Organistablaðið - 01.12.1983, Síða 6

Organistablaðið - 01.12.1983, Síða 6
barokmenning orgelsmíða hefði staðið á mjög háu stigi. Þegar tekið er mið af því, sem vitað er nú á dögum um orgelbyggingalist, verður að viðurkennast, að rómantísku orgelin hafa vissa galla. Þeir eru einkum fólgnir í því, að pneumatíski strúktúrinn (loftblásturs-kerfi orgelsins) svarar of seint, auk þess sem stærðarhlutföll pípanna hafa þau áhrif, að tónarnir verða ekki vel aðgreinanlegir í polýfónískri (fjölradda) tónlist. Hómófónísk (samradda) hljómlist skilar sér hins vegar einkar vel í slíku orgeli, alveg í samræmi við smekk þess tíma, þegar það var smíðað. Hvert gamalt hljóðfæri kennir okkur margt um músík og músíksmekk síns tíma. Það hjálpar okkur að skilja betur það tímabil, fólkið, sem þá var uppi og um leið okkur sjálf. Þess vegna er lofsvert það framtak Fríkirkjusafnaðarins að reyna að koma hljóðfærinu í upprunalegt horf og viðunandi ástand. ISTONN HF. kynnir og selur íslenskar nótur um víða veröld Verslunin útvegar líka allar nótur erlendis frá ÍSTÓNN HF. Freyjugötu 1 - Sími 21185 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.