráttu þjóðsögulegu ívafi á
áhrifamikinn hátt.
ÞANN APRI'LDAG
Út var horft
og upp segl
undan Gerðistöngum
himinninn var kólgugrár
hugsa ég til þess löngum.
Út var horft
og ekkert segl
undan Gerðistöngum
himinninn var sagnafár
hugsa ég til þess löngum.
Og enginn sá
hvað afa mínum
innifyrir bjó
þann apríldag
er átti hann
syni tvo á landi
og syni þrjá
í sjó.
LHJ
-
MEÐ ÖNGSTRÆTIÐ í
ÖREBRO í SVÍÞJÓÐ
Þráinn og Bjarni taka til hendinni.
Eins og lesendum NORÐUR-
LANDS mun kunnugt var Leik
félagi Akureyrar boðið á Nor-
ræna leikhúsviku í Örebro í Sví-
þjóð í desember s.l. Þarna var
um að ræða mót atvinnuleik-
húsa sem starfa utan höfuð-
borga (regional teater). Leik-
félag Akureyrar er sem kunnugt
er hið eina á Islandi sem fellur
undir þessa skilgreiningu og var
því sjálfkjörinn fulltrúi Islands
en mót sem þessi hafa raunar
verið haldin áður án íslenskrar
þátttöku. Norræni menningar-
málasjóðurinn bar kostnað af
förinni, en í henni voru allir að-
standendur sýningarinnar, leik-
arar, leikstjóri og Ijósamaður og
aðrir sem unnu við sýninguna,
leikhússtjóri og framkvæmda-
stjóri L.A. auk varafulltrúa Ak-
ureyrarbæjar í leikhúsráði
Hreins Pálssonar. Höfundi,
Erni Bjarnasyni og Sigurjóni
Jóhannssyni leikmyndateikn-
ara, var einnig boðið en þeir
gátu ekki farið. NORÐUR-
LAND hitti Svanhildi Jóhann-
esdóttur leikkonu að máli og
bað hana að segja lesendum frá
ferðinni.
- Þarna var samankomið fólk
frá leikhúsum á öllum Norður-
löndunum, sum voru með sýn-
ingar, önnur sendu fulltrúa og
sumir sem þarna voru þátttak-
endur voru fulltrúar stéttar-
félaga leikhúsfólks.
Við sýndum Öngstrætið
tvisvar, bæði fyrir mótsgesti og
eins fyrir almenning. Aðsóknin
var mjög góð.
Var eitthvað skrifað um Öng-
strætið í sænsk blöð?
- Við urðum nú ekki vör við
það en það má geta þess að
Öngstrætið var eitt af þrem leik-
ritum sem sýnt var úr í sjón-
varpsfréttum af mótinu. En
þarna voru sýnd allmörgleikrit.
Það voru yfirleitt í gangi tvær
Ieiksýningar alla vikuna.
Hvernig var svo prógrammið
að öðru leyti?
- Það var mikið og strangt.
Klukkan tíu voru smærri leik-
sýningar sem farið var með í
skóla og á vinnustaði. Ég sá t.d.
eina slíka í venjulegum gagn-
fræðaskóla.
Eftir hádegi störfuðu svo
vinnuhópar. Myndaðir voru
hópar um fjögur mismunandi
efni. Þeir störfuðu alla vikuna
og menn völdu sér hópa til að
starfa í. Það voru tekin fyrir efn-
in hlutverk tæknimanna, leik-
húsið og áhorfandinn, greining
á leikritum og mismunandi teg-
undir leikhúsa.
Ég var með í hópnum sem
fjallaði um greiningu. Það var
fínnskur leikstjóri sem stjórnaði
og við tókum eitt leikrit til með-
ferðar undir leiðbeiningu hans.
Þetta var mjög gaman og það
var mjög ánægjulegt að verða
þess áskynja að þrátt fyrir alla
okkar einangrun hér þá stönd-
um við held ég alveg jafnfætis
þeim hinum. Það var ekkert
sem kom manni neitt á óvart.
Voru svo ekki einhverjar sýn-
ingar sem þér eru minnis-
stæðar?
- Jú að sjálfsögðu. Fyrst má
kannske nefna leikbátinn
Svanhildur Jóhannesdóttir.
Arena, sem siglir um skerja-
garðinn við Stokkhólm, leggst
við bryggju hér og þar og þá eru
settar upp sýningar um borð.
Þetta er svona hálfgildings
prammi og um borð er aðeins
einn stór geimur og það er leik-
ið á gólfinu og áhorfendur sitja
hringinn í kring.
Svo má nefna sænsk-finnskt
leikhús sem sýndi chileanskt
leikrit. Höfundurinn er land-
flótta Chilebúi. Þetta var mjög
sterkt leikrit og efni þess er í
stuttu máli það, hvort fólk sem
er andstætt herforingjastjórn-
inni eigi að flýja eða vera um
kyrrt og berjast, svelta og láta
drepa sig.
Sænskar rauðsokkur voru
með mjög skemmtilega og vel
unna sýningu þar sem þrjár
konur léku öll hlutverk, konur
og karla, hunda og ketti, gæja
og fyllibyttur. Loks var þarna
finnskur kabaret sem kallaði sig
„Musikcaféet“. Hann blandaði
saman söng, dansi og spili og
léttu rabbi yfir kaffibolla.
Hvernig kemur svo Island út
úr samanburðinum við þau
lönd önnur sem áttu þarna full-
trúa?
- Jú, það var sama hvar mað-
ur hitti fólk, í vinnuhópum eða
annars staðar, alls staðar voru
menn rasandi yfir þessari að-
sókn sem er að leikhúsum á ís-
landi. T.d. það að í bæ eins og
Akureyri sem hefur 13 þúsund
íbúa skuli seljast 14 þúsund
miðar á einu leikári eins og var
hér á síðasta ári. Til saman-
burðar má benda á að í Örebro
búa 200 þús. manns, en leik-
húsið þar seldi 13 þúsund miða
á síðasta leikári.
Raunar vakti eiginlega allt
varðandi leikhúsmál okkar
mikla furðu. Eins og það að
„Fiðlarinn á þakinu“ skyldi
vera sýndur 40 sinnum af áhuga
leikfélagi í bæ eins og Húsavík.
Að við á Akureyri skulum geta
haldið uppi atvinnuleikhúsi og
sett upp fimm sýningar á ári
með 8 manna leikarahópi. Allir
furðuðu sig á því að við skyld-
um vera búin að sýna „Öng-
strætið“ 16 sinnum á uppseldu,
en þó urðu menn fyrst hissa
þegar þeir komust að því að við
vorum að fara heim til að halda
sýningunum áfram. Og allt
þetta þrátt fyrir að við njótum
miklu minni opinberra styrkja
en sambærileg leikhús á Norð-
urlöndunum.
Ég vissi það áður en ég fór að
við ættum heimsmet í aðsókn
að leikhúsum, en ég veit það
fyrst núna, hversu það heims-
met er algjört.
NORÐURLAND- 5
Gamla leikhúsið í örebro.
Rætt við Svanh llíHIDDCrSóffllT1 Ini ildi Jó-
hjá L.A. um för LKJvOIltl Leikfé-
lagsins á norræ: nt leik-
húsmót í Örel bro.