Norðurland - 09.01.1980, Blaðsíða 4

Norðurland - 09.01.1980, Blaðsíða 4
NYJ/ NORÐURIAND NORÐLENSKT VIKUBLAÐ Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Böövar Guömundsson, Erlingur Siguröarson, Helgi Guömundsson, Soffia Guömundsdóttir, Tryggvi Jakobsson. Ritstjóri: Jón Guöni Kristjánsson (ábm.). Framkvæmdastjóri: Loftur H. Jónsson. Ritstjórn: Simi 21875. Dreifing og afgreiösla: Siml 25875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Er aukinn launa- mismunur í vændum? Enn eru kröfur verkalýðshreyfingarinnar í næstu kjara- samningum á dagskrá. Fundur Verkamannasambands- ins hefur áréttað þá skoðun samtakanna að beita eigi vísitölukerfinu til launajöfnunar á þann veg að öll laun neðan við þrjú hundruð þúsund krónur fái sömu vísi- tölubætur í krónutölu og þrjú hundruð þúsund krónu laun. Laun á bilinu þrjú hundruð til fjögur hundruð þúsund fái vísitölubætur í prósentum, en laun ofan við fjögur hundruð þúsund verði bætt með sömu krónu- tölu og fjögur hundruð þúsund króna laun. Þessar hug- myndir eru nánari skilgreining á þeim grundvallar tillögum sem samþykktar voru á Verkamannasam- bandsþinginti á Akureyri á sl. hausti. f þeim felst ekki nein stefnubreyting og ekki verður séð að Verkamanna- sambandið hafi teygt sig í átt til samkomulags við aðra launþegahópa í landinu sem nú undirbúa kröfugerð. Hér í blaðinu hefur áður verið drepið á að hugsanlegt sé að beita vísitölukerfinu til launajöfnunar um ein- hvern tíma enda sé þá samkomulag milli launþega- hópanna um að draga launataxtana saman. Nú virðist hinsvegar ljóst að ekkert samkomulag verði um slíka stefnu hvorki innan Alþýðusambandsins eða við önnur samtök launafólks. Er því vandséð hvernig réttlæta má vísitöluskerðingu hjá því verkafóiki sem vinnur í fisk- vinnslunni á bónuslaunakerfi eins og þessar tillögur óhjákvæmilega munu leiða af sér. Verði tillögurnar að ákvörðunum í kjarasamningum þýða þær að verkafólk sem hefur yfir settum mörkum í bónusvinnu verður að sæta skerðingum á kaupauka sínum á meðan fastlaun- að fólk í öðrum launþegasamböndum (BSRB t.d.) myndi fá óskertar verðlagsbætur. Mótun kröfugerðar er að sjálfsögðu ekki hið sama og niðurstaða í samningum og kann að fara svo að samn- ingar fari á þann veg að hlutfallsreglan verði alls ráðandi um vísitölubætur á laun þrátt fyrir þessa stefnuyfirlýsingu Verkamannasambandsins. Atvinnu- rekendur hafa þegar lýst þeirri skoðun sinni að þeir telji að launahlutföllin eigi að haldast þrátt fyrir vísitölu- bætur og ekki er annað vitað en að ríkisvaldið myndi nú sem oftast áður vera sömu skoðunar. Færu samningar á þann veg sem kröfugerð samtak- anna bendir á þá munu samningar um verðlagsbætur við Verkamannasambandið eftir kröfum þess leiða til aukins launamismunar í landinu en ekki til hins gagn- stæða, eins og til er ætlast, á meðan launahlutföll milli annarra hópa myndu haldast óbreytt. Náist ekki samkomulag innan verkalýðshreyfingar- innar um stefnuna í vísitölumálum eins og nú horfir verður ekki annað séð en að í hönd fari tímabil aukins launamismunar í þjóðfélaginu nema til þess sé ætlast að sett verði löggjöf um verðlagsbætur, sem tryggi fram- gang Iaunajöfnunar með verðlagsbótum. Reynslan sýnir hins vegar að slík Ioggjöf mun vera dæmd til að mistakast, þegar til lengdar lætur. Eina raunhæfa leið- in til að