Organistablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 2
NOKKUR ORÐ UM KIRKJUHLJÓÐFÆRI Á síðustu árum hefur vaknað lofsverður áliugi fyrir því að fá vönduð og góð hljóðfæri í kirkjur landsins. Hafa nú verið fengin pípuorgel í nokkrar þeirra. Má segja að 'þetta sé nokkuð ör þróun, þegar þess er gætt að unt 1930 munu ekki liafa verið nema tvö jtípu- orgel í landinu, í Dómkirkjunni og Fríkirkjunni í Reykjavík. Mig 'brestur kunnugleika og vitneskju um hversu góð hljóðfæri þetta muni vera. En þó svo sé, iþá veit ég til þess að flutzt (hafa til landsins og tekin í notkun pijmorgel, þar sem ekki er hægt að styrkja og veikja hljómana. Organistinn getur þar ekki farið eftir íorskrift tón- bóka, t. a. m. um vaxandi og minnkandi styrk, og þar með loku fyrir skotið að hægt sé að túlka tónverk eins og 'höfundar liafa ætlazt til. Rétt er þó að geta þess að mi'lli þátta gelur organistinn aðeins breytt syrknum með því að fjölga eða fækka röddum. Varir sá styrkur meðan sá þáttur er lei'kinn. Þarf ekki orðum að því að eyða, að um mikla vöntun er hér að ræða. — Annað sem mér þykir tilfinnanlega vanta í sum þessi nýju jiíjtuorgel er, að engin 16’ rödd er í gegn, í hljómhorði hljóðfærisins. Gildir þetta þó hljóðfæri hafi tvö hljómborð, cins og sjá má hér í Organistablaðinu, í lýs- ingu nokkurra hljóðfæra. Mér finnst að þessa rödd inegi ekki vanta í kirkjuorgel. Að sjálfsögðu þarf 16’ rödd einnig að vera í pedal, en þar er hún eðlilega mjög takmörkuð. Fullkomin pípuorgel eru mjög dýr og oi'viða fámennum söfnuð- um að eignast þau. Ég held að hagfellt væri fyrir þá að taka næst bezta kostinn í þessum efnum. Hann er að kaupa vandað oTgel- harmónium. Verð þessara ihljóðfæra er viðráðanlegt, þó þau hafi auk 8’ grunnraddar, 2’, 4’, og 16’ raddir og séu jafnvel með tveimur bljómborðum og jiedal. Þó að ]>essi hljóðfæri jafnist ekki á við gott píjiuorgel, þá tel ég að þau séu fullkomnari og gefi meiri mögu- leika á því að flytja á þau stærri tónverk, heldur en þau hljóðfæri, sem að framan er lýst. Ég vil svo í lokin, í |>essu sam'bandi, 'benda á atlhyglisverða ritgerð í Organistablaðinu 1970, 3. tbl. eftir Guðmund Gilsson organista, er nefnist Harmonium. Tek ég undir þau ummæli hans, í lok nefndrar ritgerðar, að „ekkert hljóðfæri (þ. e. harmonium). hefur komizt nær mannsröddinni í tónmyndun, varanleika, styrkleika og túlkun.“ Bjarni Bjarnason, Brekkubœ. 2 OKGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.