Organistablaðið - 01.11.1981, Qupperneq 9

Organistablaðið - 01.11.1981, Qupperneq 9
1 2. grein. Heiðursfélaga má kjósa á aðalfundi, ef sérstök ástæða er fyrir hendi. Heiðursfélagar mega aldrei vera fleiri en sjö á hverjum tíma. Stjórninni einni er heimilt að bera fram tillögur um kjör heiðursfélaga, og þó því aðeins að hún sé öll samþykk kjörinu. 13. grein. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf til þess % greiddra atkvæða. Lagabreytinga hafi verið getið í fundarboði. LAUNAMÁL í Organistablaðinu, 1. tbl. 1980, er að finna upplýsingar um laun organista. Félagið samdi fyrir organista í Reykjavíkurprófastsdæmi 14. maí 1975. Samkomulagið er að finna í 1. tbl. 8. árg. Organistablaðsins 1975. Ég geri hér tillögu um greiðslufyrirkomulag fyrir þá félagsmenn, sem spila ekki við guðsþjónustur á hverjum sunnudegi. Til grundvallar legg ég laun organista sem tekur 52% laun skv. 16. launafl. B.S.R.B., spilar á hverjum sunnudegi og hefur reglulegar kóræfingar. Fyrir fjórar messur í mánuði (meðaltal á ársgrundvelli) greiðast 52%. Þá er eðlilegt að reikna hverja messu ásamt kóræfingum 13%. Fyrir 2 messur greiðast þá 26% og fyrir 3 messur 39% launa. Hmsvegar skal greiða 4 stundir (sbr. reglur i 1. tbl. 13. árg. Organistablaðsins 1980) fyrir einstakar messur, sem spilað er við í forföllum. Organleikari á að sjálfsögðu rétt á 8.33% orlofi eða greiddum orlofsmánuði. Organleikari á rétt á veikindaleyfi og gilda þar um sömu reglur og um opinbera starfsmenn. Organleikari á að fá greitt umsamið kaup þó messufall verði. Kristján Sigtryggsson. LEIÐRÉTTING í síðasta blaði var getið um inntöku nýrra félaga í F.Í.O., m.a. Pálmars Eyjólfssonar en heimilisfangið hans var ekki rétt. Hið rétta er: Pálmar Þ. Eyjólfsson, Skipagerði, 825 Stokkseyri Þetta leiðréttist hér með og er beðist velvirðingar á mistökunum. ORGAIMISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.