Organistablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 13

Organistablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 13
Bókarfregn f októbermánuði kom út Tónlistarsaga, eftir Pál Kr. Pálsson. I formála segir höfundur: „Þetta ágrip tónlistarsögu er í 16 áföngum. Fyrstu 8 áfangarnir eru ad miklu leyti byggðir á History of Music in Sound, 27 hljómplötum, HLP 1-27, sem út komu hjá His Masters Voice áríð 1956. Til þess að hafa full not af ágripinu er æskilegt að hafa þessar plötur við hendina, enda vitnað í þær í textanum. Tóndæmin eru tölusett með hlaupandi númerum auk númera á plötunum. Seinni hlutinn, 9.-16. áfangi, er samantekt úr ýmsum bókum. Tónverk til umfjöllunar eru tilgreind, en þar koma að sjálfsögðu önnur tónverk og aðrar plötur einnig til greina við námið. Þar eð Rússland og Pólland liggja að mestu leyti utan hinnar hefðbundnu músiksögu, að því er séð verður af kunnustu kennslubókum, þótti rétt að gera þeim þjóðum stuttlega skil sérstak- lega. Sama gildir í raun um þjóðir sem fjallað er um í 12. áfanga. 13.-16. áfanga fylgja ævirásir, viðburðir i lífi meistaranna raktir í tímaröð. I viðbæti er stutt ágrip af formfræði, en hún er snar þáttur tónlistarsögu, ennfremur ádöl sögu- legra viðburða til glöggvunar á samhengi við almenna mannkynssögu. Loks fylgir skrá um helstu heimildarrit. Páli Halldórssyni þakka ég fyrir teikningu á nótnadæmum. Sérstakar þakkir færi ég Ásbirni Jóhannessyni verkfræðingi, fyrir prófarkalestur og alla aðra aðstoð við undirbúning og útgáfu þessa rits. Ennfremur þakka ég skólastjóra Tónskólans, Sigursveini D. Kristinssyni, en án forgöngu hans hefði bókin aldrei verið gefin út." Mikill fengur er að bókinni. Okkur hefur lengi vantað kennslubók í tónlistarsögu, hér er því baett úr brýnni þörf. Ég álít að höfundi hafi tekist mjög vel að koma miklu efni til skila með látlausri og einarðri framsetningu sem er auðskilin. Full ástæða er til að benda mönnum á að fá sér eintak. Þarna er mikinn fróðleik að finna. K.S. Aðalfundur F. í. O. Haldin í Hvassaleitisskóla 23. okt. 1983 I skýrslu formanns, Kristjáns Sigtryggssonar, kom fram að árangur hefði náðst í starfi stjórnarinnar að því að fá viðurkenningu stjórn- valda á því að organisti sem tekur laun skv. kjarasamningi F.I.O. við Reykjavíkurprófasts- dæmi geti verið fastráðinn kerinari við tónlistar- skóla. Einnig kom frarn áætlun um mánaðarlega fundi í vetur, sem verða haldnir í ýmsum kirkjum. Verðursáfyrsti 20. nóv. kl. 16.30 í Háteigskirkju. f umræðum um Organistablaðið kom í Ijós að ýmsir opinberir sjóðir sem hafa styrkt útgáfu þess og fengið í staðinn eitt eintak af hverju blaði sem n.k. greinargerð fyrir því hvernig fjárveit- ingunni hefur verið varið, hafa ekki hækkað framlög sín nægjanlega síðustu árin þannig að „skýrslan" er orðin verðmætari en styrkurinn. Haukur Guðlaugsson ræddi um Bach árið 1985, sem raunar verður alþjóðlegt músíkár, enda eiga þrjú önnur tónskáld stórafmæli þá: Hándel, Scarlatti og Berg. Haukur situr í nefnd sem á að samræ'na tónleikahald í tilefni þessara afmæla og eru organistar hér með beðnir að tilkynna honum áform sin um slíka tónleika. Haukur brýndi menn til þess að taka sig saman og spila öll orgelverk J.S. Bach á afmælisárinu. Auk þess minnti hann á fyrirhug- aðan flutning á úrdrætti úr Matteusarpassíu Bachs með íslenskum texta Þorsteins Valdi- marssonar. Verður kórfólk kallað saman á einn stað til æfinga þrisvar á næsta ári. Á fundinum voru teknir inn tveir nýir félagar: Hilmar Örn Agnarsson, organisti við Strandar-, Hjalla- og Þorlákskirkjur, og Þóra Guðmunds- dóttir, Reykjavík. í stjórn voru kosnir: Kristján Sigtryggsson, formaður dr. Orthulf Prunner, gjaldkeri Glúmur Gylfason, ritari. Varastjórn: Jakob Tryggvason, varaform. Haukur Guðlaugsson. Endurskoðandi: Gústaf Jóhannesson og til vara Einar Sigurðs- son. ORGANISTABLAÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.