Organistablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 6
„Þar sem nótur/eins og hér/eru tengdar saman/er slíkt sérstakt/eins og fiðluleikarar
hafa að venju að slípa með boganum. Þar sem slíkur leikháttur er á meðal fremstu
fiðluleikara þýsks lands/ekki óvenjulegur/gefur hann auk þess á orgelum/með léttum
áslætti/regalum/sembalum og hljóðfærum/bísna huggulegan og léttan söng. Þess vegna
fannst mér slíkur háttur æskilegur/ og hef ég tamið mér að nota hann.“ t.d. þannig:
(flest öllum tilfellum byrjar bogin á nótu með áherslu og endar á áherslulausri nótu.
(Eins og við mundum búast við eftir undanfarnar hugleiðingar).
Undantekningar frá þessu voru til í Frakklandi, hjá sérstökum skrautnótum
laglínunnar (Cantilene) eins og t.d. hjá „Port de Voix“ (sjá Couperin eða Nivers), þar
sem bogar leiða frá áherslulausri nótu til nótu með áherslu.
Eftirfarandi möguleikar eru ennfremur fyrir hendi:
a) Boginn leiðir frá nótu með áherslu til nótu með áherslu.
b) Boginn leiðir frá áherslulausri nótu ti! áherslulausrar nótu. (Hér er átt við nótu með
áherslu eða áherslulausa nótu eftir því hvort nóta er á sterkum eða veikum stað í
taktinum).
Allar tegundir af fyrrgreindum bogum finnast f Orgelsónötu nr. 6 í G-dúr eftir J.S.
Bach: Skoðum 1. kafla:
1) Bogar frá nótu með áherslu til nótu án áherslu: Þessi tilfelli þurfa, eftir undan-
farnar hugleiðingar, engar skýringar.
2) Bogar frá áherslulausri nótu til nótu með áhersiu: Við mundum búast við til-
færslu áherslunnar, þannig að nótur sem bera áherslu, samkvæmt þeirra stað í taktin-
um, verða áherslulausar og nótur sem eru áherslulausar, verða að nótum með áherslu,
eins og í eftirfarandi dæmi:
Takið eftir orgelpunktinum i pedal. Hreyfing bassans er hætt (hann „liggur"), tilfærðu
áherslurnar gefa þessum töktum svifandi blæ, sem verður ekki ákveðinn fyrr en við
innkomu stefsins og þegar bassin fer að hreyfast.
Þessir bogar eru ekki skrifaðir á tilsvarandi stað (1. kafla sónötunnar, vegna þess að
6 ORGANISTABLAÐIÐ