viðhalda þolanlegum launahlutföllum er að hóparnir nái samkomulagi um hver þau skuli vera. hágé. FYRIR SUNNAN Eftir Tryggva Emilsson Það má með sanni segja að fáar bækur hafi á sínum tíma vakið jafnmikla eftirtekt og Fátækt fólk Tryggva Emilssonar. Þar bar margt til. Höfundur hefur lifað þáævi þá umbrotatíð, sem verð er mikillar frásagnar. Breyting á lífshögum einnar þjóðar sem kannski er einsdæmi í sögu þessarar aldar. Sá drengur á öðrum tug aldar- innar sat á köldum útmán- uðum lengst „til fjalla frammi“ og beið eftir vorinu, hann lýkur sinni sögu í steinhúsi hituðu með hveravatni á Reykjanesi suður. Sú leið var löng, um- brotasamur var tíminn sem það tók að fara hana. Og fargjaldið var heil stritsöm ævi. En ekki hefðu atburðirnir einir vakið svo mikla athygli sem raun varð. Söguskilningur Tryggva Emilssonar er ekki fenginn með lestri fræðirita um baráttu stéttanna heldur með þátttöku í þeirri baráttu. Niðurstaðan er engu að síður svo kórrétt, svo örugg og óskeikul, að undrum sætir. Orsakir þrældómsins, atvinnuleysisins, fátæktarinnar, mannvonskunnar, eru ekki neinir örlagadutlungar eða per- sónueinkenni, heldur misskipt- ing jarðneskra gæða, baráttan um brauðið. En athyglisverðust er þó kannskiorðgnótt höfund- ar, frásagnaraðferð hans og málsmeðferð. Tryggvi Emilsson kom reyndar fyrst fram á sjónarsvið sem ljóðskáld enda má víða, næstum hvar sem er, sjá þess merki að sá sem þar stingur niður penna hefur agað mál sitt við stuðlanna þrískiptu grein. Það væri í raun og veru að bera í bakkafullan lækinn að fara fleiri lýsingarorðum um þetta mikla og sérstæða verk. Þó skal getið nokkurra atriða sem liggja ljósar fyrir að þriðja bindi útkomnu. Það virðist ástæða til að ætla að Tryggvi hafi verkið ekki lengra, að nú megi líta á það sem heild. Eftir bókunum þremur skiptist efnið í hluta, fátækt æskunnar, basl og veikindi í kreppunni og barátt- una við það íhald sem tútnaði út af stríðsgróðanum. Síðasta bók in í verkinu, Fyrir sunnan, lýsir þeim upplausnartíma í sögu þjóðarinnar þegar landsbyggð- in þjappaðisérsamanáörlitlum bletti á Suðurnesjum. Kot- bændur, vinnufólk, - leifar þrælahaldsins, - og þurrabúðar- fólk þéttbýlisins, allt stefndi það suður til Reykjavíkur í von um vinnu. Vinnu sem ekki yrði launuð með enn einum fjötri, heldur með langþráðu frelsi. í óþökk íhaldssamra og fjand- samlegra borgaryfirvalda Reykjavíkur settist þetta fólk, þessir strokuþrælar, í yfirgefna bragga setuliðsins eða það hróflaði yfir sig einhverju skýli í Blesugróf og Selási. Þessir miklu þjóðflutningar hafa ekki þótt ástæða til nánari rann- sókna á íslenskri samtímasögu. Byggðasaga þessa fólks er hvorki skráð í Safni til sögu Reykjavíkur né í sögusöfnum einstakra héraða. Sem innlegg í sögu þessarar þjóðar er. Fyrir sunnan er því ómetanleg bók. Sjálfur fer Tryggvi suður með fjölskyldu sína. Þar er vinna, en ekkert húsnæði nema braggar. Gamalt baðhús frá hernum verður vistarvera Norðlinga umsinn. Hitaveitan verðuraðal vinnugjafinn. En brjóstvörn vonarinnar um betra líf eru samtök vinnandi fólks, Dags- brún. Saga verkalýðsbaráttu á íslandi er að mestum hluta órituð. Þó hafa nokkrir ágætir fræðimenn og verkalýðshöf- undar, til dæmis Ólafur R. Einarsson og Jón Rafnsson, - lagt sitt af mörkum. í bók Tryggva, Fyrir sunnan, er ýtar- Tryggvi Emilsson. YFIR