Norðurland - 11.06.1986, Blaðsíða 1

Norðurland - 11.06.1986, Blaðsíða 1
11.júní1986 Miðvikudagur 9. tölublað 11. árgangur Eiðsvallagötu 18 Pósthólf 492 602 Akureyri Sími 2-18-75 Verðlauna- skáldi frá Ólafsfirði Getur nokkuð gott komið frá Ólafsfirði, sagði Dalvíkingurinn eitt sinn þegar fréttist af mikilli fiskgegnd í Ólafsfirði. Jú. Nú hafa Ólafsfirðingar eignast verðlaunaskáld. Hann heitir Guðmundur Ólafsson, starfandi leikari, bróðir „gömlu kempunnar" Björns Þórs Ólafssonar frv. bæjar- fulltrúa Alþýðubandalagsins. Guðmundur hlaut íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína „Emil og Skundi", sem nú er komin út hjá Vöku. Dómnefnd valdi söguna af Emil og hundinum hans Skunda úr 45 handritum sem bárust í þessa samkeppni. Vekur það sérstaka. athygli því þetta er fyrsta bók höfundar. Álit dómnefndar er svohljóðandi: „Sagan er vel samin og skemmtileg. Persónusköpun góð, sögu- hetjan trúverðug og bregst við vandamálum á rökréttan hátt. Söguþráður er spenn- andi og umhverfi allt rótfast í íslenskum veruleika." Ekki amalegt. . . af Ólafs- firðingi að vera, eins og Dalvíkingurinn sagði forðum! Fjórar myndlista- sýningar Um næstu helgi verða opnaðar hvorki meira né minna en fjórar mynd- listasýningar á Akureyri. Fimmtudaginn 12.júníverð- ur opnuð sýning í Möðru- vallakjallara á verkum i eigu Listasafns fslands. Sú sýning opnar kl. 21.00. Daginn eftir, eða á föstu- dag opnar svo samsýning norðlenskra myndlistamanna í fþróttaskemmunni. Þar sýna bæði burtgengnir og núlifandi myndlistamenn verk. (Sjá nánar um það inni í blaðinu). Sýning á vegum félagsins „Nytjalist" á Akureyri verður í Dinheimum og loks opnar Jóhanna Bogadóttir mál- verka og grafíksýningu í Iðnskólanum. Sjaldan eða aldrei hefur annað eins verið um að vera í myndlist á Akureyri og þessa helgi. Munið sumarmótið 4. - 6. júlí Alþýöubandalagið -. Kosningar - d Alþýðubandalagið bætir við sig fylgi G-Iistinn bætti við sig veru- legu fylgi í Norðuriands- kjördæmi eystra. Á Dalvík, Olafsfirði og Húsavík var ekki boðinn fram „hreinn" G-listi, heldur var Alþýðubandalagið á þessum stöðum í samvinnu við aðra vinstrimenn. Það var einungis á Akureyri og Raufar- höfn sem Alþýðubandalagið stóð óskipt að framboði. Á Ólafsfirði töpuðu vinstri menn meirihluta í bæjarstjórn, þannig að sjálfstæðismenn sitja einir í meirihluta næsta kjör- tímabil. Fulltrúi Alþyðubanda- lagsins í bæjarstjórn Ólafsfjarðar er Björn Valur Gíslason. Aðeins skildu sjö atkvæði milli þessara tveggja lista. A Dalvík féll meirihluti Framsóknarflokks sem hafði 4 bæjarfulltrúa á síðasta kjörtíma- bili, en hefur nú ft-o. Þar hlaut Alþýðubandalagið og aðrir vinstri menn tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Þeireru Svanfríður Jónasdóttir og Jón Gunnarsson. Kosningaúrslitin á Akureyri urðu þau að Alþýðuflokkur bætti við sig tveimur í bæjar- stjórn og hefur nú þrjá. Alþýðu- bandalag bætti við sig einum fulltrúa og hefur tvo. Það eru þau Sigríður Stefánsdóttir og Heimir Ingimarsson. Á Húsavík fékk Alþýðu- Þrátt fyrir kalsaveður daginn fyrir kosningar lét fólk sjá sig i Hafnarstrætinu á Akureyri. Þar buðu fram- bjóðendur