Organistablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 5
Nokkrar athugasemdir uni mismunandi aðferðir til að leika á orgel EftirDr. Orthulf Prunner II. Um áhrif tengingar og aðgreiningar (framhald) Athyglisvert er í þessu samhengi að hugleiða leikhætti nýrri orgelverka. Ef tekið er fyrir „Litanies" samið af Jehan Alain (1911-1940) kemur í Ijós að leikhátturinn er í raun og sannleika „presto possibile" (með mesta hraða sem hægt er að ná fram úr hljóðfærinu, eins og Alain segir í bréfi). Innblástur verksins kom eitt sinn er Jehan Alain sat I hraðlest og fylgdist með rúlli hjólanna á teinunum. (Samkvæmt munnlegri frásögn Marie-Claire Alain). Millispilin sem koma fyrir í Litanies minna mjög á skrölt hraðlestar. Af því álítum við að millispilin verði að vera nákvæm hvað hraða snertir (eins og skrölt hraðlestar) en einnig eru þau merkt með Legato, þessvegna er ekki hægt að lýsa áherslum, sem koma fyrir í millispilinu, með lengingu áherslunótunnar heldur með stuttri þögn („með andardrætti" eða „aspiration") fyrir framan nótuna. Samkvæmt því skrifar Alain merkið ^ yfir nótunni, sem þýðir áhersla, en ekki J sem merkir lenging (teyging). Það kemur aðeins þar fyrir sem „pocco staccato" er skrifað og er því alveg í samræmi við þá íhugun um mismunandi tengingarhætti sem vikið er að hér á undan. „Imitatio Violistica" á Þýskalandi Um 1620 var til aðferð við að leika á orgel, sem framkvæmdi tengingar og aðgreiningar svipuð eins og á fiðlu. Aðferð þessi var kölluð „Imitatio Violistica" („Eftirlíking fiðluleiks"). Tengingar voru merktir með bogum yfir (eða undir) nótunum sem áttu að tengja. Þaðan kemur legato-boginn eins og við þekkjum hann í dag. I „Tabulatura Nova“ frá 1624 eftir Samuel Scheidt er sennilega elsta frásögn um leikaðferð þessa: „Wo die Noten/wie allhier/zusammengezogen seind/ ist solches eine besondere Art/gleich wie die Violisten mit dem Bogen schleiffen zu machen pflegen. Wie denn solche Manier bey fúrnehmen Violisten Deutscher Nation/nicht ungebreuchlich/gibt auff gelindschlágigen Orgeln/Regalen/Clavicymbaln und Instrumenten/einen recht lieblichen und anmutigen cocentum, derentwegen ich dann solche Manier mir selbsten gelieben lassen/und angewehnet." (Þýtt orðrétt). OR( 'jAN ISTA151 .AÐ11) «=>

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.