Organistablaðið - 01.12.1973, Side 11

Organistablaðið - 01.12.1973, Side 11
FLOR PEETERS Bolgiska ríkið var stofnað 1831. í Belgíu eru töluð tvö tungumál, því að þar búa menn af tvenns konar þjóðerni, Flæmingjar og Vallónar. í aldanna rás hafa runnið þar upp merkir tónsnillingar, líka meðan ríkjaskipan var önnur en nú er. Aðeins fáir verða hér nefndir og þá fyrstur Okeghem (um 1430—1495), því næst hinn frægi læri- ótrauð í baráttu sinni að bæta syni sínum upp þau dapurlegu örlög, að geta ekki leikið sér og hlaupið um með glöðum börnum. Síðan tók kona hans við, frú Brigitte Förstemann. Hennar minnist ég í þögulli aðdáun. Prófessor Förstemanns minnist ég með sérstöku þakk- læti sem skilingsríks kennara og þeirrar ótrúlegu umhyggju, sem hann bar fyrir nemendum sínum. Þótt hann sæi ekki, þá skynjaði hann dýpra en aðrir, hvað' okkur leið, og beitti síðan skynsemi sinni og úrræðum til að færa allt til betri vegar. Prófessor Förstemann var læknissonur, fæddur í Nordhausen í Pýskalandi. Hann missti sjónina aðeins tveggja ára, en tónlistar- hæfileikar hans komu fljótlega í ljós. Orgelnám stundaði hann hjá prófessor Ramin í Leipzig, en að loknu prófi 1934 varð hann organ- isti í Magdeburg. Árið 1951 varð hann prófessor við Tónlistarhá- skólann í Hamborg. Þekktastur er Förstemann af hinum mörgu og miklu tónleika- ferðum sínum, sem voru honum i senn mikil gleði og uppfylling. En nú er hinni erfiðu en sigursælu baráttu hans lokið — og nú tekur ljósið við. Um ókomin ár munum við nemendur Förstemanns minnast hans í þakklæti sem einstæðs vinar og manns. Haukur Gu'ðlaugsson. ORGANISTABLAÐIÐ 1 1

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.