Organistablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 2
Jindrich Keller.
hljóðfe *ri meö breytanlegri og óbreytanlegri stillingu. Reynslan og fræðilegar ályktanir
leiddu i Ijós, að langheppilegsti tónninn er a í einstrikaðri áttund. Enn í dag heyrum við
óbóleikara leika hann á undan öllum sinfóníutónleikum, því að óbó eru langtraustust
að stillingu. Tónlistarmenn vöndust því að kalla þennan tón „kammer-a“ eða litla a-ið.
Þetta táknaði, að fyrir tóninn a1 er ákveðinn fjöldi tvöfaldra hljómsveiflna, en seinna var
farið að kalla þær Herz (eftir þýskum eðlisfræðingi og skammstafað Hz). Þetta
kammer-a var mikil framför. Nú á dögum er auðvitað miklu meira vitað um hljómburð
og þess vegna breyttu fræðimennirnir sérfræðiheitakerfinu. í stað lykilheitisins
„kammer-a“ nota þeir skýringarhugtakið tíðnigrundvöllur. Með einföldum útreikningum
er unnt að ákveða sveiflufjölda fyrir a1 og leiða af því viðurkenndan sveiflufjölda fyrir
hvern tón til viðbótar. Fyrstu alvarlegu tilraunirnar til samræmingar á stillingu hljóðfæra
voru gerðar í Frakklandi. Samkvæmt samkomulagi í París árið 1778 var hæðin ákveðin
409 Hz. Eins og sjá má hefur tilteknum fjölda hljómsveiflna fjölgað stöðugt eða
fastákveðin stillingarhæð aukist. T.d. hefur verið skráður sveiflufjöldinn eins og hann
var í Stóru óperunni í París.
1819 a1= 434 Hz
1856 a1 = 445,8 Hz
1858 a1 = 448 Hz
Á þessum tímum gátu hljóðfærasmiðirnir enn ráðið algerlega hvaða stillingu þeir
notuðu. Meira að segja gilti mismunandi samkomulag um stillingu hinna ýmsu
hljóðfæra. Hinum miklu slaghörþufyrirtækjum var það beinlínis metnaðarmál að miöa
stillingu sína við besta og árangursríkasta kammer-a-ið.
i RC iAN I S'I'AHIvAf-) IT)