atkvæðum upp á heita drykki og pólitískt meðlæti. bandalagið og óháðir 26,1% atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa. Þar var naumt á mununum ekki síður en í Ólafsfirði. Einungis tvö atkvæði skildu að þriðja mann G-listans og þann sem næstur kom. Bæjarfulltrúar Alþýðubandalags og óháðra á Húsavík eru Kristján Ásgeirs- son, Valgerður Gunnarsdóttir og Örn Jóhannsson. Á Raufarhöfn hélt G-listinn sínum hluta og reyndar gott betur en það. Alþýðubandalagið hefur einn mann í hreppsnefnd. Það er Hlynur Þór Ingólfsson. Sjá nánar um viðbrögð efstu manna inni í blaðinu. GA. Að loknum byggðakosningum Urslit byggðakosninganna 31. maí sl. hafa orðið ýmsum tilefni til vangaveltna. Menn hafa rýnt í úrslitin yfir landið allt og reynt að draga fram hverjir sigruðu og hverjir töpuðu. Ljóst er að stjórnar- andstaðan í landinu bar sigur- orð af stjórnarflokkunum. Það fór síðan eftir ýmsu hvort sigur- vegararnir hétu Alþýðubanda- lagið eða Alþýðuflokkur. f Reykjavík og Kópavogi var sigurinn fyrst og fremst Alþýðu- bandalagsins en í Hafnarfirði og Keflavík Alþýðuflokksins svo dæmi séu tekin. Hér í Norðurlandskjördæmi eystra voru þessir tveir flokkar að meira eða minna leyti sam- eiginlegir sigurvegarar, þótt, þeirra samvinná verði því miður minni en æskilegt er eftir kosningar. Ekki fer á milli mála að Framsóknarflokkurinn er sá sem tapar. f kaupstöðunum hér þar sem hreint flokksframboð var hjá framsókn, það er á Akureyri, Húsavík og Dalvík tapaði flokkurinn 4 bæjar- fulltrúum. Var með 10 en er nú með 6. Á sömu stöðum vann Alþýðubandalagið ýmist eitt eða í samvinnu við aðra 3 fulltrúa, var með 4 en er nú með 7. Það er eftirtekarvert, að nú er G-listinn með fleiri fulltrúa á þessum stöðum en framsókn. Frá því elstu menn muna Svipmynd frá Alþýðuhúsinu á Akureyri á kjördag 31. mai, en þar var G-listinn með kosningakaffi. hefur Framsóknarflokkurinn verið í meirihlutasamstarfi í þessum kaupstöðum. Nú eru hinsvegar líkur til að hann verði í minnihluta jafnvel í öllum kaupstöðunum í kjördæminu. Hugsjónaeldur Framsóknar- flokksins er nú og hefur verið um tíma heldur líflítill. Sá flokkur hefur nú frekar sótt fylgi sitt í valdaaðstöðuna en málefni. Nú þegar flokkurinn hefur mist valdaaðstöðuna að hluta gæti verið dapur tími framundan hjá honum. Félagshyggjufólk mun á næst- unni gera æ meiri kröfur til Alþýðubandalagsins um afger- andi forustu á vinstri væng stjórnmálanna, og reyndar til Alþýðuflokksins líka. Fólk mun gera kröfu til þessara flokka að vinna saman. Þetta mun fyrst og fremst eiga við um landsstjórn- ina, en einnig til dæmis innan samvinnuhreyfingarinnar. Eignar- hald pólitísks minnihlutahóps á samvinnuhreyfingunni hefur þrúgað hana og dregið þessa merku félagsmálahreyfingu niður. Framsóknarflokkurinn háir nú félagslegri vakningu innan sam- vinnuhreyfingarinnar, og fólk hlýtur fyrr eða síðar að gera kröfu til þess að eignarhaldi þessa minnihlutahóps verði hnekt. En hvað um það vinstri hreyfing hefur sennilega aldrei átt annað eins lag hér í kjör- dæminu og nú. Þetta lag verður að nýta. J.A.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.