Organistablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.12.1972, Blaðsíða 5
meðan kirkjan þar naut nærveru Kjartans Jóhannessonar við hljóm- borðið. Á fyrstu starfsárum söngmálastjóra iþjóðkirkjunnar, Sigurðar Birkis, var Kjartan ráðinn til söngkennslu, og Iþví starxi gegndi hann á veg- um Kirkjukórasambands Islands ú meðan heiisa hans leyfði. Starfs- vettvangur Kjartans var nær allt dreifbýlið, þar annaðist hann þjálf- un kirkjukóranna og raddbeitingu ásamt tilsögn í organleik þeim, sem þess óskuðu. I gegnum 'þesei miklu og íjölþættu tónlistarstörf í ílestum kirkjusóknum landsins eignaðist Kjartan góða vini og aðdá- endur, isem unnu honum af al'liug fyrir gjöfula list í tónum og tali. Þessi einstaka þjónusta Kjartans í áratugi fyrir kirkju og þjóðfélag var aldrei greidd með raunverulegum gja'ldmiðli nema að óverulegu leyti og til eftirlauna þótti starf Kjartans ekki svo álitlegt fyrir aug- liti laganna, að þar nyti hann réttinda, þó að baki væri allt að því sextíu ára þjónusta. En 'í stað eftirlaunanna var Kjartani veitt marg- þætt vinátta og víðfeðm virðing, sem aldrei þurfti að treysta með vísitölu'kerfi í neinni merkingu. — Deyr fc, deyja frændr, deyr sjálfr et sama, en orðstírr deyr aldrigi, 'hveims góðan getr. Fyrir hönd Kirkjukórasambands íslands færi ég hinum látna starfs- hróður, hciðursmanui, góða dreng og kennara, alúðar þakkir fyrir frábæra þjónustu til eflingar tónlistinni í 'bæ og borg, frá strönd til afdala og ég segi svo að lo'kum: Flý-t þér, vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Jón Isleifsson. F É L A G S M E N N A T II U G I Ð Það gæli stuðlað að fjölbreytni blaðsins ef okkur bærist meira efni frá félagsmönnum. Því er það áskorun okkar að þið scndið efni til birtingar í blaðinu. Allt efni, sem snertir hina félagslegu baráttu er vel þegið. Einnig væri æskilegt að fá sem flesta til að lcggja orð í belg um starf okkar að kirkjulónlistarmálum. Nýtt pósthólf fólagsins cr 5282. Ritnefndin. ORGA NISTAB l.AÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.