Organistablaðið - 01.12.1973, Side 10

Organistablaðið - 01.12.1973, Side 10
PRÓFESSOR MARTIN GtÍNTER FÖRSTEMANN 15. apríl 1908 — 27. febrúar 1973 Þrátt fyrir blindu frá barnæsku náði prófessor Förstemann sjald- gæfri leikni í orgelleik og meir en það, hann var listamaður af Guðs náð. Við kynntumst leik lians í þau þrjú skipti er hann heimsótti land okkar. Okkur er eflaust mörgum í fersku minni er Förstemann sté inn á kirkjugólfið leiddur af konu sinni. Ósjálfrátt liefur það verið efa- blandin eftirvænting sem barðist með okkur, því við áttum erfitt með að gera okkur í hugarlund að hægt væri að knýja svo voldugt hljóðfæri sem orgelið til hljóms og máttar án þess að hafa öll skiln- ingarvit. Allar slíkar hugsanir liðu burt er meistarinn lióf leik sinn og leiddi okkur inn í það ljós, er hann sá með innri augum sínum. Við heyrðum í senn mikla litadýrð tónanna en vissum um leið að slík ’kunnátta hafði ekki komið fyrirhafnarlaust og hafði kostað ótelj- andi ])olinmæðisstundir, ekki aðeins hann sjálfan, heldur og móður hans, er las fyrir ltann og kenndi honum stórverk meistaranna nótu fyrir nótu og blaðsíðu eftir blaðsíðu. Hún hefur áreiðanlega verið 10 organistablaðið

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.