Organistablaðið - 01.09.1984, Síða 3

Organistablaðið - 01.09.1984, Síða 3
Kirkjukór Laugarnessóknar hélt einnig tónleika í mars 1954 undir stjórn Kristins Ingvarssonar. Þeir voru haldnir í Laugarneskirkju. Þar voru flutt lög eftir íslenska höfunda, kantata eftir Olufa Finsen og þættir úr strengjakvart- ett eftir W.A. Mozart. Íjúní 1954 hélt E. Power Biggs tvenna orgeltónleika í Dómkirkjunni. Tónleikarnir voru haldnir í samvinnu við Tónlistarfélagið. Áttundu tónleikana hélt Kór Hallgrímskirkju í Reykjavík 1954. Þá var m.a. flutt jólakantata eftir Jóhann Samuel Beyer, og kantata eftir Werther Carlsson undir stjórn organleikarans Páls Halldórssonar. í janúar 1955 hélt Dr. Urbancic tónleika í Kristskirkju í Landakoti. Hann !ék orgelverk eftir Hándel og Karl Höller. Ennfremur var einsöngur og fiöluleikur. f júní s.á. hélt Sunnukórinn á ísafiröi tónleika undir stjórn Jónasar Tómassonar tónleika í Isafjaröarkirkju meö fjölbreyttri efnisskrá. Dr. Urbancic hélt tónleika í Landakotskirkju í mars 1957. Sex manna lúðraflokkur aöstoöaöi. Dr. Urbancic lék þá m.a. orgelsónötu eftir Þórarinn Jónsson. Tólftu tónleikarnir voru í Laugarneskirkju í apríl 1955. Kirkjukórinn söng 10 lög undir stjórn organleikarans, Kristins Ingvarssonar, sem einnig lék einleik á orgel. I nóvember 1957 hélt Páll Kr. Pálsson tónleika í Hafnarfjarðarkirkju. Þetta voru Buxtehude-tónleikar. Páll lék orgelverk, en einnig var flutt kantata fyrir bassa-einsöng, þrjár fiðlur, celló og continuo. I október 1959 voru flutt tónverk eftir Jónas Tómasson í Dómkirkjunni undir stjórn höfundarins. (Jónas var organleikari á Isafirði). I febrúar 1960 hélt Árni Arinbjarnarson orgeltónleika í Dómkirkjunni. Hann lék erlend og innlend verk. Ragnar Björnsson hélt tónleika í Dómkirkjunni í október 1960. Þar var einleikur á orgel, en einnig flutt sónata fyrir fiðlu og orgel eftir Hándel og kantata fyrir sópran-einsöng, fiðlur, celló og orgel. I tilefni af áttræðisafmæii Friðriks Bjarnasonar voru tónleikar í Dómkirkj- unni í desember 1960. Stjórnandi var Páll Kr. Pálsson. Dr. Páll ísólfsson 'ék einleik á orgel. Flutt voru verk eftir Friðrik. í maí 1961 voru tónleikar Kirkjukórs Laugarneskirkju undir stjórn Kristins Ingvarssonar. Sibyl Urbancic hélt orgeltónleika í Kristskirkju í Landakoti í ágúst 1964. Og í febrúar 1969 hélt franskur organleikari Jean-Luc Jaquenod orgeltónleika í Dómkirkjunni. Af framangreindri upptalningu er Ijóst að stofnendur F.I.O. hafa sett markið hátt og sannarlega leitast við að halda uppi miklu menningarstarfi á vegum félagsins. Um nokkurt skeið hafa fundir F.I.O. snúist um kjaramál og ýmiskonar ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.