Organistablaðið - 01.12.1976, Page 6

Organistablaðið - 01.12.1976, Page 6
Fátt fólk var á tónleikunum í Reykjavík, en þeim mun fleira kvart- aði undan því eftir á, að það hefði misst af þeim og hvers vegna við hefðum ekki haft hugsun á að koma þessu í sjónvarpið eins og venj- an væri um tónleika í Reykjavík. Afleiðingin: Einsöngvararnir gáfu eftir helminginn af þóknun sinni, hljómsveitin, skuldum vafin, gaf eftir % af sinni greiðslu, Fíladelfíusöfnuðurinn í Reykjavík gaf leigu á tónleikasal, Kirkjukór- inn og Selfosskirkja töpuðu tugum þúsunda. Vinnu við þýðingar og undirleik á æfingum urðum við að þiggja að gjöf. Ekki gat hjá því farið, að ýmsir á Selfossi veittu því meiri athygli eftir þetta, hvort fréttir af tónleikum kæmu í sjónvarpinu og undr- uðust hve þær voru tíðar. Sumir glöddust og hugsuðu sem svo, að þetta hefðu þá bara verið mannleg mistök og að tilviljun ein hefði ráðið, að einmitt við urðum fvrir þeim, enda sögðu þeir sem gerst þekktu til, að ærin ástæða væri til að ætla, að einmitt í yfirstjórn fréttadeildar sjónvarpsins ríkti skilningur á tónlistarstarfsemi í kirkj- um og takmörkuðum tekjumöguleikum einsöngvara! Par kom, að tíðar tónleikafréttir í sjónvarpi voru orðnar til þess, að menn voru farnir að gera því skóna að Selfyssingar gætu farið af stað aftur, ráðið hljómsveit og einsöngvara og unnið upp tapið. Bú- ið var að kaupa Telemann kantötu og hún að koma úr þýðingu. Þá kom reiðarslagið og með þeim hætti, að flestir hafa látið segja sér það tvisvar, enda engin leið að skilja síðustu atburði, sem nú skal greint frá, öðruvísi en svo, að mottó íréttadeildar sjónvarpsins sé: ,,Ekki er gaman arl guðspjöllunum; enginn er í þeim bardaginn.” Kór Gagnfræðaskóla Selfoss hefur starfað mörg undanfarin ár undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. Kórinn hefur verið lands- kunnur síðan 1969, er hann gaf út vandaða hljómplötu. Eftir þrotlausar æfingar í allt haust, voru þau komin með klukku- tíma söngskrá. Þar á meðal var nýtt tónverk eftir Hallgrím Helga- son, samið fyrir þessa unglinga sérstaklega. Þau sungu síðan í Skál- holti 3. des. og í Selfosskirkju 5. des. sh, en kusu að hafa ókevpis aðgang og kalla þetta aðventukvöld. Stjórnandinn áleit, að jafnframt aukinni aðsókn, myndi það ekki draga úr áhuga söngvaranna ungu, eða letja aðra til dáða, ef frétta- deild sjónvarpsins fengi vitneskju um tónleikana. Þau svör, sem fréttadeildin gaf urðu aðalkveikjan að þessari grein: 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.