Þeim góðskáldum sögu ogsiðar er komu lifandi og ókalin á hjarta frá hildarleikum kreppu og heimsstyrjaldar fækkar nú óðum. Kannski fækkar lesend- um ljóða í líku hlutfalli, það er allavega viðburður ef út kemur ljóðabók þar sem finna má nokkurn unað yfir fáguðu og felldu mærðartimbri sem ómunlokri skafið og máli laufg- að er borið út úr orðhofi. Nú er liðið á annan tug ára síðan fagurkerinn Snorri Hjartarson hefur glatt ljóðunnendur með bók. Það verður því að að teljast til meiriháttar skamm- degisljóma að fá í hendur nýtt ljóðasafn hans. Alla tíð hafa ljóð Snorra einkennst fremur öðru af ögun vinnubragða og óbilgjörnum kröfum höfundar til sjálfs sín um fullkomnun í meðferð máls og brags. Svo er enn þótt nokkuð gæti kvíða og svartsýni meira í Hauströkkrinu yfir mér en í fyrri bókum Snorra. Yrkisefni hans frá fyrri tíð, landið, þjóðin, sagan, baráttan við helstefnu mannkyns, virðast vikin fyrir sárum trega til þess sem var og kvíða fyrir því sem bíður, vetri og nótt. í einu af sínum fegurstu kvæðum frá fyrri tíð, kvæðinu Að kveldi, gerir Snorri grein fyrir efni ljóða sinna þar sem hann hleður dvergaskip (ljóð) sín sekt og hatri, helnauð dýrs og manns. Sá farmur dvergaskipanna virð- lega sagt frá baráttu Dagsbrún- ar fyrir bættum kjörum, mann- sæmandi viðurgjörningi og öðru því sem verkafólk varð og verður að vaka yfir í viðskiptum sínum við íhaldið. Hún er því ekki síður merk heimild um verkalýðsbaráttuna um miðbik aldarinnar en um byggðasögu strokuþrælanna. Vissulega hefur höfundur fengið verðskuldað hrós fyrir þann hluta ævisögunnar sem áður er kominn, og gott er að vita til þess að þau samtök sem Tryggva eru kærust, Dagsbrún, þekktu sinn vitjunartíma varð- andi þetta veric. Gott væri til þess að vita að þeir sem ráða lesningu skólabarna og skóla- nema almennt þekktu einnig til þess sem merkast hefur verið ritað hverju sinni umgrundvöll- inn sem samtíð okkar stendur á, baráttu feðra og mæðra. í verki Tryggva Emilssonar öllu er nefnilega nóg úrval sjálfstæðra frásagna, einkar hentugra í lestrarbækur fyrir hvaða skóla- stig sem er. Að sjálfsögðu myndi íhaldið reka upp ýifur mikið og allar Ragnhildar og Blöndalir landsins krossa sig í bak og fyrir ef alþýðumaðurinn og kommúnistinn Tryggvi Emilsson væri orðinn skyldu- lesning vesturbæjarbarnanna prúðu. Og víst hlýtur sú þjóð að vera betur stödd og lengra komin á veginum til siðmenn- ingarinnar, sem héldi slíkri lesningu að ungviði sínu fremur en svo mörgu holtaþokuvæli borgarastéttarinnar sem nú er lögboðið eyrum, skólaæskunn- ar. Böðvar Guðmundsson MÉR Snorri Hjartarson. ist kominn í skemmur, nú bera þau vart annað en áðurnefndan söknuð og ef til vill dálitla beiskju og vonbrigði vegna baráttu og starfs sem hvergi sér lengur merki. Sú bjartsýni sem lifði af heimstyrjöldina síðari hefur vissulega orðið hart úti í hreti þeirra ára sem eftir fóru. Snorri Hjartarson er ekki eini maður- inn í heiminum sem hefur leyft bölsýni að skjóta rótum í brjósti sínu. Þau eru svo mörg og margvísleg vonbrigðin sem þeir hafa orðið fyrir sem eitt sinn trúðu því að á rústum hins vonda heims yrði annar og betri byggður, heimur sósíalisma, kærleika og jafnréttis. ístaðinn hafa þessir menn hlotið stöðnuð kreddusamfélög bókstafs- HAUSTRÖKKRIÐ 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.