Organistablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 12

Organistablaðið - 01.11.1983, Blaðsíða 12
Nýr organisti í Fríkirkj- unni í Reykjavík Á sunnudaginn 18. sept. tók til starfa nýr organisti viö Fríkirkjuna í Reykjavík. Nýi Fríkirkjuorganistinn heitir Pavel Smíd og er tékkneskur aö ætt og uppruna. Aö loknu stúdentsprófi í heimalandi sínu hóf hann nám í organslætti viö tónlistarskólann í Prag hjá hinum góökunna prófessor dr. J. Reinberger og lauk fullnaðarprófi í orgelleik árið 1973. Pavel Smíd fluttist til íslands áriö 1975 og gerðist kirkjuorganisti á Eskifiröi og Reyðarfiröi og skólastjóri Tónlistarskólans þar. Frá 1982 hefur hann kennt organslátt ( Tónskóla Þjóð- kirkjunnar og tónheyrn og nótnalestur við Söng- skólann i Reykjavík, þar sem hann hefur jafnframt starfaö sem meðleikari á píanó. Eiginkona hans heitir Víoletta Smídova og er búlgörsk. Þau eiga tvö börn. Víoletta er einnig organisti aö mennt og hefur verið mjög virk í tónleikahaldi. Pavel tók við af Sigurði G. Isólfssyni, sem hefur gegnt starfinu frá 1939, eða samtals i 44 ár, kona hans er Rósamunda Ingimarsdóttir. Sigurður varð 75 ára 10. 7. s.l. og er honum hér með óskað til hamingju með afmælið. Einnig þakkar undirritaður honum fyrir ótaldar ánægjustundir, þegar hann hefur setið við orgelið. Fáir íslenskir organleikarar hafa glatt okkur með jafn litríkum modulationum og hann. Þær hefði gjarnan mátt festa á blað. Kristján Sigtryggsson. Námskeið í orgelverkum Brahms David Pizzaro, verður kennari á orgelnám- skeiði F.Í.O. sem verður haldið í kirkju Fila- delfiusafnaðarins, Hátúni 2, R. laugardaginn 29. okt. 1983 kl. 10. f.h. Kvöldið áður heldur hann orgeltónleika á sama stað með oregelverkum Brahms. David Pizarro er organisti i kirkju St. John the Divine í New York. Meðal kennara hans í Evrópu voru M. Dupré og M. Schneider. Pizarro fer árlega i nokkurra mánaða tónleikaferðir víðs vegar um heim. Hann hefur nýlokið útgáfu á öllum orgel- verkum J.L. Krebs. (tilefni þessað 150 árerufrá fæðingu J. Brahms verða orgelverk hans verk- efni námskeiðsins. Megnið af þeim fá þátttakendur (55 bls. innifalið í 350 kr. námskeiðsgjaldi) með fingra- og fótsetningu D. Pizarro. Þeir sem vilja kynna sér efnið fyrirfram geta fengið það afhent á aðalfundi F.I.O. Þeir sem þess óska geta fengið að spila (Brahms) fyrir D.P. (Úr bréfi til félaga F. I. O. í október) Orgeltónleikar Júrg Brunner frá St. Gallen í Sviss, hélt tónleika í Skálholts- og Háteigskirkju 23. og 24. júli. Á efnisskrá voru orgelverk eftir Bruhns, Frcberger, Muffat, Bach, Clérambault og Alain. einnig leikur af fingrum fram um íslenskt sálmalag. Kennarar hans voru m.a.: Anton Heiller, Marie Claire Alain og Fernandi Tagliavini í orgelleik og Gustav Leonhardt í semballeik. Chrisoph Krummacher, frá Austur-Þýskalandi hélt tónleika f Kristskirkju, Dómkirkjunni og Háteigskirkju 25., 27. og 28. ágúst með mismun- andi efnisskrám. Hann lék verk eftir: Tunder, Buxtehude, Boyvin, Frescobaldi, Bramhs, Bo- ely, Hanff, Joh.Seb. Bach, Messiaen, Mendel- sohn, Scheidemann, Pachelbel og Kellner. Hann hélt námskeið í Háteigskirkju um norð- ur-þýska orgeltónlist, m.a. um túlkun á verkum Bachs. 12 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.