Organistablaðið - 01.09.1984, Blaðsíða 21

Organistablaðið - 01.09.1984, Blaðsíða 21
Orgel Dómkirkjunnar í Kcykjavik 1840-1894 Áriö 1785 var ákveðið að Skálholtsbiskupsstóll skyldi fluttur til Reykja- víkur. Árið 1797 var Geir Jónsson Vídalín kallaður til biskups yfir Skálholtsstifti og vígði Sigurður Stefánsson biskup á Hólum hann til þess embættis 30. júlí s.á. Geir sat fvrst á Lambastöðum nokkur ár en flutti svo til Beykjavíkur. Árið 1801 var Hólaskóli, lagður niður. Hólastifti sameinað Skálholtsstifti og biskupsstóll var þá í Reykjavík. Kirkja hafði lengi verið í Vík á Seltjarnarnesi, mun hennar fyrst getið í máldaga Oddgeirs biskups Þorsteinssonar 1376. Oddgeir var norskur maður og var biskup í Skálholti 1365-1381. Þegar búið var að ákvarða að biskupsstóllinn yrði fluttur til Reykjavíkur varfarið að athuga hvort Víkurkirkja dygði sem dómkirkja. Álitið var, að athuguðu máli, að svo væri ekki nema með því að stækka hana mikið og endurbæta. Varð því að ráði að byggja nýja kirkju og var henni valinn staður á Austurvelli, og þar er dómkirkjan enn. Sr. Óskar J. Þorláksson hefur rakið sögu Dómkirkjunnar í stuttu máli fyrir Organistablað- iö og er sú grein hans í 9. árg. 3. tbl. — Þegar kom fram á 4. tug aldarinnar sem leið var mörgum farið að þykja mál til komið að Dómkirkjan eignaðist orgel. I útvarpserindi 1938 um „Weyse og sálmasöngsbók hans handa íslendingum" getur próf. Sigfús Einarsson um aðdragandann að orgel kaupunum, og er sá kafli prentaður í greininni um „Weyse-handritið“ hér að framan. ( 3. tbl. 9. árg. þessa blaðs er mynd af fyrsta dómkirkjuorgelinu og nokkrar upplýsingar um það aðallega eftir prentuðum ritum. Þær opplýsingar eru þó ónógar og í einu tilfelli rangar. Með því að rýna betur í heimildir og einkum að athuga þau gögn sem síðan hafa orðið tiltæk er nú hægt að gera þessu orgeli betri skil, eða ámóta og öðrum orgelum — 9ömlum og nýjum — sem sagt hefur verið frá hér í blaðinu. S.T.G. Ramus orgelsmiður smíðaði orgelið. Pétur Guðjohnsen veitti því viðtöku. Raddskipan var á þessa leið: Gedact 8‘ Prinsipal 4‘ Octav 2‘ Quinte 1 Vz' Fyrir orgelið voru Ramus orgelsmið goldnir 504 rd. skv. reikningi. Annar kostnaður við orgelkaupin var flutningsgjald 78 rd. Umbúðir (efni og vinna) 38 rd. 1 mark og 18 sk. Malermester J.C. Lund fékk greidda 12 rd. skv. reikningi, fyrir að mála orgelið. Orgelið var svo í kirkjunni til 1894. Á seinni árum þess voru uppi nokkuð háværar raddir um að orgelið væri ekki lengur nothæft við kirkjulegar athafnir. Hefur það eflaust verið farið að þarfnast viðgerðar og endurbóta. Bór svo að það var selt fyrir kr. 40.-. ORGANISTABLAÐIÐ 21

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.